— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/04
Uppbyggileg gagnrýni?

Er munur á hreinskilni/uppbyggilegri gagnrýni og tíkarskap?

Ég er ein af þeim sem telur uppbyggilega gagnrýni lífsnauðsynlega. En mér finnst eins og oft viti fólk allsekki hvað í hugtakinu felst. Hér er best að bæta við að hugmyndin að pistlingi þessum vaknaði við lestur annars svæðis, en ekki hér inni, hér hef ég örsjaldan séð svo kallað skítkast og þá oftast frá nýliðum sem hverfa fljótt.

Að mínu viti er það ótrúlegt hve oft fólk segist bara vera hreinskilið þegar í raun og veru einkennast ummæli þess frekar af tillitlsleysi og illgirni. Á vissu vefsvæði sem ég stunda er mikið af stórum egóum sem stunda það í gríð og erg að hefja sjálft sig upp með að tala niður til annarra. Ég stunda vefsvæðið vegna vissra hluta sem ég þarfnast þar, en lendi oft í svokölluðum "umræðum" sem oft eru á þessa leið:

Ég eftir að hafa skoðað virkilega illgjarnt innlegg frá aðila X:

Æji var þetta ekki óþarfi?

Svar frá X:

Hva, þetta er bara uppbyggileg gagnrýni, og þú ert heimsk tík!

Mitt svar:

Það er stór munur á uppbyggilegri gagnrýni og tíkarskap. Oftast er hægt að segja sama hlutinn þannig að hægt sé að læra af innlegginu en fáir eiga eftir að læra af því að lesa: Hey, fokking tíkin þín, fáðu þér líf og reyndu ekki að sýna þig hérna nema þú sért eins fullkomin og ég.

Og þaðan fer samtalið að vera eingöngu frá X þar sem ég fæ af og til hey fokking druslan þín vertu ekki að segja mér fyrir verkum, og ég sleppi því að svara.

Stúlka sem ég þekkti spurði vinkonu sína hvort nýja klippingin sín væri í lagi eða hvort hún ætti að láta laga hana. Svarið var: Ég myndi aldrei láta sjá mig svona, en þú versnaðir lítið við þetta. Stúlkurnar áttu að kallast vinkonur hverrar annarrar. Svarið hefði mjög auðveldlega verið hægt að pússa til þannig að það hefði ekki sært, en betra þótti vnkonunni að svara með svari sem ekki var hægt að sjá öðruvísi en sem móðgun. Svona manneskjur verja sig oft með að segjast bara vera "hreinskilnar" og horfa á mann með "ohh ég er alltaf svo miskilin" augnaráði.

Venjulega getur viðkomandi einstaklingur síðan allsekki tekið gagnrýni og kýs frekar skítkast en umræðu.

   (3 af 13)  
1/11/04 14:01

Limbri

Konur eru konum verstar.

-

1/11/04 14:01

Hundslappadrífa í neðra

Karlmenn eru allveg jafn slæmir á þessu sviði.

1/11/04 14:01

Anna Panna

Ég kenni Bubba Morthens um. [sest niður og bíður eftir 20milljón króna meiðyrðakæru]

1/11/04 14:01

Tigra

Þú þarft ekki að slökkva ljós annara til þess að kveikja þitt eigið.
Annars sammála þér. Orð særa... og það kostar ekkert að vera kurteis.

1/11/04 14:01

Hundslappadrífa í neðra

Hmm.. er orðin sljó a langveikindum, var ég að slökkva einhver ljós? Eða las ég þetta bara vitlaust?

1/11/04 14:01

Hildisþorsti

Ég held að Tigra hafi ekki verið að meina þetta til þín heldur að koma með spakmæli sem á við umræðuna. Ég ætla að setja þetta spakmæli í orðakistilinn minn.

1/11/04 14:02

Offari

Kann ekkert í uppbyggilegri gagnrýni, forðast að nota neikvæða gagnrýni, Þurfum að kenna hver öðrum Takk fyrir.

1/11/04 14:02

Hundslappadrífa í neðra

Takk fyrir að skýra þetta Hildiþorsti, ég er svo sljó þessa dagana.

1/11/04 14:02

Leir Hnoðdal

Maður getur ekki sagt það sama við alla, þó maður vilji sjálfur meina að aðeins hafi verið um uppbyggilega gagnrýni að ræða. Það hafa orðið til mörg spakmæli í málinu sem vísa á það. Ég man þrjú í augnablikinu: 1 . Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 2. Ekki tala um snöru í hengds manns húsi. 3. Maður sér flís í auga bróður sins en tekur ekki eftir bjálkanum í sínu eigin (Þetta er víst úr gamalli bók sem flestir eiga). Samt sem áður góð ábending hjá Hundslappadrífu, hverrar alnafna rétt í þessu var að guða frekjulega á minn glugga

1/11/04 14:02

Þarfagreinir

Það er helst á alnetinu sem að fólk virðist gleyma almennum kurteisisreglum, því miður. Sem betur fer á þetta í langflestum tilfellum alls ekki við um hið ágæta fólk er Gestapó stundar.

1/11/04 14:02

blóðugt

Sammála Þarfa. Þetta er verst á alnetinu.

Vonandi fer þér að batna Drífa mín.

1/11/04 15:00

Hundslappadrífa í neðra

Æ takk blóðugt, vona það líka.

1/11/04 15:00

Ísdrottningin

Þeir moka skítnum sem eiga nóg af honum.
Við hin reynum að skila út í alheiminn því sem að við viljum fá til baka til okkar aftur.

1/11/04 15:00

Sæmi Fróði

Manni líður bara vel að vera hér eftir að hafa lesið þetta, takk fyrir Drífa sæl.

1/11/04 15:01

Hundslappadrífa í neðra

[Brosir hlýtt til Sæma] Alltaf gott að gleðja góða.

1/11/04 15:02

Jóakim Aðalönd

Fólk sem segir: ,,Thú ert heimsk tík" í hreinskilni er einfaldlega ekki heilbrigt. Annad mál er med fólk sem segir thad sama í gamni. Thad er bara med svartan húmor. Annars getur verid erfitt ad dansa eftir thessari fínu línu sem er hreinskild álit eda kvikindislegt hjal. Ef vinir mínir óska eftir mínu áliti geta their átt von á einhverju sem their bjuggust ekki vid og jafnvel eitthvad sem theim mislíkar, en ég er aldrei dónalegur, thó ég segi álit mitt umbúdalaust.

1/11/04 16:01

Heiðglyrnir

Drífa mín, þú átt náttúrulega bara að vera hjá okkur, fallega og gáfaða fólkinu. [Svona fólk eins pg þú ert að lýsa á bara eitt skilið í þessu lífi...og það er hvort annað hahahahah]

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.