— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 2/11/08
myndin.

blćrinn leikur blítt viđ storđ
bćrir gráđ á vatni
um náttúrna öll mín orđ
ćtla ađ segja af natni

ljóma heiđar logar mór
er ljósiđ sólar gyllir
líka ţó ađ leggist snjór
sem laut og dragiđ fyllir

bláma himins bađast fljót
bunar foss í gili
leikur sér viđ gamalt grjót
grefur djúpa hyli

   (23 af 115)  
2/11/08 09:00

Ţarfagreinir

Já, ţetta er sko mynd í lagi.

2/11/08 09:00

Grýta

Vandađ, međ fallegum orđum.

2/11/08 09:00

Blöndungur

Ţetta er svo sannarlega snotur mynd.
TIl gamans má geta ţess ađ ég var nokkurn tíma ađ fatta línuna ,,Ljóma heiđar logar mór", og ţótti undarlegur ţessi elsneytisbruni utanhúss og engum ađ gagni.

2/11/08 09:00

Golíat

Takk fyrir myndina Upprifinn.

2/11/08 09:00

Regína

Flott!

2/11/08 09:01

krossgata

Ţetta er mjög myndrćnt... eins og áđur hefur komiđ fram. Falleg mynd.

2/11/08 09:01

Huxi

Er ţađ ţetta sem kallađ er Kodak moment? [Glottir eins og bavíani]
Fallegt ljóđ hjá ţér.Ţú ert alveg fyrirtaks skáld ţegar sá gállinn er á ţér.

2/11/08 09:01

Jóakim Ađalönd

Eitt glćsilegasta og myndrćnasta ljóđ sem ég hef lesiđ. Önd bókstaflega sér fyrir sér hina glćsilegu sveit sem lýst er. Skál(d) og prump!

2/11/08 09:02

Dula

Ţingeyjarsýsla.

2/11/08 12:01

Offari

Ţetta er falleg sveit svo hún hlýtur ađ vera Ţingeysk.

2/11/08 13:01

Kífinn

Ef Tómas hefđi nú getađ sagt ţetta um borgina sína, ţá vćri ég líklega úti viđ ţennan foss núna.
Mjög gott, ţakka ţér fyrir.

Upprifinn:
  • Fćđing hér: 29/9/05 23:51
  • Síđast á ferli: 29/8/23 02:32
  • Innlegg: 16116
Eđli:
Ómótstćđilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Frćđasviđ:
Sérfrćđingur í ţví sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Ćviágrip:
Fćddist hér feimin og undirgefinn um áriđ. kynntist skáldskaparmálum og ánetjađist allsvakalega um tíma en hef nú náđ ţeim tökum á fíkninni ađ ég tek frekar túra en ađ liggja hér alla daga. Náđi embćttum í krafti frekju og peningagjafa til ákveđinna stofnanna auk ţess ađ misnota takmarkađa skáldagáfu til hins ýtrasta.