— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 8/12/04
Furðuleg ræða prests.

Ég var að koma heim af skólsetningu, og það er nú saga að segja frá. Skólasetning þessi er haldin í lítilli sveitakyrkju, n.t. að Grund í Eyjafirði, þeim fræga stað. Og þarna mætti ég ásamt níu ára gamalli dóttur minni. Ræða skólastjóra var ágæt, svona þessi hefðbundna skólasetningarræða, og allir virtust una henni vel. En þá! Þá stóð prestur upp og fór að tala, Sér Hannes Blandon. Og hann byrjar að tala um einelti. Ekkert minntist hann á hvort það væri slæmt eða gott, heldur var hann að segja okkur hvað hann hafi verið sniðugur, hann nefnilega lagði kennarana í einelti. Ekki gat ég séð hvað séra faðirinn var að fara með þessu bulli sínu því að allt í einu er hann farinn að segja frá kennara sem var honum "sérstaklega hugleikinn", en sá var víst kallaður Guðni kjaftur og var víst frægastur fyrir að leggja stúlkur í einelti. Einhvern veginn koma aldrei neinn endir á þessu bulli í honum því allt í einu greip hann biblíuna og vildi lesa fyrir okkur upp úr Lúkasi gamla, eitthvað um flís í einu auga og bjálka í öðru sem síðan leiddi til símastaurs í auga hans sjáfs, þ. e. prestsins. Ég er nokkð viss um að það hafa verið tréspænir sem fylltu upp í bilið á milli eyrna hans. Nú svo þegar Lúkasi lauk þá minntist hann á franskar portkonur og ekki nóg með það heldur skírði hann það út fyrir börnunum sem voru í kyrkjunni að franskar portkonur voru svona konur sem seldu blíðu sína. Nú voru mörg móðurandlitin orðin öskugrá og ég leit á dóttur mina og hún sat bara og gapti eins og öll önnur börn þarna inni. Hvað séra presturinn var að fara, eða hvaða boðskapur átti að vera í þessari ræðu hans hef ég enga hugmynd um frekar en nokkur annar er hlýddi á þennan ósóma mannsins. Og án nokkurrar skýringar snýr hann sér snögglega að altarinu og segir. "Við skulum biðja. Faðir vor..."
Ef að þetta er dæmi um góða ræðu innan hinnar íslensku þjóðkyrkju, þá má mín vegna pakka henni allri inn og senda til Færeyja. Ég ætla strax á morgun að fara og láta afferma mig og segja mig úr þessum villutrúarsöfnuði.

Ég sæki hér með um að verða löggillt sóknarbarn í kyrkju Baggalútíu.
Hvað heitir hún annars?

   (14 af 16)  
8/12/04 23:02

Skabbi skrumari

Kirkja Baggalútíu væntanlega... en var maðurinn ekki bara fullur?

8/12/04 23:02

dordingull

Best væri sennilega að kyrkja þennan Bland-on áður en hann blandar og bullar meira.

9/12/04 00:00

Prins Arutha

Hann hefur reyndar orðið af skýrn minnst einu sinni sem ég veit um vegna fyllerís svo að það gæti verið Skabbi.

9/12/04 00:01

Fuglinn

Fullir prestar eru bestir - þá sofa þeir fastast.

9/12/04 00:01

Hakuchi

Það er nú ævaforn og góð hefð fyrir fullum prestum á Íslandi. Gott ef það er ekki vígsluskilyrði að þeir séu fyllibyttur.

9/12/04 00:01

B. Ewing

Öðruvísi mér áður brá! Kannski væri ráð að flýja dulítið í vestur til Svarfdæla og heyja baráttuna fyrir Húsabakkaskóla í staðinn. Göfugur málsstaður og barnvænn. Blandon fær skömm í hattinn næst er ég hitti hann.

9/12/04 00:01

hundinginn

Það er eingin helvítis kirkja í Baggalútíu. Eru menn að tapa sjer eða hvað? Var ekki bara allt í lagi að labba upp til fíflsins og slá hann að vitnum viðstöddum? Og henda honum svo öfugum út. Það hefði jeg gert!

9/12/04 00:01

Rasspabbi

Það er alveg rétt hjá Hakuchi að hinir lærðu menn eiga jafnan að vera, m.v. hefð, vel við skál við ræðuhöld og önnur kirkjustörf. Annars er ekkert fútt í þessu!

En hvernig gæti þetta verið með Kirkju hins bagglútíska keisaraveldis... verður messuvínið ekki ákavíti?

Annars þá má alveg flengja djáknann fyrir þessa óhæfu. Hver er til í múgæsing?

9/12/04 01:00

Leir Hnoðdal

Þetta er nú meiri vitleysan. Gefið pokaprestinum tréspritt í eplasafa. Þá fer hann loks að bulla.
...já mér finnst múgæsingur við hæfi. Kanski má byrja á að sletta bláberjaskyri á hempuna. Hvernig líst mönnum á það.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.