— GESTAPÓ —
Sindri Indriði
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/04
Saga af vini

Ég á vin sem var mikill og áberandi maður í stórum hópi vina. Hann lét sig hverfa einn dag og enginn veit hvað af honum varð.

Vinur minn þessi, hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og stóð sjaldnast á tilsvörum hjá honum. Hann tók upp á ýmsu skrítnu og gaf sér tíma til að taka þátt í ýmsum uppákomum þrátt fyrir mikinn tímaskort. Hann var alltaf til í að hlusta á vini sína og deila með þeim sorgum, gleði og gera svolítið at í þeim. En svo kom að því einn góðan veðurdag að hann hætti að mæta þegar ákveðið var að hittast, hann sem missti aldrei úr hitting. Það var reynt að hringja í hann en hann svaraði aldrei. Það var reynt að fara heim til hans en hann var ekki þar. Enginn vissi í raun hvað varð af honum. Hópurinn varð ekki samur eftir brotthvarf hans og leystist fljótlega upp. Nú sitja menn hver í sínu horni með sárt ennið og rétt heilsast þegar menn hittast úti á götu. En þennan vin minn hef ég ekki séð. Það er mikill missir af honum og ef hann snýr aftur mun ég fagna honum vel. En þegar ég fór að grennslast fyrir um viðhorf manna til þessa vinar míns þá kom ýmislegt í ljós. Sumir sögðu hann yndislegan vin og vel þokkaðan. Aðrir sögðu hann vera skemmtilegan en full aðgangsharðan í gleðinni. Enn aðrir sögðust ekki þola hann. Þetta kom mér svolítið á óvart en hann virðist hafa orðið var við þær raddir mín skýring er sú að hann mátti ekkert aumt sjá eða vildi gera flugu mein þannig að hann hefur látið sig hverfa. Ég get ekkert sagt til um það því slíkt væri óábyrg fullyrðing. En svona menn er erfitt að finna, menn sem láta sig hverfa ef þeir finna fyrir því að einhverjir kæra sig ekki um nærveru hans. Ég sagði það áðan og segi það aftur að ég mun fagna komu hans, komi hann aftur.

   (2 af 3)  
1/11/04 06:01

hlewagastiR

Æ, fyrirgefðu Sindri minn, en ég vil frekar vera heima hjá konunni og krökkunum.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Varst þú þarna líka?

1/11/04 06:01

hlewagastiR

Ég er Hann

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Jæja vinur, en þú líkist honum ekkert.

1/11/04 06:01

Runólfur

Við skulum vona að þessi vinur þinn snúi aftur.

1/11/04 06:01

Hakuchi

Tek undir með Runólfi. Alltaf leiðinlegt þegar hrókar hröklast burt úr fagnaðinum.

1/11/04 06:01

Limbri

Er ekki best að hann sé þar sem honum líður vel ? Og ef honum leið illa innan um fólk sem þoldi hann ekki... tjah, hví viljum við að hann snúi aftur í þá aðstöðu ?

Nei, ég er annars bara svona að spá í þessu...

-

1/11/04 06:01

Offari

100% maðurinn er ekki til. Okkur hættir of oft til að dæma eftir göllum eða áliti annara ég sé að þú sérð kostina haltu þig við þá.
Þá held ég að vinur þinn komi aftur.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Auðvitað verður hann að ráða því en ég held að honum líði ekki vel í dag.

1/11/04 06:01

Hakuchi

Er ekki best að krakkar sem lagðir eru í einelti í skóla séu fluttir í annað þar sem þeim líður vel og ekkert gert gagnvart eineltisbullum? Nei, ég bara að spá.

1/11/04 06:01

Litli Múi

Ég lenti í því svipuðu fyrir stuttu, góður vinur minn lét sig hverfa. Seinna komumst við að því að hann hafði verið kominn í ruglið og að hann væri í meðferð. Vona samt að það sé ekki svo slæmt í þínu tilviki.

1/11/04 06:01

Limbri

Sá vægir sem skitið hefur meira.

Held að Hakuchi sé að reyna að hrekkja mig eitthvað hérna.

Er ekki best að líkja ekki saman varnarlausum börnum sem skyldug eru til að ganga í skóla, saman við hálf fullorðið fólk sem er fært um að taka sínar ákvarðanir sjálft án þess að ríkið eða foreldrarnir séu að atast í málinu. Líklega er lítið vit í að umgangast þá er vekja manni vanlíðan. Nei ég er bara svona að spá.

-

1/11/04 06:01

Hakuchi

Þetta var bara spá.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

En hvað með þá sem leggja í einelti, ætti ekki frekar að koma þeim eitthvert annað? Mér fyndist það.

1/11/04 06:01

Jóakim Aðalönd

[Spáir í bolla]

Ég vona að vini þínum líði vel, hvar sem hann er. Hann hlýtur að hafa haft góða ástæðu fyrir brotthvarfinu.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Hver ástæðan er í raun og veru er ekki gott að segja en mér finnst alla vega að hann hefði átt að láta einhvern vita af brotthvarfi sínu.

1/11/04 06:01

Hakuchi

Kannski hefur vinur þinn hreinlega ekki talið sig vera í stöðu til þess að láta vita af þessu. Kannski hann hafi viljað 'hlífa' vondu köllunum innan vinahópsins sem gerðu honum lífið svo mikið leitt að hann þurfti að taka þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa hina vini sína til að fá frið, væntanlega til að halda einhverjum 'friði' innan hópsins. Sá friður væri hins vegar dýrkeyptur ef brottför hans dregur allt lífið úr honum. Miðað við hvað vinur þinn virðist hafa verið vel liðinn af flestum og sannarlega sálargjafinn í hópnum, þá særir það réttlætiskennd mína að 'vondu kallarnir' hafi unnið (þ.e. náð að hrekja viðkomandi burt). En það er nú bara mitt álit. Skiptir öngvu per se.

Megi vinurinn brátt koma aftur og lífga upp á lífið í hópnum þínum.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Takk fyrir það Hakuchi.

1/11/04 07:00

Ívar Sívertsen

Ég þekki vandamálið Sindri. Frá báðum hliðum meira að segja.

Sindri Indriði:
  • Fæðing hér: 30/8/05 23:16
  • Síðast á ferli: 3/11/05 08:12
  • Innlegg: 0
Eðli:
Sindri Indriði, misskilinn snillingur í mannsmynd.
Fræðasvið:
Samanburðarlíffærafræði á konum.
Æviágrip:
Fæddist í hindberjarunna á Vindheimamelum. Skömmu eftir fæðingu uppgötvaðist að hann væri yndislegur myndardrengur. Það átti þó eftir að verða honum fjötur um fót. Helvítis presturinn þurfti alltaf að reyna að koma honum til manns og ná honum í konur. Sindri, sem vísast var gagnkynhneigður fékk nóg af því veseni og gerðist sjálfkynhneigður. Síðan hefur hann búið einn í synd í Lindarhverfi í Kópavogi. Hann lætur eftir sig ýmislegt þegar hann hrekkur upp af.