— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/05
Djúpt

Ég rakst á þetta í erlendum bókmenntum og reyndi að þýða það eftir bestu getu. Njótið!

Eini guðinn sem við ættum að hafa er ástæðan. Fyrsta og eina regla ástæðunnar er sú: Að það sem er til, er til; Það sem er, er. Frá rótum þessarar grunnreglu hefur öll okkar þekking komið. Þetta er sá stofn sem allt líf er sprottið af.
Ástæða er val. Óskir og vonir eru ekki staðreyndir, né er þeim meint að uppgötva staðreyndir. Ástæðan er okkar eina leið til að höndla raunveruleikann, - hún er okkar grunnáhald til að komast af. Okkur er frjáls að hugsa, okkur er frjálst að hafna ástæðunni, en okkur er ekki frjálst að að sneyða hjá refsingunni er kemur úr hyldýpi því er við neitum að sjá.
Ef að við ákveðum að nota ekki ástæðu í okkar baráttu, ef að við lokum augum okkar fyrir því sem er, á kostnað þess sem við viljum að sé, þá munum við deyja, og það fyrir ekkert. Við munum aðeins verða nokkur í viðbót, ofan á þær milljónir af nafnlausum líkum sem þegar liggja undir gráum, fölum ljóma mannkynsins. Í myrkrinu sem fylgir, munu bein okkar verða merkingalaust ryk.
En að endingu, kannski þúsundum ára frá þessum tíma, kannski meira, mun ljós frelsis aftur skína á frjálst mannfólk, en á milli núna og þess tíma, munu milljónir á milljónir ofan fæðast inn í vonlausa eymd og hafa ekkert annað val en að lifa undir öðrum sem hafa óskir og von að leiðarljósi. Við, sem höfum sniðgengið ástæðuna, höfum keypt okkur stað á því fjalli af brotnum líkömum, rústum þeirra sem lifðu, en áttu þó ekkert líf.

   (2 af 16)  
4/12/05 05:01

Offari

Þetta þíðir að ég sé til afþví að ég er til.

4/12/05 05:01

Gaz

Reason = ástæða eða rökhugsun.
Af einhverjum ástæðum fæ ég þá tilfinningu að þetta rit sé aðeins meira um rökhugsun en ástæðu.

4/12/05 05:01

Prins Arutha

Það er sennilega rétt hjá þér Gaz, og fellur betur að efninu.

4/12/05 05:01

Gaz

Hvort heldur sem er þá er þetta athyglisverð pæling. ;)

4/12/05 06:00

Hildigunnur

Þetta er ferlega röklaus þvæla. Ég hætti sennilega fyrr á Gestapó en ég fæ mér mynd.

4/12/05 06:00

Heiðglyrnir

.
.
.
Rök-hugsun má baða í blút
bleyta vel í henni
þurrka svo með þurrum klút
þankagang og enni
.

4/12/05 06:02

Lopi

Hvenær erum við frjáls og hvenær erum við ekki frjáls spyr ég nú bara eftir að hafa lesið þetta.

4/12/05 01:00

Nermal

Þetta er speki

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.