— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/07
Halla

Smá saga svona fyrst allir eru farnir ađ skrifa

Hć, ég heiti Halla. Ég er sex ára...en ég verđ bráđum sjö ára. Ég er stór stelpa. Ég bý međ mömmu og nýja manninum hennar.
Hei... ţađ er kominn matur. Ég sest viđ borđiđ. Mamma setur súpudisk og brauđsneiđ á borđiđ. Svo tekur hún diskinn sinn og labbar inní stofu. Ţar er tölvan hennar.... Hún mamma er vođa mikiđ í tölvuni...Ég vil ekki trufla mömmu ţegar hún er í tölvuni. Ţá verđur hún nefnilega stundu reiđ og skammar mig. Ţađ er ekki gaman. Jćja, best ađ borđa súpuna. Ojjjjjj ţetta er ekki góđ súpa. Eiginlega bara mjög vond súpa. En brauđiđ er gott svo ég borđa ţađ. Mamma kallar á mig úr stofuni "Halla!! borđađu matinn ţinn!!" Ég borđa nokkrar skeđar í viđbót. Ţessi súpa er vođa vond. Nú heyri ég í Simpsons í sjónvarpinu, mér finst gaman ađ horfa á Simpsons, en ég er ekki búinn međ matinn minn. Ef ég fer frammí stofu núna mun mamma skamma mig. Mamma kallar aftur..BORĐAĐU MATINN ŢINN!!. Ég held ađ hún sé pínu reiđ núna. Nú kemur mamma inní borđstofuna. Hún segir: Halla ţú ert búin ađ sitja hérna í hálftíma og ert ekki búin ađ borđa súpuna ţína. Mig langar ađ segja ađ mér finnist súpan vond, en ég ţori ţađ ekki. Borđađu matinn!! Nú er mamma ađ verđa reiđ. Hún labbar fyrir aftan stólinn minn. Hún tekur skeiđina og byrjar ađ mata mig. Mig langar til ađ gráta. Súpan er svakalega vond. Önnur skeiđ og önnur. Ég verđ ađ borđa ţessa vondu súpu alla.

Nú má ég standa upp. Mamma er ekki ánćgđ. Hún segir mér ađ fara ađ hátta. Ég fer inní herbergi og fer í náttfötin mín og labba svo inná bađ, bursta tennurnar mínar og pissa. Ţetta get ég alveg ein. Ég fer frammí stofu. Mamma er í tölvuni. Ég segi góđa nótt viđ mömmu. Mamma lítur ekki uppúr tölvuni en segir góđa nótt. Ég fer uppí rúmiđ mitt. Tárin falla á koddann minn. Mamma má ekki sjá mig gráta.

   (31 af 97)  
5/12/07 01:02

Upprifinn

Ljótt ađ heyra hvernig gestapóiđ fer međ sumar mömmur.

5/12/07 02:00

Jarmi

Já. Ţetta var mun betra rit en ég bjóst viđ. Viđunnandi myndi ég segja.
Ţó má alltaf gott bćta. Ef ţú slakar ađeins á ţví sem augljóst er og bćtir viđ ţví sem enginn veit, ţá muntu fćrast nćr 'snilldinni'.
Gott engu ađ síđur.

5/12/07 02:00

Dula

Úff, eins gott ađ ég er góđur kokkur !

5/12/07 02:00

Jóakim Ađalönd

Flott saga hjá ţér Halla mín... ég meina Nermal minn.

5/12/07 02:01

Garbo

Góđa saga.

5/12/07 02:01

Snabbi

Afar falleg saga. Einhver ljúfsár tónn.Nermal skipar sé hér međ á skáldabekk međ Aulanum og Dulunni sem fram til ţessar hafa veriđ meistarar reynslubókmenntanna hér á Gestapó. (Nć í gamla rauđköflótta snýtuklútinn sem ég erfđi frá langafa).

5/12/07 02:01

albin

Dula: Skilgreindu "góđur kokkur" [Glottir eins og fífill]

5/12/07 02:01

Dula

albin, komdu í mat og ég skal bara sýna ţér.[ljómar einsog fífill]

5/12/07 02:01

Texi Everto

Vel skrifađ - öll ţekkjum viđ Höllu og mömmu hennar

5/12/07 03:00

Jóakim Ađalönd

Ég lifđi á Makkdónalds í ţrjú ár og mér hefur sjaldan liđiđ betur en einmitt ţá...

5/12/07 03:00

Bleiki ostaskerinn

Auminigja Halla litla.

5/12/07 06:01

Rattati

Dula er góđur kokkur!

5/12/07 07:00

Dexxa

Hún Halla litla á greinilega ekki auđvelt líf

Nermal:
  • Fćđing hér: 24/9/05 16:56
  • Síđast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eđli:
Einn af örfáum sem ekki er ţjáđur af ţágufallssýki
Frćđasviđ:
Alskyns fánýtur fróđleikur, gagnslausar orđlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Ćviágrip:
Ekki er margt vitađ um uppruna Nermals. Ţó er vitađ ađ hann fannst í sífrera í norđanverđri Síberíu. Ţar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Taliđ er ađ skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining međ geislakolsađferđ hefur ekki boriđ árangur.