— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 9/12/04
Lygin - Trúin - Faðir - Móðir

Oft hef ég heyrt því fleygt að Djöfullinn væri faðir lyginnar.
Jafnoft hef ég spurt hver er móðirin?

Hvenær verður lygin lygi? Þegar hún er sögð eða þegar einhver trúir henni? Ef að ég til dæmis segði þér eitthvað sem ég vissi að væri lygi og þú mundir ekki trúa mér, væri það sem ég sagði þá bara ekki marklaus orð? En ef þú hinsvegar tryðir því sem ég sagði, væri þá ekki lygin fædd? m.ö.o. orðin fleyg?
Væri ekki rökrétt að segja þá að trúin væri móðir lyginnar?

Hugsið ykkur ef Guð og Djöfullinn eru til í þeirri mynd sem Krossins- og Hvítasunnumenn halda fram og að þessi Heilagi andi sem kom og barnaði Maríu Mey (hvernig sem hann fór nú að) hafi kannski ekki verið svo heilagur eftir allt saman, að þetta hafi í raun og veru verið faðir lyginnar, Djöfullinn sjálfur.
Væri það ekki fullkomnun lyginnar?

Þorri alls mannkyns lifði í algjörri blekkingu þar sem lygin og trúgirni mannsins hafa verið ofin saman og myndað hið fullkomna vopn í baráttu hins illa gegn hinu góða. Þau eru ekki ófá trúarstríðin sem hafa blossað upp af þvílíku hatri sem við þekkjum, og enn eru að spretta upp allskonar sértrúarsöfnuðir sem útbreiða sama "fagnaðar-erindinu" sem gæti allt eins verið vopnið sem hið illa kom af stað til að sigra hið góða.

Kannski er það ástæðan fyrir því að Drottinn vinnur ekki eins mikið með okkur mönnunum eins og sagt er frá í gamla testamentinu, við höfum lokað okkur inni í okkar eigin fullkomna blekkingavef og erum nú orðin svo stór hluti af lyginni að lygin er orðin trúin, afkvæmið er farið að stjórna.

Hugsið ykkur bara...

(Hristir hausinn og spyr. Hvaðan koma svona hugsanir?)

   (11 af 16)  
9/12/04 01:00

Rósin

Góð pæling.

9/12/04 01:01

Nafni

Sennilega er lygin eldri en trúin.

9/12/04 01:01

hundinginn

Þetta er allt saman ein helber lygi. Fín pæling samt og efnilegt.

9/12/04 01:01

Limbri

Þetta eru íhuganir sem vert er að ræða betur. Mætti jafnvel bregða þessu upp sem þræði í Vísindaakademíunni.

Lygar byggjast samt líklega frekar á ásetning, fremur en á hvort sá sem þiggur lygarnar trúir þeim ellegar ekki.

-

9/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegar pælingar, mæli með því að umræða um þetta fari fram í akademíunni... salút

9/12/04 01:01

Krókur

"Hvaðan koma svona hugsanir?"
Ætli einhver hafi bara ekki logið þessu að þér?

Hlakka til að lesa um þetta í Vísindaakademíunni.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.