— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Loksins loksins! (UNICEF til bjargar)

Tekið af mbl.is
"Hver dúkka með sinn persónuleika
Dúkkur sem gleðja eru orð að sönnu. Það var glaðst við að búa þessar dúkkur til, við kynnum þær hér með gleði og þær gleðja vonandi þá sem kaupa þær eða fá þær gefins. Síðan kemur ágóðinn til með að gleðja þá sem njóta góðs af í uppbyggingu menntastarfsins í Gíneu-Bissá." Þetta sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi, þegar verkefnið Dúkkur sem gleðja, samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF, var kynnt í gær. Hafa kvenfélagakonur um allt land handgert 800 dúkkur sem seldar verða til styrktar menntaverkefni í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru einkar fjölbreyttar og ólíkar og því má segja að þær beri allar sinn persónuleika.

Öll fötin eru einnig handgerð og hefur mikið verið lagt í að gera þær eins glæsilegar og eigulegar og hægt er. Þá hafa þær allar fengið nafn og ber hver og ein þeirra merkimiða með nafni sínu og nafni þess kvenfélags sem gerði hana. Kostar hver dúkka 5.000 kr. "

Þvílíkar gleðifréttir sem þetta eru fyrir einmanna menn eins og mig. Þarna er kominn ný og endurbætt útgáfa af einföldu, nöktu, tilbreytingalausu plastdúkkunni sem hefur stytt mér stundir í gegnum árin. Ég hef fulla trú á því að þetta sé eins nálægt alvöru kvenmanni og lýsingin gefur til kynna. Þá er ekki slæmt að geta valið sér útlit og persónuleika eins og hægt er á rauða torginu í Amsterdam. Fyrir aðeins 5.000kr. geturðu tekið hana heim með þér og notið hennar allt þar til hún fer að leka. Þá sparar maður helling á því að kaupa sér bara kippu í ríkinu og fara heim með henni strax og hefja leik. Ekki er lengur þörf fyrir rándýrt þramm um bæinn í leit að einhverri ást sem er ekki þar. Geta því vanmetnir(og hógværir) eðalmenn eins og ég tekið gleði sína á ný og hætt að hafa áhyggjur af hinu kyninu. Heyr heyr!

   (14 af 21)  
1/11/04 19:00

Mjási

Eftir þennan lestu er ég hræddur um að ekki verði allir jafn glaðir þegar upp er staðið.
Eða ætti ég kanski frekar að segja þegar niður er lagst.

1/11/04 19:00

Limbri

Það er líklega sama hvort það séu einmanna kallar eða barnmargar fjölskyldur sem kaupa. Svo lengi sem dúkkurnar seljast og peningarnir rata rétta leið.

Ég vona að þú fáir fallega dúkku Geöff minn og að hún fari ekki á saumunum hjá þér. Hafðu það sem best vinur.

-

1/11/04 19:00

Hildisþorsti

Ég held að þú ættir frekar að tala við mannin hennar Bjarkar Löffi minn. Hann ku gera heilu hvalina úr vaselíni. Það rífur ekki eins mikið í og saumaskapurinn.

1/11/04 19:01

Litli Múi

Kannski maður fái sér eina, svona rétt á meðan konan er
í vinnuni.

1/11/04 19:01

fagri

Vilji menn stinga í stúf er þetta ein leið
--Fagri

1/11/04 19:01

Hakuchi

Bíðið bara þangað til Roger Moore kemur til Íslands fyrir hönd Unicef til að selja jólakort. Loksins alvöru stjarna hér á landi til að lýsa upp skammdegið. Ég kaupi alla vegana af gömlu kempunni. Svo mikið er víst.

1/11/04 21:00

Offari

Farðu betur yfir saumana.
Þú gætir fengið tengdó í kaupbætir!

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.