— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/05
Gott í skóinn

Misjafnir eru blessađir jólasveinarnir

Nú er fyrsti jólasveinninn kominn til byggđa. Hann kom víst síđastliđna nótt. Og án efa hefur kallinn gaukađ ýmsu ađ ungviđinu. Ég setti ekki skóinn út í glugga, enda hinn vesti óţekktarpési.

Ţetta er ađ mörgu leiti ágćtur siđur, en ţví miđur virđist jólasveinninn mismuna blessuđum börnunum. Mađur hefur haft spurnir af all svakalegum skógjöfum, DVD myndir, tölvuleikir og... ég vona ađ ţađ sé ekki rétt I-pod spilara!!

Ég man nú ekkert hvađ ég fékk í skóinn, enda sagđi stóri bróđir minn okkur yngri systkynunum allt um sveinka ţegar ég var c.a 5 ára.

En ég á samt enn yngri systur, og ţćr settu skó út í glugga. Og uppskáru smárćđi... snakk, mandarínu eđa eitthvađ ţessháttar.

Persónulega ţá finnst mér ađ skógjafir eigi ađ vera einmitt eitthvađ smálegt. Lítiđ nammistykki kanski, happaţrennu, 200 kr dót úr Tiger.........

Hvađ heldur barn sem fer í skólan og segir. Hei ég fékk mandarínu frá jólasveininum!! Og sessunauturinn liftir nýja I-podinum og segir... ég fékk ţetta!!

Sumir jólasveinar eru bara alvarlega klikk !!

   (61 af 97)  
2/11/05 12:01

krossgata

Einmtt hvađa neyslufíkn og -ćđi hefur gripiđ fólk.
Og svo er erfitt ađ skýra út fyrir barninu af hverju jólasveinninn gefi ţví bara mandarínu en Sigga í nćsta húsi Ipod. Ég minnist ţess ekki ađ hafa lent í slíkum ćvintýrum, ţetta hefur líklega versnađ hin seinni ár.

2/11/05 12:01

Tina St.Sebastian

Ég fékk einu sinni svona lítinn tröllatrukk sem mađur trekkti upp međ ţví ađ draga hann afturábak, og svo rauk hann áfram á ógnarhrađa, yfir nánast hvađ sem er. Ţetta er líklega dýrasti gripur sem ég hef fengiđ í skóinn.

2/11/05 12:01

albin

http://www.hi.is/~baldurth/myndir/jol.jpg

2/11/05 12:01

Offari

Ég fékk öl í stígveliđ mitt. Kannski ég setji bússurnar í gluggann í kvöld.

2/11/05 12:01

Limbri

Ţegar ég var ţó ekki nema fáeinum árum yngri en ég er í dag, ţá vissi ég ađ mćđurnar í hverfinu mínu stunduđu ţađ grimmt ađ kjafta í hvora ađra hvađ jóli gaf börnunum ţeirra í skóinn. Ţćr pössuđu vel uppá ađ samrćmiđ vćri algert. Auk ţess ţá var ţađ almennt ađ grunnskóla- og leikskólakennarar voru fljótir ađ láta foreldra vita ef mismunurinn var mikill hjá sveinka. Ţađ ţarf nefnilega ađ passa upp á ţessa jólasveina.

-

2/11/05 12:02

Finngálkn

Pabbi lamdi mig - 13 högg 13 dögum fyrir jól og svo fór ţeim fćkkandi eftir ţví sem nćr dró jólum... Ţá hlakkađi mann til jólanna!!!

2/11/05 12:02

Rauđbjörn

Jóla-hvađ?

2/11/05 12:02

Lopi

Nú, jólaöl. Hvađ annađ?

2/11/05 13:00

Gvendur Skrítni

Mín eftirlćtis gjöf frá jólasveinunum er án efa Vísnabókin. Ég varđ hreint út sagt gáttađur ţegar ég sá ferlíkiđ - enda vanur, eins og svo margir ađrir, mandarínum, mackintosh og smákökum - og svo kartöflum auđvitađ, mađur minn, hvađ helvítis sveinarnir gátu burđast međ mikiđ af kartöflum til byggđa! Í dag veit ég af hverju "gjafa"pokarnir ţeirra líkjast svona mikiđ kartöflupokunum. Ef ţađ labbar eins og kartöflupoki og talar eins og kartöflupoki, ţá ER ţađ kartöflupoki.

2/11/05 13:00

Jóakim Ađalönd

Fyrsti jólasveinninn kemur núna í nótt (kveld). Ţeir eru nefnilega bara 13.

2/11/05 13:01

Litla Laufblađiđ

Ég fékk snickers í skóinn! [Ljómar eins og sólin]

2/11/05 14:00

kolfinnur Kvaran

Ég fékk Maggi kartöflumús

2/11/05 14:01

Litli Múi

Ţegar ég eignast börn fá ţau ekkert minna en 42 tommu flatskjá í skóinn, enda á ég allt of mikla peninga.

Nermal:
  • Fćđing hér: 24/9/05 16:56
  • Síđast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eđli:
Einn af örfáum sem ekki er ţjáđur af ţágufallssýki
Frćđasviđ:
Alskyns fánýtur fróđleikur, gagnslausar orđlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Ćviágrip:
Ekki er margt vitađ um uppruna Nermals. Ţó er vitađ ađ hann fannst í sífrera í norđanverđri Síberíu. Ţar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Taliđ er ađ skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining međ geislakolsađferđ hefur ekki boriđ árangur.