— GESTAPÓ —
William H. Bonney
Óbreyttur gestur.
Saga - 1/11/06
Frú Brynfríður Bjarman heldur út í heim VII

Eilítið völt á fótum og með öran hjartslátt sest frú Brynfríður við eldhúsborðið og tekur til við skriftir. Annars hugar nagar hún pennann. Hugsar.

Stendur svo upp og fer inn í vinnuherbergi. Það var nokkuð sem hún hafði gleymt að kanna. Kveikir á tölvunni og með sínum 350 slögum á mínútu er hún fljót að finna það sem hana vantar. Slekkur aftur og fer fram í eldhús.

Elsku Bjarni? Kæri Bjarni? Bjarni? Bjarni Bjarman?
Hvernig byrjar maður bréf af þessu tagi? Frú Brynfríður er ekki viss og aldrei þessu vant getur Handbók um ritun og frágang ekki aðstoðað. Í smástund veltir hún fyrir sér þessari viðskiptahugmynd. Handbók um ritun og frágang uppsagnar- og sjálfsmorðsbréfa? Nei, sennilega ekki jólagjöfin í ár.

Hún skrifar:

Hr. Bjarman.
Ég veit hvað þú hefur verið að gera. (Nei-of véfréttarlegt...).

Hr. Bjarman. (of formlegt?).

BJARNI
Ég er farin. Þú veist væntanlega af hverju. Þú mátt halda börnunum, húsinu, öllu. Ekki reyna að finna mig og ekki reyna að krefja mig um meðlag. Ef þú gerir það tek ég allt. Ég mun draga þig í gegnum skilnað sem er svo sóðalegur að annað eins hefur bara sést í bíómyndum. Ég mun flytja mál mitt í DV og Séð og heyrt. Gott fyrir viðskiptin, heldurðu?
Hélt ekki.
Segðu börnunum að ég elski þau, ef þú vilt. Ekki voga þér að segja þeim neitt annað, því ég hef örugglega ljótari sögur að segja en þú. Segðu þeim bara að mamma þurfi frí. Ég sé þau vonandi aftur.
Brynfríður.

ps. börnin eru hjá mömmu, hún er væntanlega búin að fá sér í nokkrar tær svo ef þú ert ekki of upptekinn við að riðlast á hórum þá ættirðu að drullast þangað sem fyrst.
DITTÓ

Hún les bréfið yfir. Nokkuð sátt. Settlegt og vel skrifað bréf, alla vega framan af. Hún festir blaðið með segli á ísskápinn svo hann finni það örugglega(giftir menn sem halda framhjá byrja alltaf á því að kíkja í ísskápinn þegar þeir koma heim).

Henni er létt. Ákvörðunin er tekin.

Hún tekur veskið sitt (hún þarf ekkert annað) og bíllykilinn.
Fer út í myrkrið.
Óvissuna.
Frelsið.

   (3 af 10)  
1/11/06 03:01

blóðugt

[Starir þegjandi út í loftið]

1/11/06 03:01

Álfelgur

Hrikalega eru þetta spennandi og vel skrifuð félagsrit hjá þér, Ég las öll ritin þín áðan og ég hef sjaldan verið eins spennt. Þú verður bara að gefa þetta út þegar sagan er öll.

1/11/06 04:00

krossgata

Fáum við að vita eitthvað meira af örlögum Brynfríðar?

1/11/06 04:01

William H. Bonney

Kærar þakkir fyrir þetta, Álfelgur. Jújú, um leið og eitthvað skýrist um örlög Brynfríðar fáið þið að heyra um það. Hún er bara hálfringluð og óákveðin eins og er, blessunin.

1/11/06 05:01

Billi bilaði

<Ljómar upp eftir lestur þessa nýjasta kafla>

1/11/06 06:00

Skabbi skrumari

Jæja... búinn að lesa alla kaflana og þetta er bara helvíti skemmtilegar sögur og dramatískar... salút...

William H. Bonney:
  • Fæðing hér: 25/8/05 18:25
  • Síðast á ferli: 17/4/12 21:42
  • Innlegg: 27
Eðli:
Kemur síðar
Fræðasvið:
Kemur síðar
Æviágrip:
Kemur síðar