— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/04
Þau skilja hvort eð er ekki Íslensku.

Um hættuna sem fylgir því að sletta.

Í byrjun septembermánaðar á ári þessu skrapp ég ásamt mannildi mínu til Lundúna. Þegar þar var komið stefndi ég í bæjarhluta sem kallast Camden. Þar viltist ég inní húðgötunarstofu (reyndar viltist ég ekkert mikið, en lét þannig líta út). Þar fékk ég mér göt og var annað þeirra í vörinni. Þetta var sársaukaminna en búist var við og ég bara himinlifandi með niðurstöðuna.

Gatarinn fór yfir helstu reglurnar sem virða þarf við þessar aðstæður. Sleppa sterkum mat, hreinsa svona og svona, nota munnskol og síðast en ekki síst að eigi væri sniðugt að stunda kynlegar samvistir þær sem kenndar eru við blásturstörf í vissan tíma. Það kom örlítið flatt upp á mig að heyra þetta sjaldgæfa orð notað svona afslappað, fram braust fliss og svo fórum við að stefna á gististaðinn.

Í lestinni á leiðinni heim er ég svo í sakleysi mínu að spjalla við fornefnt mannildi um heima og geima. Fer ég eitthvað að flissa yfir orðanotkun gatarans og segi á þessa leið:

"Skringilega var fyndið að heyra manninn bara glopra þessu orði út úr sér án þess að bregða svip. Bara engan sterkan mat og engin blowjob?"

Um leið og ég sleppti orðinu, lagðist djúpstæð þögn yfir lestarvagninn og það tók mig nokkur sekúndubrot að átta mig á hvers vegna.

Mannildi: "Heyrðu er þetta ekki okkar stöð?"
Ég: "Jú veistu ég held það barasta..."

   (6 af 13)  
1/11/04 01:01

B. Ewing

Já það er hættulegt að sletta í útlandinu[brosir hringinn og borar með stórutánni í innanverðan skóinn] Hefðir þú sagt mannsefninu alla sólarsöguna á hreinni og tærri íslensku hefðu engin viðbrögð komið frá öðrum viðstöddum nema ef væri að þar stæði íslendingur.

1/11/04 01:01

Ívar Sívertsen

Þetta var skemmtileg saga! Aðgát skal höfð í nærveru blowjobs...

1/11/04 01:01

Gunnar H. Mundason

Já, skemmtileg saga. Minnir mig á sögu af frænda mínum er býr út í Ameríkunni með móður sinni. Eitt sinn þegar hann spurði hana hvað klukkan væri, í matvörubúð, hefur hún kallað háum rómi að hún væri sex.

1/11/04 01:01

Litli Múi

Sniðug saga. Takk fyrir þetta

1/11/04 01:01

blóðugt

Oh þetta var nú sniðug saga!

Je minn, ekki þorði ég að láta gata mig eða flúra í Camden! Endalaust búið að hrella mann með lifrarbólgusögum og þvíumlíkt. En ég er nú soddan kveif. Læt bara gera þetta hér heima og segja mér á íslensku að ég megi ekki totta.

1/11/04 01:01

Vatnar Blauti Vatne

Já, þessir útlendingar. Þeim finnst að við eigum að kunna útlensku en ekki hafa þeir fyrir að tala íslensku, nema einhverjir örfáir.

1/11/04 01:01

Offari

Þú þurftir að útskýra fyrir mér blásturstörfin áður en fattarinn fór í gang. Fattararinn minn virkaði straks er Enskan var töluð. Því held ég að þér sé óhætt að tala um blásturstörf þín í Íslenskum strætóum.

1/11/04 01:01

Heiðglyrnir

.
.
.
Bara að engri blástursþörf
beri á að neðan
Bönnuð voru Blástursstörf
bara rétt á meðan

1/11/04 01:01

Isak Dinesen

(...þvert um geð mér, þurfti að skverann)

1/11/04 01:02

Skoffín

Það er líka viss hætta sem fylgir því að böggla í hugsunarleysi íslenskum orðum yfir í ensk orð með þeim hætti sem lýst er hér að neðan:

Íslensk kona í Amerísku eldhúsi að leita að sleifum:
"Hey! Ver dú jú kíp ðe sleivs?"

1/11/04 02:00

Heiðglyrnir

Já góður þessi Skoffín.
.
Ugla í mötuneytinu: „Hey..!.. ver is the næs kokk"
.
[Með tilvísun í félagrit Uglu]

1/11/04 02:00

Skoffín

Frændi minn mér jafnaldra sagði mér eitt sinn sögu með sama inntaki ("Jor a verí næs kokk indíd!") en hann var ekki eins veraldarvanur og ég þegar hér var komið sögu. Þess vegna útskýrði hann niðurstöðuna á annan máta: "Hani þú veist, hahahaha!" og var mér þá skemmt.

1/11/04 02:00

Hundslappadrífa í neðra

Ætli þessi brandari ætti ekki að fylgja með:

Hér á svona um 1950 voru tveir amerískir menn að skoða landið á jeppa. Þeir fara villu vegar og festa bílinn í brekku úti í óbyggðum. Lítur staðan ekki vel út.

Heppnin er með þeim því tveir feðgar af frónsættum keyra fram á þá og snara sér út úr bílnum. Þegar feðgarnir hafa skoðað aðstöðuna gellur í pabbanum.

Well it seem's to be a bad situation, I think we will try and reip you and if that doesn't work, we'll just ít you.

1/11/04 02:00

Mosa frænka

Nú? Ég hélt að íslendingarnir hjálpsömu væru vegagerðarmenn, að bílinn festist þannig að hann væri fyrir þeim, og annar þeirra væri neyddur til að ávarpa kanana með: Exkjús mí, butt vír starfing hír, and vír going tú haf tú ýt jór kar ...

1/11/04 02:00

Hundslappadrífa í neðra

<Hlær hrossahlátri> Til hamingju með rafmælið í gær Mosa mín...

1/11/04 02:01

blóðugt

Ahaha! reip jú end ít jú. Snilld.

Ken æ plís get a nídle end a tvinn? End som bred vith skínk, ost end aneinus!

1/11/04 02:01

Tanngarður

Minnir mig á sögu af íslenskri flugfreyju. Maður amerískra ætta var um borð og var að hamast í loftstútnum fyrir ofan sig (þessum sem þarf að snúa til að auka loftstrauminn). það sem stúturinn virkaði ekki bjallaði hann í flugfreyjuna sem kom að þar sem hann var að snúa stútnum og spyr "hav jú bín skrúing for a long tæm?"

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.