— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/05
Ömurð

Alltaf jafn upplífgandi.

-*-

Í hlekkjum eigin heljar,
-hugarburðar.
Stöðnuð, milli stendur
stafs og hurðar.
Gefur sig með gleði
til grjóts og urðar.

-*-

   (9 af 27)  
1/11/05 02:02

Þjóðólfur

Hrollvekjandi snilld.

1/11/05 02:02

Gimlé

Óhugnanlega flott.

1/11/05 02:02

B. Ewing

Gott verk og bleksvart. [Ljómar upp]

1/11/05 02:02

Rattati

Þetta er nokkuð hrollvekjandi. Beinskeitt. Fallegt.

1/11/05 02:02

Skabbi skrumari

Ljómandi... svart og sykurlaust...

1/11/05 02:02

Heiðglyrnir

Afar fallegt á sinn húmdökka og löngunarfulla hátt. Yndislegt.

1/11/05 02:02

Tina St.Sebastian

Þetta finnst mér eiga heima sem niðurlag mikils ljóðabálks. Minnir mig af einhverjum ástæðum á Maríu Farrar.

1/11/05 02:02

Sundlaugur Vatne

Glæsilegt, kæra skáldsystir. Þvílíkur hugblær.

1/11/05 02:02

Don De Vito

Ég er kjaftstopp.

1/11/05 02:02

Þarfagreinir

Það var og.

1/11/05 02:02

Tigra

Magnað.

1/11/05 02:02

Bölverkur

Alltaf skalt þú vera best!

1/11/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Vá! Svakalegt.

1/11/05 03:02

Vladimir Fuckov

Glæsilegt... svo glæsilegt að vor fyrstu viðbrögð voru að vona að þetta endurspeglaði raunveruleikann eigi of bókstaflega...

1/11/05 04:01

blóðugt

Allt endurspeglar raunveruleikann, bara misjafnlega mikið.

Takk fyrir mig.

1/11/05 04:01

Ugla

Djöfull ertu svöl stelpa.

1/11/05 04:01

Haraldur Austmann

Besta ljóð so far á Gestapó.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.