— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 2/11/05
Mínir Passíusálmar.

Ţegar Halli orti Passíusálmana hafđi hann samkvćmt sögunni átt viđ langvarandi ritstíflu ađ etja.<br /> Nú hef ég átt viđ svipađann vanda ađ stríđa en held ađ mér hafi tekist ađ vinna bug á honum.<br /> í tilefni af ţví ákvađ ég ađ senda ţetta sem ég yrki í orđastađ vina minna sem eiga oft erfitt á veturna.

lífsins trylltur dunar dans
ţó dökkir skuggar flakki
vita hvar í vitund manns
vafrar ţungur rakki

ţessi hundur ţjakar mig
ţegar einn ég skunda
í rökkri dimman refilsstig
og reiđur lífiđ grunda

bjart svo ljósiđ ţegar ţverr
ţá er erfiđ stundin
alla daga vakna verr
vil nú burt međ hundinn

von er til ađ vćnkist brátt
víst ađ ţessu gefnu
ađ sólin upp á himin hátt
halda ađ muni stefnu

ţá mun allt mitt léttast líf
loks til einhvers hlakka
af mér hlekki rakkans ríf
rís svo upp og ţakka.

   (102 af 115)  
2/11/05 01:02

Tina St.Sebastian

Ţetta ćtti ađ setja á segulstál ásmat Ţjúklings-riti krumpu og dreifa á öll heimili í landinu.

2/11/05 01:02

Jóakim Ađalönd

<div style=font-size:20px;position:absolute;left:40px;top:40px;width:200px;height:80p x;>Jóakim bezt!</div>Ţetta á svo sannarlega viđ í skammdeginu. Skál!

2/11/05 01:02

Billi bilađi

Takk fyrir mig.
Skál!

2/11/05 01:02

Húmbaba

Frábćrt, ţína skál!

2/11/05 01:02

Barbapabbi

Geyr garmur mjög
fyr Gnipahelli,
festur mun slitna
en freki renna.
.
Allt er gott sem endar vel - skál!

2/11/05 02:00

Offari

Skál kćri frćndi. Takk.

2/11/05 02:00

Vímus

Ţetta er magnađur sálmur og lýsir ótrúlega vel ţessum bölvađa rakka sem býr innra međ okkur öllum.
Ţessa stundina gćti ég ekki fundiđ eitt einasta ljótt orđ til ađ skella á ţig, sama hvađ í bođi vćri.
(Nema kannske allir heimsins vímugjafar)
Frábćrt!

2/11/05 02:01

hvurslags

<div style=font-size:20px;position:absolute;left:40px;top:40px;width:200px;height:80p x;>Jóakim bezt!</div>

2/11/05 02:01

Ţarfagreinir

Flott og ţörf nútímaútgáfa af ţessum bévuđu sálmum.

2/11/05 03:02

Skabbi skrumari

Glćsilegt... Salútíó...

Upprifinn:
  • Fćđing hér: 29/9/05 23:51
  • Síđast á ferli: 24/6/20 21:33
  • Innlegg: 16112
Eđli:
Ómótstćđilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Frćđasviđ:
Sérfrćđingur í ţví sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Ćviágrip:
Fćddist hér feimin og undirgefinn um áriđ. kynntist skáldskaparmálum og ánetjađist allsvakalega um tíma en hef nú náđ ţeim tökum á fíkninni ađ ég tek frekar túra en ađ liggja hér alla daga. Náđi embćttum í krafti frekju og peningagjafa til ákveđinna stofnanna auk ţess ađ misnota takmarkađa skáldagáfu til hins ýtrasta.