— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Sálmur - 1/11/04
Tómleiki

Miklar tilfinningar hafa verið að safnast saman innan í mér undanfarnar vikur og get ég ekki annað gert en að hleypa einhverju af þeim út áður en ég spring. Þar á í hlut ung Huldukona sem ég vildi gjarna hafa hjá mér.

Eitt ég vildi ofar öllu
andadráttinn á mitt eyra,
hefur mig til himna höllu
hamingju þá fá að heyra.

Fríðir lokkar frá þér hanga
fegurðin hún bræðir augu,
regnbogi í rjóðum vanga
reif í mig og tók til fanga.

Hugsa til þín Huldukona
hjarta mitt er þitt að eiga,
aldrei leið mér áður svona
einmanna ég bíð og vona.

Söknuðurinn sækir á
sæludaga minnist,
tilfinningar tek ég frá
trúi að ástin finnist.

   (17 af 21)  
1/11/04 07:01

Litla Laufblaðið

Awww, mikið vildi ég að svona væri ort til mín. Vá.

1/11/04 07:01

blóðugt

Fallega ort karlinn.

1/11/04 07:01

Litli Múi

Mjög flott ljóð.

1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Laglegt, fangar angist feimins stráklings, vel af sér vikið gamli maður!

1/11/04 07:01

Offari

Thunderinn er samt sleipari laglegt.

1/11/04 07:01

Lærði-Geöff

Þakka ykkur fyrir það.

Offari ég þykist þó greina misskilning í setningunni hjá þér. Yrkisefni mitt er Huldukona að nafninu til og býr hún handan fjalla, í bæ einum er fasteignir fjúka til eins og þú ættir kannast við.

1/11/04 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Fínt!

1/11/04 01:01

Þarfagreinir

Allt er að drukkna í fallegum ljóðkornum um þessar mundir. Skál enn og aftur.

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.