— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/05
Langferð

Hljóður áfram húmið klýfur,
hraðar skríður, nálgast brátt.
Öskrandi og áköf rífur
óvæg þögnin ró og sátt.

Þögull inn í sortann svífur,
sáran blæðir táragátt.
Örvæntingin áfram drífur,
undir niðar malbik grátt.

Uppgefinn við stýrið stífur,
starir kalt þó eygi fátt.
Hjartað veika þjáning þrífur,
þurreys sálar allan mátt.

Morgunroðinn margan hrífur,
en mæddan sem að þráir nátt,
ferðalangs, sem feigðarhnífur
flær og deyðir holdið þrátt.

   (13 af 27)  
3/12/05 04:01

fagri

Þetta kemst í dýrasta flokk á gestapó.

3/12/05 04:01

Jarmi

Jæja vinan. Maður hefur oft heyrt "don't quit your dayjob" þegar er verið að gefa til kynna að fólk sjúgi lemúrskít í því sem það gerir.

Því segi ég við þig, "quit your dayjob!"

Þú gætir ábyggilega lifað af því að skrifa ljóðabækur miðað við þessi 2 síðustu ljóð hérna! Massa breitt á frontinum!

3/12/05 04:01

B. Ewing

Úrvalsljóð sem á heima innan um þjóðskáldin.

3/12/05 04:01

Þarfagreinir

Blóð og dauði enn og aftur. Slík þema fara þér vel. Magnað.

3/12/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Magnad!

3/12/05 04:01

Offari

Ertu á leiðinni austur? Glæsilegt hjá þér.Takk.

3/12/05 04:02

Haraldur Austmann

Þú ert að mínu mati eitt besta ljóðskáld sem nú er uppi á Íslandi.

3/12/05 04:02

Barbapabbi

Þetta er alveg sérlega vel gert.

3/12/05 04:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Já, það er stormandi stíll yfir þessu kvæði.
Klifandi rímvinnslan ljær því einskonar bergmálsáhrif. Auk þess er önnur hljóðanotkun til fyrirmyndar - drungalegur en heillandi hljómur, sem magnar upp merkingu orðanna (e.t.v. póst-einarbenísk áhrif, með- eða ómeðvituð?).
Í öllufalli - sannkallaður sómasálmur.

3/12/05 04:02

Heiðglyrnir

Z.Natan sagði það svo rétt "Stormandi stíll" og sómasálmur..Glæsilegt blóðugt mín..Úje..!..

3/12/05 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað var blóðugt ,blóðugt

3/12/05 04:02

Vladimir Fuckov

Afar glæsilegt [Les kvæðið í enn eitt skipti].

3/12/05 01:00

Sæmi Fróði

Þú átt allt hrós skilið, ég mæli með að þú haldir áfram á þessari braut.

3/12/05 01:01

Pottormur

Þetta er massasálmur!!!

3/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Þetta er snilld... jafnvel Schnilld... Salútíó...

3/12/05 01:01

Sundlaugur Vatne

[Hneigir sig í auðmýkt fyrir stórskáldinu]
Ég er þess ekki verður að heita skáld í þínum félagsskap. Ég væri þakklátur fengi ég að ydda blýantinn þinn.

3/12/05 01:01

blóðugt

[Roðnar og blánar] Ég bjóst nú ekki við svona viðbrögðum. Þið farið hamförum í hrósinu, ég kann ekki að taka svona. Ég er þakklátari en þið getið ímyndað ykkur.

Takk fyrir mig.

3/12/05 02:01

Vímus

Jahá! Það er ekki oft sem kjafturinn á mér klikkar.
Blóðugt vertu hróðugt!

3/12/05 06:01

Bölverkur

Dýrðlegt!

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.