— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/06
Lauslæti

Hugleiðing um mælanleika lauslætis.

Hvernig ætli best sé að mæla lauslæti. Væri ráð að telja einfaldlega rekkjunauta eða er þetta flóknara mál. Í gegn um tíðina hafa ekki gilt sömu viðmið fyrir karla og konur þegar mat hefur verið lagt á lauslæti. Karlar hafa getað sofið hjá mörgum konum án þess að það hafi talist til lauslætis en konur hafa aftur á móti verið taldar lauslátar ef þær hafa átt marga elskhuga. Þetta kann þó að vera að breytast.

Ég hef verið að velta fyrir mér lauslæti undan farið, bæði mínu eigin og annara. Til að hjálpa mér að koma skipulagi á þessar hugleiðingar hugsaði ég mér einskonar rannsóknarspurningu. Hvort okkar er lauslátara ég eða maðurinn minn?

Hann á fimm börn með þremur konum en ég á fjögur börn með einum karli og tveimur konum, þar af tvö ekki með sjálfri mér. Hann á aftur á móti öll börnin fimm eð sjálfum sér.

Hvað finnst ykkur?

   (12 af 29)  
31/10/06 16:00

Dula

MIkið óskaplega eruð þið bæði lauslát, bæði með þremur. Öss.

31/10/06 16:00

Nornin

Hann er klárlega illa girtur maðurinn!
Lauslæti er hugarástand. Ef þér finnst þú vera lauslát þá ertu það, ef þér finnst þú vera siðprúð þá ertu það.

En hver og einn verður að taka ábyrgð á sínum gerðum og gera það upp við sjálfann sig hvar velsæmismörkin eru.

31/10/06 16:00

Andþór

Ég hef bara ekkert á að byggja til að meta lauslæti ykkar. Svo gæti verið að annað ykkar hafi verið duglegri að nota getnaðarvarnir en hitt.

Ég er hinsvegar sammála að ranglæti felist í því hversu erfitt er fyrir karlmann að fá á sig lauslætisstimpil þó hann hafi verið það. Annars vildi ég að stimplanir af þessum toga myndu hverfa. Við erum blessunarlega eins breytileg og við erum mörg. Annars finnst mér Nornin svara þessu ágætlega.

31/10/06 16:00

Upprifinn

Ég bara skil ekki hvað þú ert að tala um.

31/10/06 16:00

albin

Lauslæti mætti mæla í k.l.á.m. (Kerlingar lagðar á mánuði og/eða karlar lagðir á mánuði.)
Síðan má leggja mat á hvenær mikið er mikið og miðað við hvað mikið er.

Ekki ósvipað og þegar eyðsla bifreiða er mæld. Fer það þá eftir þyngd og vélarafli hvenær mikið er mikið, og er það jafnvel einnig huglægt mat hve mikið er telst mikið .

Es. Ég skil varla sjálfur hvað ég var að skrifa.

31/10/06 16:00

Svörður

Ég er þá ákaflega sparneytinn.

31/10/06 16:00

Vímus

Er lauslæti ekki mælt með lausmæli?

31/10/06 16:00

Vímus

Ég á 5 börn með þremur konum og það kallast tillitssemi að leggja slíkt ekki á eina konu. Ég hef hingað til verið þekktur fyrir séntilmennsku.

31/10/06 16:00

U K Kekkonen

Ég held að Andþór segi þetta best! Það er gott að heyra að þú hugsir um minni máttar Vímus.
Annars er ég personulega á þeirri skoðun að fólk megi stunda íþróttir með hverjum sem er svo legi sem það er ekki í sambandi, sambúð ellegar gift. Þá finst mér að fólk eigi að halda sig við einn einstakling.

31/10/06 16:00

Offari

Ég myndi dæma þetta jafntefli.

31/10/06 16:00

Huxi

Samkvæmt vísindarannsóknum sem gerðar hafa verið við virta háskóla, bæði austan hafs og vestan, þá er það þannig að laðist fólk kvort að öðru þá er það ávallt konan sem ræður því hvort kynmök eigi sér stað, nema því aðeins að um nauðgun sé að ræða. Því skrifast fjöldi kynmaka ávallt á konuna og hún er því sá aðili sem ræður því magni lauslætis sem er í umferð hverju sinni.

31/10/06 16:00

Dula

Já satt er það Huxi. Vel mælt.

31/10/06 16:00

B. Ewing

Ef konan er 2 og karlinn er 3 þá er útkoman einhvernvegin svona:

Hann er: 1²2²3²4²5² + 4 / 3*5

Hún er: 1³ + 2 * 1²2² + / 2*2

Svo er bara að reikna.

31/10/06 16:01

Tigra

Huxi: Og ríða hommar þá bara út í eitt?

Hefur þú svo aldrei lent í því að óaðlaðandi kvenmaður vill endilega fá að sofa hjá þér, en þú hefur ekkert kært þig um það?

31/10/06 16:01

Skabbi skrumari

Greinilega ekki... hahaha.... ég hallast að þvi að Huxi sé með feminíska taug í sér sem hann vill ekki að komi á framfæri... shitt... nú er ég farinn að hugsa eins og í mafíu leiknum... afsakið...

31/10/06 16:01

Dula

Einsog ég skil hann Huxa þá er nú yfirleitt konan sem segir á endanum af eða á hvort hún vill eitthvað eiga saman að sælda með þessum ákveðna manni, þetta er þá að því gefnu að karlmaðurinn sem hún vill vera með hafi beðið hana um að sofa hjá sér og sé því samþykkur til að byrja með.

31/10/06 16:01

Dula

Já eða sé alveg með fullu samþykki að fara með henni heim altso þó ekki hafi komið til spurningarinnar "viltu sofa hjá mér" sem er nú held ég alveg hætt að heyrast nema í sönglagatextum.

31/10/06 16:01

krossgata

Ég held það eigi bara ekkert að vera að spá í þetta lauslæti, það hefur svo neikvætt yfirbragð þetta orð. Málið er að finna nýtt orð sem hefur jákvætt yfirbragð og málið er dautt.

Það hefur valdið mér meiri heilabrotum mál mannsins sem ég heyrði af um daginn að átti 4 börn með 5 konum.

31/10/06 16:01

Regína

Tvær af þessum fimm hafa kannski átt barnið saman, eða þannig.
.
En þetta fyrirbæri að konur fá frekar á sig lauslætisstimpilinn tengist sjálfsagt því að á konur er leitað (til að láta laust..) en karlar leita á ( í sama tilgangi ). Svo þá eru karlar áleitnir en konur lauslátar.
En.. ef Huxi hefur rétt fyrir sér, þá gerist ekkert (undir eðlilegum kringumstæðum) fyrr en hún er búin að samþykkja það fyrirfram.
Eru konur aldrei áleitnar? Er það ekki frekar slæmt orð?
Lífið er ekki einfalt.
.
Mér finnst þið ekkert sérlega lauslát, svo ég svari nú spurningunni. Það er óþarfi að mæla slíkt í börnum.

31/10/06 16:01

Kargur

Huxi er með þetta á tæru. Konur þurfa nefnilega ástæðu til að sofa hjá, karlar þurfa aðeins stað.

31/10/06 16:01

blóðugt

feministi er drusla og maðurinn hennar líka. Þau eru samt ágætis fólk.

31/10/06 16:02

Upprifinn

Ég skil allavega alltaf hvað Blóðugt meinar.

31/10/06 16:02

Huxi

Tigra: Þeir hommar sem ég þekki ríða út í eitt þegar þeir kynnast einverjum nýjum, þar til þeir eru orðnir það úttaugaðir að þeir gefa sér tima til að tala saman. Fljótlega eftir það hætta þeir yfirleitt saman.
Og þetta með óaðlaðandi konur, það er meira spurning um birtuskilyrði og hvort einhver sjái þig með viðkomandi konu.
Regína: Hvort sem konur leita á eða er leitað á þær að fyrra bragði, þá eru það þær sem á endanum ráða hvort sófaglíman sé tekin eður ei. Þetta er örugglega eitthvað sállíkamlegt fyrirbrigði. [Setur upp sinn vanalega heimskusvip]

31/10/06 16:02

Regína

Það var það sem ég sagði. [Horfir hugsi á heimskusvip Huxa].

31/10/06 16:02

Regína

Ég man eftir að hafa heyrt þá skilgreiningu að lauslæti væru fleiri en 20 mismunandi bólfélagar á ári. Þettta var þegar eyðnin var að koma til sögunnar og það fylgdi með að við það hefði skilgreiningin skyndilega farið niður í 5.
Ætli það sé ekki marktækast að þegar þú ert hætt(ur) að telja þá ertu lauslát(ur).

31/10/06 16:02

Nermal

Ef maður er ekki lauslátur, er maður þá fastlátur?

31/10/06 16:02

Hakuchi

Er lauslæti ekki aðallega fólgið í miklum fjölda af einnar nætur gamani frekar en mörgum misvel heppnuðum samböndum? Annars hefur bitið dvínað af þessu orði síðustu ár. Það er hins vegar hárrétt að konur hafa orðið bjánalega mikið fyrir barðinu á svona stimpli. Lausnin er hins vegar ekki að losa sig við orð á borð við lauslæti, druslu, skækju o.s.frv. Þetta eru skemmtileg orð. Nei, það á hreinlega að færa þau yfir á karlmenn líka.

Ég byrja því á að fullyrða að George Clooney er svíirðileg skækja og drusla.

31/10/06 16:02

Jóakim Aðalönd

Þið eruð bæði með blæðandi brókarsótt! Ekki á ég neina krakka út um hvippinn og hvappinn, enda stunda ég ekki slíkan ósóma sem þetta ,,kynlíf" er. Svei og sussubía!

31/10/06 17:00

Dula

Skækja, það er virðulegt og fallegt, gamalgróið íslenskt orð yfir portkonu. Ég nota það hér framvegis. Og Jóakim þú átt nú bara víst litla andarunga útum allt tæland. Iss piss.

31/10/06 17:00

albin

Meeee þýðir nei.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.