— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Saga - 2/11/04
Góðir vinir

Upphaf þessarar sögu kann ég ekki að rekja en ég fékk hana í tölvupósti og fannst tilvalið að birta hana hér.

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið um eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð þá skrifaði hann í sandinn; “Í dag gaf besti vinur minn mér einn á´ann!”
Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vantslind og fóru þar út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir högginu fyrr var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann á stein; “Í dag bjargaði besti vinur minn mér frá drukknun!”
Vinurinn sem hafði kýlt hann og bjargað honum spurði: “Þegar ég sló þig, skrifaðir þú það í sandinn, og þegar ég bjargaði þér þá skrifaðir þú það á steininn. Af hverju?”
Hinn svaraði: “Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningarinnar getur blásið það burt. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því.”
Skrifaðu sárindi í sandinn og grafðu hamingju í stein!

Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að læra að meta hana, einn dag að elska hana, en heila ævi að gleyma henni.

Munum eftir vinum okkar og fyrirgefum þeim!

   (12 af 21)  
2/11/04 01:00

Sundlaugur Vatne

Rosalega getur þú verið væminn, drengur.

2/11/04 01:00

Offari

Þetta er góð og gild saga sem á fullan rétt á sér hér.
Takk Fyrir.

2/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Þú segir mér sögu!

2/11/04 01:01

Lærði-Geöff

Væmni er bara mannbætandi svo lengi að hún fari ekki út í öfgar. Ég hef t.d. aldrei talið mig eiga samleið með frekjum og handrukkurum.

2/11/04 01:01

blóðugt

Hvernig vissir þú að Sundlaugur væri handrukkari?

Fín saga Löffi.

2/11/04 01:01

Mjákvikindi

Ég held að ég sé búin að fá alla vega 10 eintök af þessari sögu á tölvupósti, en hún svo sem ágæt samt.

2/11/04 01:01

Lærði-Geöff

[flissar] Glampinn í augunum á Sundlaugi kemur upp um hann.
Mjámjá nú hefurðu þá lesið/séð/verið minnt á hana 11 sinnum og því ættu vinir þínir að vera vel staddir.

2/11/04 01:01

Hakuchi

Vá. Þetta er væmnara en sagan um manninn sem dreymdi sig á gangi með Jesú. Aldrei átti ég von á að hægt væri að toppa þá sögu í væmni.

9/12/17 23:01

Grýta

2/09/18 16:25
Er hægt að laumupúkast hér?

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.