— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/07
Það eru hálfvitar á meðal okkar.

Á Íslandi er enn til fólk sem reynir að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn geti leitt okkur í gegnum erfiða tíma.
Þetta er svo rangt að engu tali tekur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannað það með Óyggjandi hætti að honum er ómögulegt að stjórna ríkinu nema með því að stefna öllu heila klabbinu til helvítis með bravör.

Aldrei aftur má þessi spillti flokkur eða annar svipaður ná völdum á Íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 0 í hagstjórn en 10+ í spillingu.

   (49 af 115)  
31/10/07 12:01

Lokka Lokbrá

Sem segir okkur hvað? Skipta um ríkisstjórn? Kosningar?

31/10/07 12:01

Villimey Kalebsdóttir

Æ, Sjálfstæðisflokkurinn er samt eitthvað sem maður fæðist inní. Þetta er svolítið eins og trúarbrögð.

Þeir komast pottþétt aftur í ríkisstjórn.. því miður! [Brestur í óstöðvandi grát]

31/10/07 12:01

Skreppur seiðkarl

Villimey, ert þú ein af þeim sem setur xD afþví að pabbi þinn gerir það og segir þér að gera það líka?

31/10/07 12:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég mundi ekki setja xD þótt ég fengi borgað fyrir það!

Takk fyrir pent!

31/10/07 12:01

krossgata

Mun þessi blindi hvolpur sem þessi þjóð er vera búin að opna augun við næstu kosningar?

31/10/07 12:01

Þarfagreinir

Sjálfstæðisflokkurinn er spurning, en ég veit ekki alveg hvert svarið er. Ég hef eiginlega misst trú á íslenska kerfinu eins og það leggur sig.

Samfylkingin hefur beðið hnekki af því að vinna með Sjálfstæðisflokknum á þessum hörmungartímum, og leggja lítið til málanna. Hann hefur verið í hálfgerðum felum nánast allt kjörtímabilið, og ekki síst núna. Hann mun þó fá einhverja uppreisn æru ef honum tekst að sparka Davíð.

Vinstri grænir hafa sitthvað fram að færa, en eru að grunninum til nöldrandi kverúlantar sem hafa ofurtrú á ríkisvaldinu og óbeit á einstaklingsframtakinu.

Frjálslyndi flokkurinn eru pópúlistaskrípaflokkur sem gerir líkt og VG lítið annað en að nöldra.

Framsóknarflokkurinn er brandari.

Íslandshreyfingin er dauð.

Hvað er þá eftir?

31/10/07 12:01

Tigra

Hvað með hreintrúarflokkinn?

31/10/07 12:01

Þarfagreinir

Flöt jörð, slétt föt, hrein trú!

31/10/07 12:01

Grágrímur

[Hélt að þetta væri félgsrit um sig, verður feginn að svo sé ekki]

31/10/07 12:01

Vladimir Fuckov

Hreintrúarflokkurinn er auðvitað óskeikull og óaðfinnanlegur [Ljómar upp].

Í framhaldi af innleggi Þarfagreinis: Vjer erum að byrja að hallast að því að það þurfi einhverja mikla uppstokkun á hægri vængnum líkt og varð á vinstri vængnum þegar Samfylking og Vg urðu til. Það sem veldur mestum deilum er ekki lengur NATO eða hvort ríkið eigi að sjá um alla atvinnustarfsemi heldur önnur 'nýrri' mál, t.d. ESB, umhverfismál o.fl. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þyrftu skv. þessu báðir að klofna og út úr því að koma tveir hægri eða miðhægriflokkar, annar með ESB og hinn á móti.

31/10/07 12:01

Huxi

Já, það er satt, það eru hálfvitar meðal okkar. En að fara halda því fram að þeir séu allir samankomnir í Sjálfstæðisflokknum og beri alla ábyrgð á ástandinu, er nátturlega bara hálfvitaskapur líka.
Ástæðu þess að svona er komið má rekja til þess þegar ESS samningurinn gerði okkur kleift að reka bankastarfsemi erendis með ákvæði sínu um frjálsa fjármagnsflutninga innan EES. Samkvæmt samningnum þá bar móðurland bankans takmarkaða ábyrgð á hverjum innlánsreikningi sem opnaður var erlendis, en bankaeftirlit landsins sem starfsemin var í, leit eftir því að reglum um bankastarfsemi væri fylgt eins og þær eru í hverju landi fyrir sig.
Þannig að banki gat safnað eins mörgum viðskiptavinum/lánadrottnum, (sem nutu 20.000.- evra ábyrgðar frá íslenska ríkinu) eins og þeim sýndist án þess að bankaeftirlit eða stjórnvöld hérna gætu nokkuð við því gert. Þ.e.a.s. meðan eigið fé bankans var nægt.
Eignir bankanna voru að miklu leiti hlutabréf í hinum ýmsustu fyrirtækjum, og á meðan allt var í blóma í fjármálaheiminum var eignin mikil og strækkaði hratt, svo veð voru næg fyrir skuldum og innlánstryggingum.
En með vaxandi vantrú eftir húsnæðisvöndlahrunið í USA rýrnuðu veðin og en skuldirnar rýrnuðu ekki, heldur jukust við hverja endurfjármögnun vegna þess að skuldatryggingarálagið jókst. Það varð því æ erfiðara að fá lán og vegna þess að allir vissu hve bankarnir voru miklu stærri heldur en þjóðarbúið, var áhætta erlendra sparifjáreigenda í íslensku bönkunum erlendis, sífellt meiri. Að lokum lokaðist fyrir lánalínur sem bankarnir höfðu aðgang að, sparifjáreigendur hlupu til, til að ná í aurinn sinn aftur og bresk stjórnvöld fóru á taugum...
Þetta er staðan og ef ætti að kenna einhverjum um þá er það Jón Baldvin.

31/10/07 12:01

Regína

Ef vinstri stjórn væri núna væri hægrisinnað fólk alveg fjúkandi reitt út í þá fyrir hvernig komið er, og allt væri stjórninni að kenna.
Ég held við myndum ekkert græða á stjórnarslitum og tilheyrandi umróti núna.

31/10/07 12:02

Upprifinn

Huxi. það er alveg rétt að það eru ekki allir hálfvitarnir í Sjálfstæðisflokknum, þetta er hins vegar gagnrýni á þann flokk. Og kveikjan að henni var að haft var eftir Birni Bjarnasyni að aðeins Sjálfstæðisflokknum væri treystandi til að fara með stjórn landsins á meðan þetta ástand varði.
Regína. Ef vinstri stjórn væri í búin að vera hér við völd síðustu sautjján ár þá hefði þessi staða ekki komið upp, leyfi ég mér að fullyrða.

31/10/07 12:02

Regína

Reyndar er ég sammála þér í því, allavega ekki svona alvarleg.

31/10/07 12:02

The Shrike

Ég ætla að kjósa Dabba ef hann bíður sig fram næst. <Starir þegjandi út í loftið>

31/10/07 12:02

Upprifinn

Skrekkur. Er ekki allt í lagi heima hjá þér.

31/10/07 12:02

Offari

Uppi ég er alls ekki sammála þér að Sjálfstæismenn séu hálvitar þótt þeir hafi gerst vinstri sinnar á einni nóttu. Kapitalisminn hrundi þannig að sósialistinn var það eina sem hækt var að nota í þessu ástandi. En vertu rólegur þeir verða hægrisinnaðir aftur þegar ástandið lagast.

31/10/07 12:02

Grágrímur

ég bjó einu sinni einn og það var samt ekki í lagi heima hjá mér...

31/10/07 12:02

Huxi

Sem svar við þessum orðum Björns væri kannski best að benda á orðabelg Þarfagreinis hér fyrir ofan.
Það væri kannski affarsælast fyrir þjóðina að gera eins og Davíð vinur þinn Oddson lagði til þegar efnahagshrunið var að byrja hér á skerinu, að slíðra flokkspólitísku sverðin og mynda þjóðstjórn.

31/10/07 12:02

The Shrike

<Margkrotar X-D yfir allt félaxritið>

31/10/07 12:02

Upprifinn

ég er nú hræddur um að fyrr verði kaldur dagur í víti áður en að slík hreinsun sem þú talar um verði í Sjálfsstæðisflokki.

31/10/07 12:02

Upprifinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannað það með Óyggjandi hætti að honum er ómögulegt að stjórna ríkinu nema með því að stefna öllu heila klabbinu til helvítis með bravör.
Er það þetta minn kæri sem þú kallar kjánalega alhæfingu?

31/10/07 12:02

Upprifinn

Ef svo er þá má svo sem bæta orðunum [g]í núverandi mynd[/g] inn í setninguna: Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannað það með Óyggjandi hætti að honum er ómögulegt að stjórna ríkinu nema með því að stefna öllu heila klabbinu til helvítis með bravör.
á viðeigandi stað.

31/10/07 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta eru asnar, Guðjón.

31/10/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Jæja, á ég að lemja þig Uppi? Bara vinakveðja frá Valhöll!

31/10/07 13:01

Jóakim Aðalönd

Ef vinstristjórn hefði verið hér við völd undanfarin 17 ár, ætti enginn neitt! Allir væru ríkisstarfsmenn og allt væri í volli...

31/10/07 13:01

Stella Orlofa

( brosir út að eyrum og aðeins lengra... ÞETTA ER EKKI UM MIG)

31/10/07 13:01

Sundlaugur Vatne

Kæri vinur, Upprifinn.
Í þessari heimskreppu er það lán í óláni að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið við völd á Íslandi undanfarin kjörtímabil. Aðeins þess vegna vill svo til að núna er ríkissjóður skuldlaus og því viðbúnari nú en nokkru sinni áður að taka þessum skelli.
Við höfum bara til samanburðar áralanga óstjórn r-listans í Reykjavík og skuldasukkið sem þá viðgekkst.
Reyndar er bara til einn valkostur við Sjálfstæðisflokkinn og það er, að sjálfsögðu, Bændaflokkurinn. Undir stjórn Bændaflokksins væri landið sjáfum sér nægt um matvælaframleiðslu og enginn þyrfti að kvíða skorti auk þess sem fleiri myndu njóta þeirrar ánægju að búa í hinum smærri og dreifðari byggðum landsins.
Þinn vinur
Sundlaugur Vante
Sundkennari og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í hreppsnefnd Ýsufjarðar.

31/10/07 13:02

Upprifinn

Kæru vinir. Sundlaugur og Jóakim.
fyrst langar mig að komenta á koment Jóa.
Væri allt í volli? Maður klórar sér í höfðinu.
Varðandi það hvort að það er okkar lán að Sjallarnir hafa verið í stjórn þá efast ég um það.
undanfarin ár hefur vissulega verið góðæri, að hluta til vegna utanaðkomandi aðstæðna og að hluta til vegna verka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sem var við völd áður en DO kjaftaði sig inn á þing.
ég efast um að fyrirtækin í landinu hefðu náð þessu útrásarflugi ef hér hefði verið vinstri stjórn sérstaklega vegna þess að þá værum við bara að tala um Glitni sem einkabanka og það án FBA.
Hinir bankarnir væru ríkisbankar og hefðu varla farið í þessa vitleysu sem þeir hafa lagt í.
Ríkið mundi sjálfsagt skulda eitthvað en það ætti líka hitt og þetta á móti til dæmis bankana.
Úbbs. ég er víst kominn í hring. Ríkið á bankana og yfirvofandi er skuldsetning ríkisins sem aldrei fyrr.
Kær kveðja
Ykkar vinur
Upprifinn.
PS. ég var að átta mig á að ég á hlut í lánastofnun sem er að skila arði og sá hlutur var nú bara keyptur til að sýna samfélagslega ábyrgð. nú verður helsta barátta þeirrar lánastofnunnar að vaxa sjálfri sér ekki yfir höfuð og það sem mikilvægara er að vaxa ekki samfélaginu sem hún á að þjóna yfir höfuð.

31/10/07 14:00

Jóakim Aðalönd

Pólitíkusar eru óttaleg grey; alveg sama í hvað flokki þeir eru...

31/10/07 14:00

Sundlaugur Vatne

Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í orðaskaki um raunheimapólitík á þessum vettvangi.
Ég skal munnhöggvast við ykkur öll á baggalýzkum forsendum hvenær og hvernig sem þið óskið en hafna því að vera dreginn niður á raunheimaplan hér á Gestapó.

Upprifinn:
  • Fæðing hér: 29/9/05 23:51
  • Síðast á ferli: 29/8/23 02:32
  • Innlegg: 16116
Eðli:
Ómótstæðilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í því sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Æviágrip:
Fæddist hér feimin og undirgefinn um árið. kynntist skáldskaparmálum og ánetjaðist allsvakalega um tíma en hef nú náð þeim tökum á fíkninni að ég tek frekar túra en að liggja hér alla daga. Náði embættum í krafti frekju og peningagjafa til ákveðinna stofnanna auk þess að misnota takmarkaða skáldagáfu til hins ýtrasta.