— GESTAPÓ —
Carrie
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/06
Umferð á föstudegi

Seinasta föstudagsmorgun keyrði ég eftir nýju Hringbrautinni. Þar sem bíllinn var stopp á rauðu ljósi leit ég í baksýnisspegilinn. Mér brá er ég sá að Hakuchi var að keyra bílinn fyrir aftan mig. Hann leit reyndar út fyrir að vera mikið eldri en á myndinni sem birtist hér á Gestapó. Bíllinn sem hann keyrði var dökkblár Bens - eldgamall en virtist í góðu ásigkomulagi. Það vakti athygli mína að númeraplöturnar voru af gamla skólanum: R xxxx. Einnig voru ekki höfuðpúðar til staðar í bílnum.

Loks kom grænt ljós en ég var upptekin við að jafna mig á að konungur Gestapó væri að keyra um í umferðinni meðal almúgans, svo ég keyrði ekki af stað. Bílarnir í kringum okkur keyrðu áfram en hann beið rólegur eftir að ég tæki við mér.

Eftir smá stund jafnaði ég mig nægilega til að geta keyrt áfram. Minn áfangastaður krafðist þess að ég beygði á næstu gatnamótum en Hakuchi keyrði áfram sem leið liggur. Ég veit ekki hvert.

   (4 af 5)  
2/12/06 00:00

krossgata

Afar merkilegt. Sérstaklega þegar þið hafið nýverið rætt draumaviðskipti. Tilviljun?

2/12/06 00:00

albin

Já mér finnst þetta líka afar merkilegt. Ég var alveg hand viss um að hann hefði einkabílstjóra.

2/12/06 00:00

Dýrmundur Dungal

R-xxx??? Er þetta einhver ringulreiðardrossía???

2/12/06 00:00

Grágrítið

Það er mjög gáleysisvert að aka bifreið án hauspúða, við minnsta árekstur getur komið mikill nikkur í hálsinn og örkumlað ökumann.
Skamm skamm Hakuchi.

2/12/06 00:00

sphinxx

Svona gamlir bensar haggast ekki þeir eru gerðir til að valda tjóni.

2/12/06 00:01

Offari

Ég þarf líka oft að aka sjálfur þegar einkabílstjórinn er veikur.

2/12/06 00:01

Jóakim Aðalönd

Hmmm... athyglisvert.

2/12/06 00:02

Hakuchi

Þið eruð geðbilaðir ef þið haldið að einhver einkabílstjóri geti keyrt kóbaltandefnisknúin Bensann minn. Þetta er sérlega vel útbúin jálkur sem ég keypti af James Coburn á níunda áratugnum og lét breyta töluvert. Bíllinn er mér kær og nota ég hann endrum og sinnum þegar ég er orðinn leiður á Rollsnum og einkabílstjóranum.

Varðandi ellina þá er ég heldur undrandi, kannski var þetta slæm lýsing en ég er varla tveimur árum eldri en ég er á myndinni. Þér að skrifa þá var ég að fara á vikulegan fund með æðstu yfirmönnum Ölís þar sem farið var yfir nýjar áherslur í baráttunni við ímyndaða hryðjuverkamenn.

2/12/06 03:01

Les Fermier

Djarft af þér að ferðast einn án þess að vera dulbúinn, það reyni ég sjaldnast enda skapast iðulega umferðaröngþveiti þegar einhver ber kennsl á mig á ljósum.

4/12/06 01:01

Hakuchi

Ég læt ekki sauðsvartan almúgann stjórna því hvernig ég haga mínum ferðum. Eftir illa útreið spenntra aðdáenda síðustu ár held ég að fólk hafi almennt vit á því að vera ekki að hrúgast upp að konungi þegar hann er augljóslega ekki í opinberum erindagjörðum.

4/12/06 01:01

Billi bilaði

[Afhrúgast]

4/12/06 03:02

Carrie

[Afhrúgast einnig með tilþrifum]

Carrie:
  • Fæðing hér: 1/10/05 02:19
  • Síðast á ferli: 15/8/12 18:11
  • Innlegg: 3034
Eðli:
Carrie er vitavörður í Baggalútíu og býr í vitanum sínum. Hún er einnig öryggiskona í Hlerunarstofnuninni.
Fræðasvið:
Vitavörður og öryggiskona.
Æviágrip:
Carrie fluttist til Baggalútíu í byrjun október 2005. Daginn eftir komuna hingað klippti illgjörn tvíburasystir hennar bremsur bíls hennar í sundur svo hún keyrði fram af klettum og slasaðist. Í eitt ár lá hún minnislaus á sjúkrahúsi í Chile. Er minnið fór að skila sér lét hún flytja sig tafarlaust aftur til Baggalútíu og hefur dvalið hér síðan.
Carrie gætir öryggis starfsfólks Hlerunarstofnunarinnar. Einnig er hún vitavörður.