— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 9/12/04
Dóttir mín

Þá ertu loksins litla skinn,
létt í heiminn borin.
Því hann lofar, faðir þinn,
að fylgja þér fyrstu sporin.

Nú sjötta árið er gengið um garð,
gimsteinn í augum mínum.
Oft pabbi tárin þerra varð,
af votum hvörmum þínum.

Nú ertu ástin og yndið mitt,
orðin sextán ára.
Megi allt æviskeiðið þitt,
ávalt vera án tára.

Brátt mun ég ljúfust, ljúka vakt,
lífið mun verða þitt.
En sem faðir, stoltur get ég sagt.
Sjá, þetta er barnið mitt.

Öll gagnrýni og allt um hvað mætti fara betur í þessum kveðskap eru vel þegin.

   (9 af 16)  
9/12/04 14:02

Hakuchi

Afar fallegur og einlægur sálmur.

Ég hef ekki hundsvit á formi, hrynjanda eða stuðlum og get ekki gagnrýnt það.

Ég get einungis vottað að innihaldið er hnökralaust og yfir gagnrýni hafið.

9/12/04 14:02

Lopi

Já fallegt og einlægt og kannski óþarfi að laga bragarhætti ef ljóðið verður með skrítnum orðum í staðinn

9/12/04 14:02

Nornin

Mjög fallegt.
Ég tek undir með Lopa, stuðlasetningin má alveg víkja þegar kveðskapurinn er frá hjartanu.
Hann er aðeins á skjön á nokkrum stöðum en ég fann ekki orð sem pössuðu inn í án þess að merkingin breyttist ögn.

9/12/04 14:02

Nafni

Þetta er fallegt skemmtilegt annars eru rimur.is ágæt lesning fyrir formþyrsta.

9/12/04 14:02

Galdrameistarinn

Ég tel að innihaldið segi allt sem þarf í þessum sálmi. Skítt með stuðla og höfuðstafi. Og þess vegn rím ef út í það er farið.
Bara fallegt og einlægt.

9/12/04 14:02

Prins Arutha

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir unditektirnar. Mér fynnst mjög gaman að hnoða svona saman en held að það verði miklu skemmtilegra þegar ég hef lært leikreglurnar.

9/12/04 14:02

Prins Arutha

e.s. Fyrsta vísan var gerð fyrir 19 árum síðan.

9/12/04 14:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Fallegt ljóð. láttu ávalt hjartað tala.hann pabbi hennar dóttur þinnar er gott skáld.

9/12/04 15:00

Heiðglyrnir

Sammála Þeim sem hér á undan eru. Skaparans er að forma umgjörðina að sinni sköpun, ekki formsins að ákveða hver niðurstaðan verður. Fallega og innilega kveðið. Til hamingju með dóttir þína Prins. Henni óskar Riddarinn til hamingu með Pabba sinn.
.
Með æfingu, er að sjálfsögðu hægt að temja formið og hugmyndina, í einn og sama farveg. Hafi skaparinn á því áhuga.
.
Þeim sem hefur tekist að ala upp barn og ungling til 16 ára aldurs, og vera stoltur af, er treystandi til að ala upp eitt og eitt lítið ljóð, já og seisei.

9/12/04 15:01

Sæmi Fróði

Þú ert góður faðir sýnist mér.

9/12/04 15:01

Hexia de Trix

Yndislegt! [Þerrar vota hvarma]

9/12/04 15:02

hundinginn

Magnað! Hreint og tært og laust við hvað sem svo mætti gagnrýna. Það er ekki rjett að gagnrýna það sem kemur beint frá hjartanu.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.