— GESTAPÓ —
Fuglinn
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 31/10/05
Baggalútur á Loftbylgjunni

Hljómsveitin Baggalútur flutti frumsamin verk í Listasafni Reykjavíkur nú í kvöld, frá kl. 20.05 til 20.35.

Baggalútarsamsteypan sendi hljómsveit sína á Loftbylgjuhátíðina sem núna stendur sem hæst í Reykjavík. Líkt og svo oft áður voru það sömu leikararnir sem sendir voru til að flytja efnið (þeir veita góðan magnafslátt). Með þeim voru svo nokkrir alvöru tónlistarmenn - bæði erlendir og innlendir.
Það er skemmst frá því að segja að allt þetta fólk stóð sig með miklum ágætum og voru ætt sinni og stétt til mikils sóma. Samspil var allt eins og best gerist erlendis og söngur eingöngu falskur þar sem það var notað sem stílbragð. Fatnaður var klæðilegur og hattar tilkomumiklir.
Það eina sem hægt er að setja út á tónleikana er hve fáir áhorfendur voru mættir þegar köntrísveitin hóf að spila. Það rættist að vísu úr því þegar á leið, en salurinn var samt hálftómur. Þannig myndast sjaldan mikil stemning og áhorfendur voru helst til prúðir - allt þar til í lokalaginu (Settu brennivín...), þá vöknuðu áhorfendur loksins (enda erfitt að standa kyrr á meðan Settu brennivín.. hljómar).
Köntrísveitin fær fullt hús stiga fyrir framkomu og spilamensku!

   (1 af 2)  
31/10/05 20:02

krumpa

Andskotlans - alltaf missi ég af öllu!

31/10/05 20:02

dordingull

Iss, þú hefðir hvort sem er ekki fílað þig í snobbhænudragt, haldandi á fingurbjörg með grænu sulli og sítrónusteini.

31/10/05 20:02

Billi bilaði

Það var sagt í víðvarpinu í dag að allt væri uppselt???

31/10/05 21:01

Þarfagreinir

Þetta var einn af örfáum tónleikum hljómsveitarinnar sem ég fór ekki á. En gott að heyra að þeir voru góðir.

31/10/05 21:01

Nermal

Hvenær kemur Baggalútur norður aftur? Það var svo déskoti gamann síðast!

31/10/05 21:02

Offari

Ég heyrði og sá þá í sjónvarpinu í kvöld.

31/10/05 21:02

Vladimir Fuckov

Sjónvarpinu ? Hvar, hvenær og hvernig ?

31/10/05 22:00

Þarfagreinir

Þeir voru í þættinum sem var á undan Spaugstofunni í blálokin.

31/10/05 22:00

Anna Panna

Og stóðu sig einstaklega vel! [Ljómar upp og er ekki lengur jafnleið yfir að hafa misst af tónleikunum í gær]

31/10/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Já, jú jú.

31/10/05 22:01

Offari

Og nú er verið að endursýna þáttinn.

31/10/05 23:01

Númi

Þú segir „hálftómur“ - ég segi hálffullur...

Fuglinn:
  • Fæðing hér: 23/8/05 18:57
  • Síðast á ferli: 15/11/06 18:32
  • Innlegg: 24