— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 10/12/04
För mín í vort alþingishús.

Læt þetta bara vaða svona.

Í hús eitt grátt við Austurvöll,
ákvað ég eitt sinn að ganga.
Þar gerðist fátt nema frammíköll,
og fólk sem var bara að hanga.

Í þunglyndi ég lagðist þar,
þreyttur mjög og dapur.
Þetta minnti helst á hænurnar,
helber hálfvitaskapur.

Þegar ég fór, ég segi þér,
ég var sem þurfalingur.
Í fyrsta sinn ég óskaði mér,
að vera annað en íslendingur.

En ég skildi eftir skilaboð
skorin með höndum fúnum,
Þarna utan á styrkri stoð,
standa þau orð mín í rúnum.

“Ég skal aldrei, aldrei meir,
aftur hingað kíkja.
Hérna saman safnast þeir,
sem ljúga, pretta og svíkja.”

   (6 af 16)  
10/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Segðu... síðasta vísan er bara helber snilld... salút...

10/12/04 03:01

Hundslappadrífa í neðra

Verð að fara að læra að yrkja, þetta var hin mesta skemmtun, og satt líka. Sammála síðasta ræðumanni.

10/12/04 03:01

Krókur

[Klappar eins og bjáni]
Þetta finnst mér afar gott. Svo hugsar maður sig um og sér að þú ert einmitt sá maður sem ættir að snúa aftur í þetta hús og þá til að koma einhverri skikkan á málin.

10/12/04 03:01

Prins Arutha

Hundslappadrífa: Þetta er það sem ég hef lært hér. Sérstakar þakkir fær Skabbi skrumari fyrir. En einnig aðrir hér hafa leiðbeint mér.
Krókur: Eins og ég sagði, aldrei aftur.

10/12/04 04:00

Sundlaugur Vatne

Innihald kemst nokkuð vel til skila, rím í lagi en ljóðstafasetning meingölluð.

10/12/04 04:01

voff

Í steingráu húsi póstsins er pakk
paufast þar ringlað og dofið.
Í ógáti ýtir þar tregur á takk´
tæplega Blöndal fær við það sofið.

(Alþingishúsið er gert eftir danskri teikningu af pósthúsi)

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.