— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/04
Tímaeyðsla í Baggalútíu

Smá hugleiðing vegna ummæla um tímaeyðslu á spjalllsvæðinu Gestapó á Baggalút.

Var ég búin að nefna að ég er þunglyndissjúklingur? Æji nenni ekki að vera að hamra á því en svo er mál með vexti að oft eyði ég heilu dögunum í lítið sem ekkert.

Þá kemur Baggalútía sér vel. Þar eru allir jafnir, þótt misjafnir séu. Þar er hægt að skella sér í skemmtilegt teningaspil, játa og neita tilviljunarkendum spurningum. Heimsækja óþekktar Furðuverur og riddara, svo ekki sé minnst á Nornir kattardýr, japani, prinsa og margskyns lýð. Ræða við þá um heima og geima, bjóða í blút. Hugga aula, starfa sem kynnir í raunveruleikaþætti, lesa marglit félagsrit sem innihalda allt frá barnamissi til pólitískrar umræðu og ummræðu um rasshár.

Allt á þetta sér þá skemmtilegu aukaverkun að virkja heilasellurnar. Koma huganum úr doða þunglyndisins í misgáfulega virkni. Eftir það hefur maður kannski hug til meiri verka. Eða ekki, en það er líka gott og blessað.

Þá daga sem þunglyndisbölið er ekki að há manni kemur Hundslappadrífan svo inn fílelfd og hefur fyrir löngu hennt út Solitaire og öðrum tímaeyðslum fyrir hlekk á Gestapó. Þar er gaman að vera.

Lengi lifi Baggalútía, athvarf í blíðu og stríðu.

   (10 af 13)  
31/10/04 12:01

Skoffín

Skál!

31/10/04 12:01

Litli Múi

Heir Heir !

31/10/04 12:01

Sæmi Fróði

Rétt hjá þér Drífa mín, látum ekki væl um tímasóun fæla okkur frá Baggalút. Ef menn hafa of mikið að gera þá bara geta þeir sleppt því að mæta.

31/10/04 12:01

Þarfagreinir

Ég hef persónulega aldrei of mikið að gera til að hanga hér. Ég sé svo sannarlega til þess. Skál!

31/10/04 12:01

Heiðglyrnir

Þið eruð yndisleg...Skál..!..

31/10/04 12:01

Ívar Sívertsen

En hvernig er það með okkur sem erum líklega ekki þunglynd en höngum hér og látum margt annað sitja á hakanum?

31/10/04 12:01

Albert Yggarz

salud

31/10/04 12:01

Skabbi skrumari

Salút...

31/10/04 12:01

Vladimir Fuckov

Skál ! Mikill er greinilega lækningamáttur Lútsins [Ljómar upp og sækir sjer 'lækningu' með því að súpa á fagurbláum drykk, skoða nokkra þræði og færast fáeinum innleggjum nær 10000 innleggja múrnum].

31/10/04 12:01

Anna Panna

Skál fyrir Baggalúti, bestu tímaeyðslu í heimi!

31/10/04 12:01

Raskolnikof

Skál!

Verð að segja það að einkennismynd Hundslappadrífu í neðra er skemmtilega "krípí". Ég fyllist ókennd og hlátri í senn alltaf þegar ég sé hana. En þessi athugasemd er af hinu góða.

31/10/04 12:02

Jóakim Aðalönd

Ég fæ fráhvarfseinkenni í litlum mæli þegar langur tími líður milli innleggja, en samt er gott að taka sér frí öðru hverju. Það er svona eins og með jólin og afmæli. Það væri ekkert gaman að því ef það væri á hverjum degi.

31/10/04 12:02

Hvæsi

Mér er spurn.. hvar værum við án Baggalúts ?
að reyna að tala gáfulega saman inni á hu**.is ? <fær hrikalegann hroll> oojjj bjakk.

31/10/04 13:00

Lærði-Geöff

Ég hefði líkast til sagt upp starfi mínu ef Baggalútur hefði ekki sýnt mér ljósið, nóg sagt.

31/10/04 13:01

Vladimir Fuckov

Þetta er hárrjett hja Jóakim. Einmitt af þessari ástæðu er nauðsynlegt að fara í Baggalútsafvötnun í a.m.k. 1-3 daga á ári og jafnvel í eitthvað fleiri daga.

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.