— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 8/12/04
Baráttan

Einhvurntíma þegar allt gekk bara ekki upp, þá varð þetta til.

Fyrir mér virðist liggja fátt,
Það er sem ég dvelji í hýði.
Það er sem ég hafi alltaf átt
í eilífu sálarstríði.

Á tímabili var gatan svo greið,
svo traust mér fannst mitt tak.
En mig grunaði ekki að á þessari leið,
fyrir mér myrkrið sat.

Nú er ég að falla í helvítisgýg,
sem kenndur er við þunglyndis-surt.
En ég skal finna og þræða hinn erfiða stíg,
sem að lokum mun leiða mig burt.

Með viljann að vopni sem tvíeggja sverð,
og brynju sem minningar lýsa.
Þá mun ég að lokinni þessari ferð,
aftur sjá sólina rísa.

   (16 af 16)  
8/12/04 22:01

Galdra

Virkilega flott. Lýsir vel ástandi fólks þegar vonleysið tekur völdin. Þó er mikil bjartsýni falin þarna líka.

8/12/04 22:01

Prins Arutha

Takk.
Ég hef séð sólina aftur

8/12/04 22:01

Sundlaugur Vatne

Það er nú svo sem í góðu lagi að yrkja sig út úr vandræðaganginum, það gerði Egill Skallagrímsson á sínum tíma.
Það væri nú hinsvegar ekki setjandi á blað nema fólk hefði stolt og getu til þess að yrkja eins og menn (karlar og konur). Svona hnoði heldur maður nú bara fyrir sjálfan sig.

8/12/04 22:01

Prins Arutha

Fyrirgefðu Sundlaugur, ég ætlaði nú ekki að koma hér inn og særa sjálfsvitund þína, en það er ekki eins og ég hafi hótað þér með stökkbrettinu að lesa þetta.

8/12/04 22:01

Sundlaugur Vatne

Það hefur ekkert með sjálfsvitund mína að gera þó þú sóðir út eftir sjálfan þig á ljóðavegum. Það ert þú sjálfur sem kemur skemmdari frá velli.
Vertu annars velkominn til leiks og vandaðu þig bara meira í framtíðinni.

8/12/04 22:01

Prins Arutha

Afsökun fyrir þetta hnoð mitt:
Ég lítið blað og penna tók
lítið ljóð ég orti.
En því miður þá er mín orðabók
full af orðaskorti.

Ég var annars að lesa sögurnar þína Sundlaugu og þær eru virkilega skemmtileg lesning
lifðu heill.

8/12/04 22:01

Sundlaugur Vatne

Allt í lagi góði, við hnjótum vonandi oftar um hvor annan hér á þráðum. Njóttu hinnar hárbeittu ýsfirzku fyndni.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.