— GESTAPÓ —
Litla rassgat
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Saga - 31/10/04
Uppskrift dagsins: Viðbrennt pasta

Ég varð svangt í gærnótt og ákvað að malla eitthvað. Af einskærri slyssni rambaði ég á að útbúa hinn víðfræga rétt, viðbrennt pasta. Hér læt ég fylgja með uppskriftina svo aðrir geti einnig notið hennar.

handfylli pasta
smásletta ólífuolía
sjávarsalt
vatn
einhversskonar pastasósa (skiptir ekki máli hvernig sósa svo lengi sem ekki þarf að standa yfir henni á meðan hún er að malla)

Setjið vatn í pott og hafið það í minni kanntinum. Setjið pottin á mesta hita. Á meðan beðið er eftir að suða komi upp skal fara í næsta herbergi og dúlla sér eitthvað á internetinu þannig að öruggt sé að vatnið sé búið að minnka eitthvað í pottinum þegar maður tekur eftir að suðan sé komin upp. Skellið olíunni, saltinu og pastainu úti og lækkið hitan undir. Nú er fínt að nota tíman til að baufast eitthvað við pastasósuna og leyfa henni svo að malla. Á meðan sósan er að malla skal yfirgefa eldhúsið en á ný til að fara á vit internetsins. Á leiðinni út skal hækka ögn undir pastainu. Þegar einkennileg lykt úr eldhúsinu nær að draga athygglina frá internetinu er rétturinn að verða tilbúinn. Nú skal hafa snör handtök, rjúka af stað inní eldhús, kippa viðbrenndu pastainu af hellunni og undir kranann í vaskinum þar sem smá vatni er bætt út í til að bleyta ögn upp í því. Bætið sósunni út á og njótið vel.

   (1 af 1)  
31/10/04 09:01

Litli Múi

Þetta er gott, ég mæli einnig með viðbrenndum hafragraut og mjólk, morgunmatur meistaranna.

31/10/04 09:01

Skoffín

Matargerð er bara aldrei alvöru matargerð nema að ónauðsynlegt dúllerí og tafir séu til staðar. Ég get vitnað um þetta; ég kemst ekki í skólann á morgnanna nema að ristaða brauðið sé kolsvart á litinn og mengi út frá sér með sóti. Þetta mun vera það besta sem ég fæ ásamt kótelettum sem búið er að breyta í skósóla að sjálfsögðu [slefar af græðgi]

31/10/04 09:01

Ívar Sívertsen

Þó ótrúlegt megi virðast þá hefur mér ekki enn tekist að klúðra mat þannig að ekki sé hægt að slafra honum í sig. Ég hef hins vegar lent á alveg skelfilegu hráefni. bæði sem ég fann í frystinum og líka það sem ég hef fengið í verslunum.

31/10/04 09:01

Anna Panna

Jö-ömmí! Myndirðu mæla með því að nota aðrar aðferðir en internetnotkun þegar eldhúsið er yfirgefið? Nást t.d. sömu bragðhrif ef maður sest niður með góða bók?

31/10/04 09:02

Litla rassgat

Ég get vel trúað því að svipuð bragðhrif náist ef bókin er nógu góð.

31/10/04 09:02

Don De Vito

Ég prófaði þessa uppskrift áðan og rétturinn var unaðslegur. Hefuru spáð í því að stofna þinn eigin vetingastað?

31/10/04 09:02

Hvæsi

Ég verð að hrósa þér fyrir þessa kyngimögnuðu uppskrift, þó á við þá fötlun að stríða að vera menntaður matreiðslumaður og hef séð margt, en þetta fær hæstu mögulegu einkun, og mun eflaust sjást á michelin stöðum evrópu í framtíðinni.
mæli með Guacamole sem hefur staðið opið á borði og er orðið brúnt, með þessu.
Það situr enginn einn að borði með svona veislu.
Skál !

31/10/04 10:01

Dauðinn

Þetta er ein af mörgum leiðum til þess að fá matareitrun.

9/12/07 05:01

Garbo

Á þetta að vera eitthvað fyndið? Svona elda ég alltaf pasta!

Litla rassgat:
  • Fæðing hér: 5/9/05 12:20
  • Síðast á ferli: 12/11/07 15:37
  • Innlegg: 80
Fræðasvið:
Búkhljóðagerð, flokkun úrgangs og dreifing áburðar eru sérsvið litla rassgatsins.
Æviágrip:
Frá því að litla rassgatið man fyrst eftir sér hefur það verið fast við afturendan á stórum búk sem hefur þvælt litla rassgatinu fram og til baka án þess að litla rassgatið hafi haft nokkuð um það að segja. Öðru hverju gerir stóri búkurinn sér litið fyrir og treður litla rassgatinu oní vatnsalerni. Ein helsta ástæða fyrir dálæti litla rassgatsins á útivist er að þar eru engin klósett.