— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/05
Fullkominn

Ljós hann var og ljúfari en flestir.
Augun bláu unaðsleg.
Engir voru lestir.

Sítt var hárið silkimjúkt og liðað.
Allar lífsins áhyggjur,
aðeins hann gat friðað.

Nætur dimmar nutumst við í leynum.
Saman runnu sálirnar,
sögðum ekki neinum.

-*-

Fallegur og friðsæll hvílir drengur.
Enga framar elskar mey,
né andann dregur lengur.

   (14 af 27)  
3/12/05 01:01

Tina St.Sebastian

<Grenjar>

3/12/05 01:01

dordingull

Les alltaf síðustu blaðsíðuna fyrst. Því ef sagan endar illa vil ég ekki lesa hana. [Fer að skæla]

3/12/05 01:01

Haraldur Austmann

Þetta er svo fallegt að ég á ekki orð.

3/12/05 01:01

Jarmi

[Hleypur í sturtu svo enginn sjái tárin]

Afskaplega fallegt hjá þér.

3/12/05 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Dásamlegt

3/12/05 01:01

dordingull

Fyrirgefu! Stundum starfar ekki nema önnur kvörnin í einu og ég gleymi því sem mestu máli skiptir.
Bráðfallegt ljóð.

3/12/05 01:02

blóðugt

Er Nornin Strákur?

3/12/05 01:02

blóðugt

Takk annars, þið eruð svo góð!

3/12/05 01:02

dordingull

Er Nornin Strákur?

Það er kústurinn sem oftast talar. [Brosir út að eyrum]

3/12/05 01:02

Þarfagreinir

Afsakið, svo virðist sem að ég hafi andsett Nornina í augnablik. Það sem ég sagði þegar ég tók mér bólfestu í henni var:

Ef ég ætti einhver orð myndi ég deila þeim með þér, Haraldur, en ég er jafn fátækur á þau og þú núna.

3/12/05 01:02

Ugla

Tókstu þér bólfestu í Norninni?
Hvernig gengur svoleiðis lagað fyrir sig?

3/12/05 01:02

Þarfagreinir

[Neitar að tjá sig frekar um þetta mál]

3/12/05 01:02

Kondensatorinn

Magnað ljóð.

3/12/05 01:02

Nermal

Bólfesta, er það eitthvað svona bondage dæmi? En ljóðið er mjög fallegt. Snertir manns innri hjartastrengi

3/12/05 01:02

Vladimir Fuckov

[Setur í gang rannsókn á vegum leyniþjónustu forsetaembættis Baggalútíu á hugsanlegu 'identity theft' (hvað er þessi nýja tegund þjófnaðar aftur kölluð ?) og/eða þjófnaði á tölvu].

3/12/05 01:02

Vladimir Fuckov

PS Vjer gleymdum að geta þess að sálmur þessi er góður.

3/12/05 01:02

Nornin

Já það er frekar óþægilegt að vera andsetin!
Ég mæli ekki með að þið reynið þetta... aðeins atvinnumenn eins og ég þola svona yfirgang!

Annars er ljóðið tregafullt og framkallaði gæsahúð á mér.

3/12/05 01:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Fagurlega kveðið, stílhreint & vandað. Takk fyrir.

3/12/05 02:00

Tina St.Sebastian

Mitt komment virðist hafa horfið.
Ég man ekki hvað ég sagði, en ég táraðist nánast við lestur þessa ljóðs.

3/12/05 02:00

Pottormur

Ég tárast

3/12/05 02:00

Heiðglyrnir

Vá..!.. Elsku blóðugt mín þeta er æðislega flott hjá þér.. já og bara aftur vá..!..

3/12/05 02:01

Furðuvera

Yndislegt, fallegt, allt saman bara. Vá.

3/12/05 02:01

hundinginn

Dulúðin ein. Fagurt.

3/12/05 02:01

blóðugt

Voða eruð þið öll yndisleg, takk fyrir mig.

3/12/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Thetta er eins og Nornin sagdi, tregafullt og fallegt. Gullmoli í safnid.

3/12/05 02:01

Skabbi skrumari

Frábært... glæsilegt... mikilfenglegt... salút.

3/12/05 02:01

Offari

Flott Takk.

3/12/05 02:02

Lopi

[Fær gæsahúð]

3/12/05 02:02

Vladimir Fuckov

Ætli Jóakim hafi fengið andahúð ?

3/12/05 03:01

Sundlaugur Vatne

[Fær korn í bæði augun]
Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan kveðskap. Lesið og þið munuð skilja hvað gerir ljóð að ljóði.
Mikið tregar þú, kæra skáldsystir.

3/12/05 03:01

Sæmi Fróði

Þú ert stórskáld og það er heiður af því að fá að njóta þín hér.

3/12/05 03:01

Don De Vito

Akkúrat það sem ég ætlaði að segja.

3/12/05 03:02

Óðinn

Á ekki mörg orð yfir þetta en eitthvað sem er fallegt sinnum 100 kemst nálægt því, hvaða orð er það annars?

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.