— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Dagbók - 9/12/07
Af sauđfé.

Sauđfé heitir ýmsum nöfnum og ţá er ég ekki ađ tala um Gránu, Jörmu og Skakkhyrnu eđa hvađ ţćr heita nú blessađar.
Ég er ađ tala um ţađ ađ sauđkindur geta veriđ ćr, hrútar, lömb og til dćmis gemlingar.
Lömb eru svo ýmist lambhrútar eđa gimbrar en ţá er ónefnd geldféđ og sauđirnir sem eru ţó mun fágćtari nú til dags en áđur fyrr.

En ţađ má heldur ekki gleyma ţví ađ ţegar ađ sauđfé fer í taugarnar á manni ţá heitir ţađ rolla sama hvert kyn eđa aldur er.

Rollu ađ elta upp um fjöll,
ergir sálu mína.
Sumir halda ađ hún sé snjöll,
en hún er alger pína.

   (51 af 115)  
9/12/07 13:02

Herbjörn Hafralóns

Hann var góđur sauđfjárhryggurinn, sem ég borđađi í kvöld. Veit ég ţó eigi hvort hann var af lambhrúti eđa gimbur.

9/12/07 13:02

Upprifinn

ég át rollulćri og ţađ var ágćtt enda örugglega af gimbur ţar sem hrútar verđa ćvinlega óćtir.

9/12/07 13:02

Günther Zimmermann

Ekki ef mađur étur ţá áđur ein ţeir verđa kynţroska.

9/12/07 13:02

Upprifinn

Ţví miđur nćst varla nokkurntíman ađ slátra ţeim nógu snemma núorđiđ ţar sema ţeir vaxa svo vel í góđa veđrinu.

9/12/07 13:02

blóđugt

Ekki finnst mér neitt ađ lambhrútunum sem ég hef borđađ. Enginn munur á ţessu.

9/12/07 13:02

Upprifinn

Ţá ertu heppin
sumir virđast nefnilega ekki finna hrútabragđ á međan ađrir ţar á međal ég kúgast ef ađ ţeir láta slíkt upp í sig.

9/12/07 13:02

Hexia de Trix

Ég finn nú bara alltaf eitthvurt ógurlegt ullarbragđ, ađallega ţó ef ketiđ er upphitađ. Nýeldađ lambakjöt get ég vel étiđ og skiptir mig litlu hvers kyns greyiđ var í lifanda lífi.

En nautiđ er nú samt alltaf best!

9/12/07 13:02

albin

Ekki gleyma orđinu "Dilkur"

Sumir virđast ekki vita ţađ.

http://tinyurl.com/dilkur

9/12/07 14:00

Huxi

[Sker hrúta yfir félaxritinu]

9/12/07 14:00

Jarmi

Hvar finn ég ţessa 'Jörmu'?

9/12/07 14:00

krossgata

Er rolluskjáta eintak sem fer í taugarnar á manni eđa skárri en rolla?

9/12/07 14:01

Lopi

Ég á ćttir mínar ađ rekja til kindar.

9/12/07 14:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Tek undir međ dagbókarritara, ađ heitiđ "rolla" á viđ í neikvćđri merkingu. Ţessvegna fer yfirleitt i taugarnar á mér ţegar talađ er um ađ tiltekinn bóndi eigi svo & svo margar rollur, eđa orđalagiđ "ađ reka rollurnar á fjall". Ţarna vćru "kindur" eđa "fé" mun eđlilegri talsmáti. Aftur á móti er ekkert athugavert viđ ađ segja sem svo: "Ansans rollurnar tróđu sér í gegnum girđinguna".

Notkun orđanna "kýr" & "belja" lýtur í mínum huga sömu lögmálum, enda ţótt ekki sé ég mikill ađdándi nautgripa.

-
Ćvinlega met ég mest,
& mikiđ hef ţađ etiđ;
veturgamalt bragđast bezt
blessađ sauđaketiđ.

9/12/07 14:01

Günther Zimmermann

Óhóflega notkun nútíđarfólks á orđunum 'rolla' og 'belja' tel ég ađ megi ađ nokkru leyti rekja til ţess hversu framandi réttar beygingar orđanna 'kýr', 'ćr' og 'fé' eru téđu fólki.

Ţađ reynir minna á kvarnir ţessa arma fólks ađ segjast hafa étiđ belju en ađ segja sem var, ţađ ţađ hafi lagt sér kýrkjöt til munns.

Ágćt minnisregla er til um ţennan beygingarflokk; hún er sú ađ heiti kvendýra ţriggja dýrategunda, nautgripa, sauđfjár og svína, falla í flokkinn:
nf. kýr ćr sýr
ţf. kú á sú
ţgf. kú á sú
ef. kýr ćr sýr

Til gamans má velta ţví fyrir sér hvort kvenmannsnafniđ 'Ýr' ćtti ekki ađ beygjast eins, hér er Ýr, um Ú, frá Ú, til Ýr. Ýr er jú tekiđ af stofninum úr, sem merkir uxi, sbr. úruxi.

9/12/07 14:01

hlewagastiR

Nei, Günther, kvenmannsnafniđ Ýr - í fornmáli Ýrr - er af ijo-stofni kvenkynsorđa, en í ţeim beygingarflokki er nú einkum sérnöfn, t.d. Hildur, Unnur, Gerđur, Heiđur, Eir(r). Samnöfn hafa flest hrofiđ úr ţessum beygingarflokkiđ og fengiđ nefnifallsendinguna -i, og beygjast ţá eins og elli, sbr heiđi og Mosfellsheiđi gagnvar Heiđur og Ađalheiđur. Upphaflega sama orđiđ. Enn má ţó finna samnöfn í ţessum beygingarflokki, t.d. brúđur, ylgur, reyđur (=hvalur), vćttur. Oft eru ţessi orđ haldin fyrir karlkynsorđ af nútímamönnum, einkum vćtturin.
Beygingin nafnsins Ýr(r) er ţví ţessi:
Ýr(r)
Ýri
Ýri
Ýrar.
Hitt er rétt sem Günther nefnir ađ kvenmannsnafniđ Ýr(r) merkir einfaldlega: úruxakýr. Foreldrar sem gefa nafniđ halda ađ ţađ ţýđi bogi en rugla ţví ţá viđ karlkynsorđiđ ýr um ý frá ý til ýs. Slíkur ýr er bogi en nafnđ Ýr(r) er belja.

9/12/07 14:02

Günther Zimmermann

Jú, vissulega. En ég sagđi <i>til gamans</i>. Ţađ vćri skemmtilegra ađ beygja Ýr eins og kýr.

9/12/07 14:02

Jóakim Ađalönd

Gaman ađ skođa uppruna hlutanna og nafnanna. Takk fyrir ţetta Hlebbi og Timburmađur.

9/12/07 15:00

hlewagastiR

Satt segirđu, Timburmađur. Ţarna gerđi ég ţér ekki rétt til.

9/12/07 15:02

The Shrike

Ţiđ eruđ dásemd.

9/12/07 16:01

Golíat

Gaman ađ lesa athugasemdir sérfrđinganna. Takk.
Anars er sauđaketiđ alltaf best, ţađ er sínu bragđmeira en lambakjötiđ, einkum ef ađ er etiđ reykt, saltađ eđa td í ketsúpu. Lambiđ er hins vegar best á grilliđ.
Ţetta eru allt rollur á međan ţeim er smalađ. Láttu mig ţekkja ţađ; kom úr erfiđri smalamennsku um kl 23 í gćrkvöldi, tćpur á geđi og genginn uppfyrir hné.

9/12/07 16:01

Dexxa

Ég kem nú bara ekki nálćgt ţví ađ elta rollur hingađ og ţangađ..

9/12/07 18:01

Heiđglyrnir

Blessađar rollurnar, ekkert slćmt í ţeirri skepnu...Riddarakveđja.

Upprifinn:
  • Fćđing hér: 29/9/05 23:51
  • Síđast á ferli: 24/6/20 21:33
  • Innlegg: 16112
Eđli:
Ómótstćđilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Frćđasviđ:
Sérfrćđingur í ţví sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Ćviágrip:
Fćddist hér feimin og undirgefinn um áriđ. kynntist skáldskaparmálum og ánetjađist allsvakalega um tíma en hef nú náđ ţeim tökum á fíkninni ađ ég tek frekar túra en ađ liggja hér alla daga. Náđi embćttum í krafti frekju og peningagjafa til ákveđinna stofnanna auk ţess ađ misnota takmarkađa skáldagáfu til hins ýtrasta.