— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/04
Kveðjubréf (En bara í bili)

Þá þaf víst að fara að mæta í vinnuna.

Jæja kæru vinir nær og fjær. Ég ætla með þessu riti mínu að kveðja ykkur í bili þar sem ég hef verið kallaður til starfa enn á ný. Ekki mun ég hafa þau þægindi að vera nettengdur næstu tvo mánuði, gæti reyndar dregist fram yfir áramót en ég vona það besta samt. Vil ég þakka ykkur öllum fyrir frábæra skemmtun í þann stutta tíma sem ég hef verið með ykkur hér. Ég vona að þið eigið góða tíma fyrir höndum, bæði hér á Baggalút og einnig í kjötheimum. Megið þið öll eiga gott haust, gleðileg jól og frábær áramót og svo gleðilegt nýtt ár.
Heyrumst aftur, vonandi seinnipart desembermánaðar, eða þá á nýju ári.

Kær kveðja
Prins Arutha af Krondor.

   (4 af 16)  
31/10/04 13:02

Gunnar H. Mundason

Vertu heill og sæll, og farnist þér sem allra best. Það er búið að vera gaman að hafa þig og komdu aftur sem allra fyrst.

31/10/04 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Farðu vel með þig og velkomin aftur

31/10/04 13:02

Hundslappadrífa í neðra

Gangi þér bara sem best, og ég persónulega hlakka til að hitta þig aftur hér.

31/10/04 13:02

Nornin

Bless í bili elskan. Hlakka til að sjá þig sem fyrst aftur.

31/10/04 13:02

Jóakim Aðalönd

Bless í bili. Við hvað vinnur þú annars?

31/10/04 13:02

Sundlaugur Vatne

Vertu sæll, kæri prins og vegni þér vel.
Þín verður saknað en mikil verður gleði okkar þegar þú snýrð aftur heim, heim til okkar hér á Gestapó.

31/10/04 14:00

Lærði-Geöff

Vertu blessaður og megirðu veiða sem allra mest.

31/10/04 14:00

Prins Arutha

Þakka ykkur fyrir þessi hlýju orð og við heyrumst hress.
Jóakim ég er að róa frá Kanada og þarf að vera úti á tvo mánuði í senn. Ræ frá litlu þorpi þar sem varla er símasamband hvað þá meir.

31/10/04 14:00

Mjákvikindi

Úff, en leiðinlegt, en hafðu það sem allra best í útlegðinni. Hlakka til að sjá þig aftur.

31/10/04 14:01

Enter

Heyrðu mig nú, þú áttir að sjá um sameignina í nóvember!

31/10/04 14:01

Ívar Sívertsen

Hafðu það gott prins... bið að heilsa kúkbökum (íbúar Quebec)

31/10/04 14:01

Leir Hnoðdal

Far þú vel og heilsaðu öllum frændum okkar og frænkum í nýja landinu

31/10/04 15:02

Heiðglyrnir

Góða ferð kæri Prins, komdu heill heim.

31/10/04 20:00

blóðugt

Neih ég var að sjá þetta! Vertu blessaður í bili.

[Skellihlær að kúkbökunum]

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.