— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/08
Tvískinnungur

Síđasta föstudagskvöld ţá horfđi ég međ öđru auganu á verđlaunaafhendinguna "Scream awards" á Skjá 1. Ţarna var veriđ ađ verđlauna fyrir ýmis afrek á sviđ hryllingsmynda, vísindamynda og ćvintýramynda. Sumsé kvikmyndir sem eru tćpast taldar nćgilega "fínar" ađ mati kvikmyndaspekinga. En ţađ er annađ mál. Ţarna voru sýnd ýmis myndbrot ţar sem skrímsl, limlestingar og blóđbađ ýmskonar lék stórt hlutverk. Mörg hver voru ţau ćđi ósmekkleg. Ekki samt svo ađ skilja ađ ţetta hafi valdiđ mér einhverjum komplexum eđa martröđum. Hitt fannst mér hallćrislegt ađ ef einhver sagđi orđ eins og "fuck" ţá var pípađ yfir ţađ. Ţađ er semsagt verra í henni Ameríku ađ heyra hiđ skelfilega orđ "fuck" en ađ sjá fólk sundurhlutađ og étiđ af uppvakningum. Er ţetta eđlilegt?

   (13 af 97)  
1/11/08 19:02

Regína

Nei.

1/11/08 19:02

Upprifinn

kaninn er klikk, vita ţađ ekki allir?

1/11/08 21:00

Bleiki ostaskerinn

Jájá.. Ţegar mađur verđur sjálfur blóđţyrstur uppvakningur ţá ţarf mađur samt ađ passa orđalagiđ.

1/11/08 21:00

Dula

Já ţetta er fullkomlega eđlilegt í usa, Hvernig getur mađur veriđ ósammála 300 milljónum [glottir einsog fífill]

1/11/08 21:02

Madam Escoffier

Kannski, kannski ekki. Ég býst viđ ađ viđ myndum sperra eyrun ef ađ í annarri hvorri setningu vćri orđin ríđa, mök eđa serđingar.

1/11/08 23:02

Kargur

En ţannig er ţađ nú reyndar í bandaríkjahreppi.

2/11/08 05:01

Jarmi

Ţađ held ég nú ađ ţau megi sjálf ráđa hvernig ţau hafa ţetta.

Nermal:
  • Fćđing hér: 24/9/05 16:56
  • Síđast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eđli:
Einn af örfáum sem ekki er ţjáđur af ţágufallssýki
Frćđasviđ:
Alskyns fánýtur fróđleikur, gagnslausar orđlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Ćviágrip:
Ekki er margt vitađ um uppruna Nermals. Ţó er vitađ ađ hann fannst í sífrera í norđanverđri Síberíu. Ţar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Taliđ er ađ skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining međ geislakolsađferđ hefur ekki boriđ árangur.