— GESTAPÓ —
William H. Bonney
Óbreyttur gestur.
Saga - 2/11/05
Frú Brynfríður Bjarman hugsar málið II

Frú Brynfríður veit að hún á að fara. Frú Brynfríður er kvenréttindakona. Hún veit að framhjáhald, nauðganir, barsmíðar á ekki að fyrirgefa! Sum háttsemi á ekki að líðast.

Brynfríður er ein. Hún getur ekki leitað til vinkvenna sinna. Hversu oft hefur hún ekki setið hinum megin við borðið, sogið grönnu mentólsígaretturnar sínar, sopið kvenlega á volgu kaffi og sagt: "Farðu. Pakkaðu niður og farðu. Við erum of góðar fyrir svona. Við látum ekki bjóða okkur framhjáhald. Ef þeir vilja ekki elska okkur þá viljum við ekki elska þá. Forðaðu þér meðan þú getur!"

Vinkonur hennar hafa þó iðulega setið sem fastast.
Þeir sem sitja sem fastast, karlar eða konur, og láta taka sig í ósmurt, fá enga samúð. Rétt eins og fólk með lungnakrabba eða kynsjúkdóma fær enga samúð. Heyrðu félagi, þú komst þér í þetta sjálfur! Þrátt fyrir allt félagshyggjuþvaður fúnkerar samfélagið svona.

Frú Brynfríður veit hvað vinkonur hennar mundu segja því hún hefur sagt það svo oft sjálf. Hún veit líka hvernig sögurnar hljóma. Sögurnar um veikgeðja maka sem vita en gera ekki neitt. Sögurnar um aumingjana og gólkfmotturnar.

Svo að frú Brynfríður gerir það sem henni er tamt. Hún liðast um húsið sem í vímu, keðjureykir og fróar sér. En umfram allt þá situr hún sem fastast.

Frú Brynfríður er of ung til að hafa náð í orku sjöunda áratugarins, of ung til að hafa lesið Kvennaklósettið þegar það kom út. Of ung til að hafa barist. En hún er nógu gömul til að vita að ellin, hrörnunin, dauðinn bíða handan við hornið og glotta. Hún vill ekki vera ein. Og hver vill bitra, svikna, notaða konu um fertugt?

Af hverju ætti hún líka að fara? Af hverju ætti hún að gefa upp á bátinn öll sín framtíðaráform? Allar vonir sínar og langanir? Heimili og samfélagsstöðu?
Fyrir hvað? Einhverja kellingarbeyglu sem eyddi þremur árum í háskóla í að læra á Dewey-kerfið? Aldeilis ekki. Hin konan skal fá að fara! Fyrir fullt og allt!

   (8 af 10)  
2/11/05 09:02

Tina St.Sebastian

[Bíður eftir framhaldinu]

2/11/05 09:02

Aulinn

Meira, meira!

2/11/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er spennandi saga. Skál!

2/11/05 10:00

Offari

Framhjáhald? er það bannað? æ ó ég er alltaf að halda framhjá hér og á reyndar margar konur hér. ég líklega enda í helvíti.

2/11/05 11:00

Golíat

Efnilegt

William H. Bonney:
  • Fæðing hér: 25/8/05 18:25
  • Síðast á ferli: 17/4/12 21:42
  • Innlegg: 27
Eðli:
Kemur síðar
Fræðasvið:
Kemur síðar
Æviágrip:
Kemur síðar