— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/06
Guđjón

Ég fann viđ grams í skúffu hjá mér sögu sem ég skrifađi fyrir lágmark 10 árum síđan. Svona til gamans ćttla ég ađ deila henni međ ykkur.

Ég var á gangi í Reykjavík ţegar ég fékk allt í einu líka ţessa skýnandi hugmynd. Ég áhvađ ađ kaupa mér trompet. Ég hljóp af stađ og stađnćmdist ekki fyrr en ég stóđ á öndini fyrir framan hljóđfćraverslun eina. Ég gekk inn. Afgreiđslumađurinn var lítill, feitur, međ stóreflis eyru og alveg ótrúlega mikkla flösu. Á littlu spjaldi á peysuni hans stóđ nafniđ Guđjón. Hann spurđi mig hásri röddu hvort hann gćti ađstođađ. Útúr honum lagđi ţvílíkustu andremmuna ađ mér var skapi nćst ađ segja ađ hann ćtti nú fyrst ađ ađstođa sjálfann sig viđ ađ kaupa flösusjampó og tannkrem. Ég sagđi ađ mig bráđvantađi trompet. Trompet?, át hann upp eftir mér eins og hann hefđi aldrei heyrt um slíkt apparat. Villtu ţjóđlaga trompet eđa klassískann trompet. Ég hafđi nú takmarkađa ţekkingu á trompetum en efađist stórlega um ađ ţessar týpur vćru til. Já, sagđi ég. Trompet.. fá hann fimmgíra, međ rafrćnni kúplingu og vatnskćldu munnstykki, sagđi ég og var ađ sjálfsögđu ađ bulla eins mikiđ og mér framast var unnt. Hmmmm umlađi í keppnum. Hann klórađi sér í höfđinu og flösuna snjóađi niđur á axlirnar á honum. Ég kíki í tölvuna.

Ég átti varla orđ. Hvernig gat svona heims mannvera fengiđ vinnu í hljóđfćraverslun? Mér fannst sem hann ćtti betur heima uppí háskóla, ţá geymdur í formalíni. Hann hamrađi eitthvađ í tölvuna og sagđi svo: Nei ţví miđur, viđ eigum engan svona trompet, en ég get alveg pantađ hann frá verksmiđjuni. Já, ţađ er ágćt hugmynd, ég vildi gefa honum smá séns á ađ sanna ađ hann vćri ekki heimskari en dós af hundamat í Bónus. Hann greip penna og spurđi, Hvađ er nafniđ? Mike Tyson svarađi ég og glotti eins og hákarl.Er Tyson skrifađ međ y eđa i spurđi hann. Međ y svarađi ég. Hann skrifađi niđur nafniđ. Heimilisfang? Nú var ég nćstum viss um ađ óhreynindin undir Adidas skónum mínum vćru gáfađri en ţessi gutti. Heima já.... Ég á heima ađ Spikfjöllum 946-212-Z. Hann blikkađi ekki auga og skrifađi ţetta samviskusamlega niđur. Símanúmer? 555-8903467x007 svarađi ég. Kennitala? Ef Guđ skapađi ţennann mann, ţá hlýtur hann ađ hafa veriđ í fúlu skapi eđa heilarnir hreinlega veriđ búnir. Kennitalan mín er 220604-2239, svarađi ég, ţó ég ćtti augsýnilega marga áratugi eftir í ţann aldur.

Hann skrifađi allt bulliđ niđur og rétti mér svo blađiđ og bađ mig ađ undirrita. Skriftin hanns var verri en hjá hreifihömluđum simpansa í jarđskjálfta. Ég krotađi nafniđ Boris Jeltsin á snepilinn og rétti honum síđan. Hann leit á blađiđ en gerđi enga athugasemd. Nú áhvađ ég ađ gera hiđ algera test. Ég gekk ţví ađ stórum og rándýrum hljómfluttningstćkjum sem voru í hillu ţarna og spurđi kallinn, Kosta ţessar grćjur bara 3200 krónur. Hvađ segir miđinn sem er viđ ţćr? Ég tók miđa sem var ţarna viđ krullujárn og setti viđ tćkiđ. Hann kom ađ hilluni og jákkađi ţessu öllu. Má ég ekki bara taka ţessar sem eru í hilluni? nenni ekki ađ ţurfa ađ losa mig viđ alla kassana sko. Ekkert mál sagđi kallinn og brosti tannskökku brosi. Ég hálf skammađist mín fyrir ađ misnota mér svona heimsku einhvers, en rétti honum 3200 krónur. Hann sló 3200 inn í kassann og bliknađi ekki viđ ađ ég var ađ fá grćjurnar á 2% af raunvirđi. Ég staflađi grćjunum í fangiđ og gekk út. Ţarna verđ ég ađ versla jólagjafirnar, sagđi ég viđ sjálfann mig og skokkađi áleiđis af stađ heim međ nýju grćjurnar mínar.

   (42 af 97)  
31/10/06 10:02

Andţór

Ţetta er sniđugt, fyndiđ og mjög velkomiđ. Takk fyrir mig.

31/10/06 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk Flott!

31/10/06 10:02

Anna Panna

Skemmtileg saga! Mig klćjar reyndar í puttana af löngun til ađ laga stafsetningarvillurnar en sagan er virkilega fín, ţú ćttir ađ gera meira af ţessu.

31/10/06 10:02

krossgata

Sagan minnir mig á öfugmćlavísu ađ öđru leyti tek ég undir orđ Önnu Pönnu,

31/10/06 10:02

Ţarfagreinir

Ţú ert sjálfur Guđjón bakviđ tjöldin!

31/10/06 10:02

Vladimir Fuckov

Nei, hann er Glúmur.

31/10/06 10:02

Offari

Ţetta var skemmtileg saga hjá ţér. Hvar vinnur ţessi Guđjón í dag?

31/10/06 11:00

Jarmi

Ertu bara sextán ára?

31/10/06 11:01

Billi bilađi

Ţetta hafa veriđ ansi fínar grćjur á 160.000 fyrir áratug síđan. <Klórar sér í höfđinu>

31/10/06 13:00

Hrani

Takk fyrir síđast.

31/10/06 13:01

Nermal

Takk fyrir hrósiđ allt. Biđst velvirđingar á óhugnarlega mörgum stafsetningarvillum. Held ađ ég hafi netta skriblindu.

31/10/06 15:00

lappi

Ertu ekki eldri, ég sem hélt ađ ţú vćrir kominn á eftirlaun.
Annars , -flott saga.

Nermal:
  • Fćđing hér: 24/9/05 16:56
  • Síđast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eđli:
Einn af örfáum sem ekki er ţjáđur af ţágufallssýki
Frćđasviđ:
Alskyns fánýtur fróđleikur, gagnslausar orđlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Ćviágrip:
Ekki er margt vitađ um uppruna Nermals. Ţó er vitađ ađ hann fannst í sífrera í norđanverđri Síberíu. Ţar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Taliđ er ađ skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining međ geislakolsađferđ hefur ekki boriđ árangur.