— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Sálmur - 2/11/04
Þá eru góð ráð dýr

Gamall maður gjammaði
góð ráð honum þakka
ritin inn ég rammaði
í rafmagnaðan pakka.
-----------------------------

Með vísindin að vopni hann
vildi bæta heiminn
ekki réttu verkin vann
virkilega gleyminn.

Hundrað manna hungursneyð
herjaði á landið
eins og skot sá augað leið
að endurnýta hlandið.

Bæting sem að bragð er af
betra en að svelta
öðlingurinn aur sinn gaf
öðrum til að melta.

Ekki vildi hætta hér
honum leiddist þófið
mengun alltof mikil er
minnkum reykjarkófið.

Í framleiðslu vex orsök ör
en ei má loka þeim
þá byggjum mikil blástursrör
og blásum út í geim.

Nornaveiðar, nauðganir,
náriðlar og annað,
ólöglegar auðganir,
allt er þetta bannað.

Með lögum skulum leyfa allt
látum fólki völdin
þá þverra glæpir þúsundfalt
og þögul verða kvöldin.
**********************

Vitringurinn virtist frá
vitleysingjabæli
enda karlinn lengi lá
lokaður á hæli.

   (10 af 21)  
2/11/04 08:01

Offari

Um hvern ert þú að semja?

2/11/04 08:01

Sæmi Fróði

Vel kveðið, takk.

2/11/04 08:01

Nafni

Glæsilegt Geöff, glæsilegt.

2/11/04 08:01

Jóakim Aðalönd

Jamm, ansi gott. Skemmtileg pæling.

2/11/04 09:00

Salka

En hvað þetta er vel gert hjá þér.
Hlustum á gamla fólkið.
Berum virðingu fyrir þeim og setum okkur í spor tíðaranda þeirra.

2/11/04 09:02

Offari

Síðasta erindi á við mig!

2/11/04 10:02

Lærði-Geöff

Það er í raun Professor Farnsworth sem veitti mér andagiftina að þessu sinni fyrir þá sem vita hver sá snillingur er.
Þakka ykkur fyrir og nei því miður offari, vitringur og vitfirringur er tvennt ólíkt.

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.