— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/06
Tvær stúlkur og eitt plastmál.

Hér á eftir fara örlitlar hugleiðingar mínar um hin ýmsu mál, héðan og þaðan.

Það þykir víst flott að vera sólbrún/n allan ársinshring í dag, og þar sem lega í ljósabekkjum er bæði tímafrek og talin óholl þá er vinsælt að nota brúnkukrem, nú tek ég fram að ég hef megna óbeit á kremum sama til hvers þau eru nema kannski á köku og hef ég því enga reynslu í þessum efnum, en það er víst ekki sama hvaða brúnkukrem fólk notar því samkvæmt einni auglýsingu sem er fyrir Brazza-brúnku, þá er það bezta fáanlega kremið það skilur nefninlega ekki eftir sig appelsínugular rákir, það smitast ekki í föt og gefur þar að auki fallega og eðlilega brúnku á aðeins einni mínútu, bíddu, bíddu fallega og eðlilega, á einni skitini mínútu, ég á bara svolítið erfitt með að trúa að krem geti gert það á einni mínútu sem sólin gerir á nokkrum dögum, sættum okkur bara við það að sólin kemur á sumrin og þá getum við verið fallega útitekinn, burt með brúnkukrem.

Mér var á dögunum sýnd síða á veraldar vefnum þar sem safnað hafði verið saman myndböndum af viðbrögðum fólks, allskonar fólks, við öðru myndbandi, það myndband fann ég svo síðar og kíkti á, viðbrögð fólksins sem var að horfa voru öll á svipaða lund, fólkið horfði fyrstu sekúnturnar bara svona nokkuð eðlilegt, ég tek fram að það sést ekki hvað fólkið er að horfa á, en mjög fljótlega byrjar fólk að kúgast, og það ekkert lítið sumir standa upp frá tölvunum sínum aðrir líta undan en allir koma aftur eða líta aftur á skjáinn einungis til að kúgast meira, sumir kasta nánast upp. Ég verð að viðurkenna að ég varð forvitinn og fann einsog áður sagði þetta myndband, og það horfði ég á í svona 10-12 sek. þá fékk ég nóg og slökkti á því, það sem ég ekki skil er hversveggna fólkið hélt áfram að horfa, þrátt fyrir að vera nánast að æla af ógeði ? Ég hef ekki áhuga á að pína sjálfan mig í eitthverja óþarfa óþæginda aðstæður og hef vit á að forða mér.
Fyrir forvitna þá heitir þetta ógeðfelda myndband: Tvær stúlkur og eitt plastmál.

Nú líður að jólum, en samkvæmt auglýsingum frá sumum verslunum hafa jólin verið handan við hornið síðan í vor.
Ég er ekki mikill jóla kall og vil hafa jólasteminguna einungis á svokallaðri aðventu, það er bara ekkert betra að byrja jóaundirbúninginn fyrr, það lengir bara þann tíma sem fólk hefur til að stressa sig upp veggna þessara jóla, allir brjálaðir og allt verður að gerast fyrir jól, hvaða ands... endapunktur eru þessi jól að verða, nýtt bað fyrir jól, nýtt á gólfin fyrir jól og allt eftir þessu, verður að klárast fyrir jól, bíddu koma engir dagar eftir jól, er allt búið eftir jól, já ég held bara að ég segi eins og Trölli sagði hér um árið, "Ég verð að sjá til þess að það komi engin jól".
Þá kannski þá áttar fólk sig á jólunum, svona eins og fólkið í "Þeim bæ er hét Þorp"

Ég þakka.

   (7 af 10)  
2/11/06 04:00

krossgata

Eru ekki allir dagar fyrir jól, nema kannski jólin?

2/11/06 04:00

Vladimir Fuckov

Hvenær hætta dagar að teljast vera eftir jól og fara að vera fyrir jól ? Seint í júní ?

2/11/06 04:00

Tumi Tígur

Tvær stúlkur og eitt plastmál, ég fékk slóðina inn á það myndsekið sent um daginn. Horfði á fyrstu u.þ.b. 10 sekúndurnar og fékk nóg. Get engan veginn skilið hvernig fólk getur mögulega fengið það af sér að gera svona lagað.

Annars eru þetta ágætis pælingar.

2/11/06 04:01

Jarmi

Helvítis fjandi. Nú hreinlega verð ég að sjá þetta myndskeið og ef ég fer að gráta þá er það þér að kenna.

2/11/06 04:01

Jarmi

...fjandinn hafi þig Ríkisarfi.

2/11/06 04:01

Grágrímur

Hafði séð þennan ófögnuð og shit! (bókstaflega). Andskotans viðbjóður.

2/11/06 04:01

krossgata

Mér er alveg sama hvað þið reynið ég ætla ekki að horfa á þetta. Hvar er svona ógeðslegt?

2/11/06 04:01

Jarmi

Á ég að senda þér einkapóst með tengli krossa?

Nei annars, ég get ekki gert þér það.

2/11/06 04:01

Regína

Þetta hlýtur að vera allsvaklegt fyrst Jarmi þolir þetta ekki heldur. [ Er ekkert forvitin ]

2/11/06 04:02

Jarmi

Sama hvað þú myndir reyna að búa þig undir að sjá þetta... þá mun þér blöskra þegar kæmi að því að í horfa.

Ég ráðlegg öllum sem ekki hafa séð þetta að halda því bara áfram.

2/11/06 04:02

Grágrímur

Sammála!
þó forvitnin sé mikil þá trúið mér að lífið er betra og tilveran bjartari ef maður sér þetta ekki...
[missir trunna á mannkynið]

2/11/06 04:02

krossgata

En af hverju segið þið ekki bara hvað er svona ógeðslegt?

2/11/06 05:00

Ríkisarfinn

Sumt er bara betra að segja ekki.
Og Jarmi í fimmta orði í belg, sömuleiðis kallinn, sömuleiðis.

2/11/06 05:00

Jarmi

Af hverju "sömuleiðis"? Hvað hef ég gert þér?
Allavegana ekki vekja athygli þína á hryllilega viðbjóðslegu myndskeiði.

2/11/06 05:01

Þarfagreinir

Ég hef nú séð margt verra á alnetinu en tvær stúlkur og eitt plastmál ...

2/11/06 05:01

kolfinnur Kvaran

eðalklám

2/11/06 06:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gott mál - skál ! [Lyftir plastmáli]

2/11/06 06:01

Reynir

Alltaf sama sumarskapið hjá þessum náunga. Leggst alltaf á gólfið og slekk ljósin þegar hann bankar uppá.

2/11/06 07:00

Salka

Ég er sammála þér um sólbrunkuna, mér finnst, í alvöru flott að vera föl um vetur og með lit um sumur.
Veit ekki um hvað myndbandið sem þú nefnir snýst, en samkvæmt lýsingu þinni, langar mig ekki að sjá´ða.
Ég skil ekki þetta jóla stress. Afhverju er það? Nýtt allt og hvað? Er ekki í lagi með fólk almennt?
Er tímatal okkar að verða úrkynjað? Allt í einu er farið að miða við fyrir jól og eftir jól!
Einu sinni var tímatal miðað við árstíðir, vorverk, haustverk. Sumar- og vetrarverk.

Góð pæling samt.

2/11/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Þegi þú illgresið þitt!

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833