— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Pæling.

Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir.

Það er nú svo í henni veröld að til er allskonar fólk (svipaða fullyrðingu setti ég fram um foreldra hérna einu sinni). Sjálf hef ég kynnst allskonar fólki og verið svo heppin að fáir hafa gert mér einhvern óleik og að ég held enginn gert mér neitt svo stórkostlegt að það verði ekki fyrirgefið með tíð og tíma (þó ekki sé endilega kominn tími á það enn).

Sumir vilja manni aðeins vel, öðrum er alveg sama. Enn aðrir vilja ráðskast með mann og sumum er bara algjörlega ógerlegt að átta sig á. Hvað gengur þeim til? Er viðkomandi virkilega svona útsmoginn, eða er þetta bara óviljandi? Situr hann heima og hlær að peðunum sem hann hefur dregið inn í ráðabrugg sitt, sigri hrósandi yfir því að hafa nýtt sér trúgirni þeirra að fullu? Er hann þess fullviss að með persónutöfrum sínum geti hann fengið alla á sitt band? Er hann svo veruleikafirrtur að hann gerir sér ekki grein fyrir því að ef hann segir „sannleikann“ aldrei eins þá fari fólk bráðum að átta sig á hans eigin mótsögnum? Er honum kannski alveg sama um það?
Er það ætlunarverk hans að fara sem stormsveipur um líf annarra? Gera sig þar ómissandi og skera sig svo burt frá öllu saman eins og útlim af líkama þeirrar einingar sem hann tilheyrði? Ætlar hann að skilja „félaga“ sína eftir, einfætta og haltrandi? Bara af því það er... hvað? ... gaman?
Er hann svo óforskammaður að hann geti klökknað í símann þegar hann segir manni hve góður vinur maður hefur verið honum, hve gott sé að eiga einhvern að sem hann getur treyst? Skellir hann svo á og hugsar með sér hlæjandi; „hvílíkur asni“ ? Er hann svo góður leikari, lygari, að hann geti sannfært mann um hvað sem er? Heldur hann sig virkilega svo merkilegan að enginn geti leyft sér að hverfa úr hans lífi nema með hans eigin skilyrðum, á hans forsendum? Heldur hann sig svo merkilegan að brotthvarf hans úr lífi annarra verði að vera dramatískt og „þeim að kenna“ ? Er hann svo svívirðilega ógeðslegur að hann sjái sér ekki fært annað en að draga mann niður í svaðið með honum? Lýgur hann upp á mann án þess að blikna? Heldur hann að við séum öll svo vitlaus að við sjáum ekki í gegnum hann, jafnvel þó það sé orðið of seint?

Betra er seint en aldrei.

Eigum við að trúa því að þetta sé bara einstaklingur sem á bágt? Þetta hljóti bara að hafa atvikast svona, enginn geti verið svona útsmoginn, þetta sé allt tilviljun sem vatt bara svona upp á sig?

Er það hámark trúgirninnar, heimskunnar, að halda því fram að enginn í manns daglega lífi geti verið svona vond manneskja?

Pæling.

   (21 af 27)  
1/11/04 07:01

Isak Dinesen

Hver var aftur spurningin í miðjunni?

1/11/04 07:01

blóðugt

[potar í vömbina á Isak]

1/11/04 07:01

Nermal

Verst er þó fólkið sem varla áttar sig sjálft á því hvort það er að segja satt eða ekki.

1/11/04 07:01

Don De Vito

Það er enginn maður svona! [Reynir að virka mjög sannfærandi]

1/11/04 07:01

Heiðglyrnir

[Tekur 10 mín. upphitunar kötu með sverðinu, klýfur 8 stöðumæla alveg niður í gangstétt. Á götunni glampar á koparlitaða hundraðkrónu peninga sem tvístrast út um allt... RAWR...!..]

1/11/04 07:01

Hvæsi

Merkileg pæling, og merkileg athöfn hjá riddara.
[Fer út að leita að klinki]

1/11/04 07:01

Anna Panna

Áhugaverðar pælingar. Ég held að það sé enginn alslæmur (nema viðkomandi sé algjörlega siðblindur) en sumir virðast eiga auðvelt með að gera ýmislegt á hlut annarra ef þeir þurfa ekki að horfast í augu við þá sem verða fyrir því...

1/11/04 07:01

Heiðglyrnir

Hvæsi minn, Riddarinn þolir ekki ef e-r utanaðkomandi er með leiðindi við Gestapóana hans. [Svoleiðis bara verður ekki liðið, klýfur einn stöðumæli í viðbót til undirstrikunar..!..]

1/11/04 07:01

Hvæsi

[Hneigir sig fyrir riddaranum og lemur í annann stöðumæli og brýtur á sér hendina]
ÁÁÁiiii.
[Fattar að hann á langt í land í að verða hraustur riddari]

1/11/04 07:01

Hundslappadrífa í neðra

[veltir fyrir sér hver hafi verið að véla blóðugt]Ég skal sko lemjann!!!!

1/11/04 07:02

Skoffín

Og ég hjálpa Drífu! [krafsar í mölina undir klónum]
Án gríns, mér leikur forvitni á að vita hvort þessi pæling sé innblásin af einhverjum spes einstaklingi. Ég hef vissulega komist í kynni við fólk sem passar við þessa lýsingu upp að einhverju marki en ég treysti mér engan veginn til þess að fullyrða um það hvort illska geti verið svona hrikaleg þótt hún nálgist það stundum. [starir þegjandi út í loftið]

1/11/04 07:02

Limbri

Nei, ég er enginn engill heldur.

[Dæsir]

En þetta er vel skrifað. Þægilegt aflestrar.

-

1/11/04 07:02

Glúmur

Það er vissulega til slæmt fólk hér í heimi. Það getur reynst manni afar erfitt að greina á milli þeim sem vilja manni gott og þeirra sem hika ekki við að særa mann eða skaða ef þá grípur löngun til.
Besta ráð sem ég get gefið þér er að ef þú ert í vafa þá hefurðu líklega ástæðu til þess, því skalta hafa varan á þar til vafinn hverfur, halda vissri fjarlægð og forðast að koma þér í varasamar aðstæður.

1/11/04 07:02

Sundlaugur Vatne

Finnst þér í alvörunni ég vera svona vondur?

1/11/04 08:00

Lærði-Geöff

Ef ég er í vafa með heiðarleika fólks þá oftast vel ég það að treysta því ekki. Það fer þó líka eftir því hversu vel ég þekki viðkomandi. Það getur líka mjög vel verið að ég hafi oftar en ekki véfengt góðar manneskjur og túlkað ætlanir þeirra vitlaust.

1/11/04 08:01

blóðugt

Sumir eru bara svo snilldarlega lúmskir að maður efast ekki um heiðarleika þeirra fyrr en það er of seint.

1/11/04 08:01

Sæmi Fróði

Já þetta er erfitt líf, sem betur fer eru þó flestir góðir!

1/11/04 08:02

Jóakim Aðalönd

Ég nota thá adferd ad stimpla alla sem fífl thegar ég kynnist theim fyrst. Thá verd ég ekki fyrir vonbrigdum. Ég sé thad oftast út á 5 mínútum fyrstu kynna hvort ég hafi áhuga á ad kynnast manneskjunni betur.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.