— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Spanjóli
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 8/12/04
Búðarferð.

Ég ætlaði að lesa bók og poppa, en það var ekki til popp, svo ég ákvað að fara og kaupa eitthvað.

Ég gekk ég niður í búð í bullandi rigningu, er ég er mættur fyrir framan "BÓNUS" þá sé ég að það er opið til hálfsex, ég drep upp rennblauta úlpuermina og kíki á klukkuna, 18:32 djöfull hugsa ég með sjálfum mér og sé að það eru enn nokkrir starfsmenn þarna inni. Ég er byrjaður að blóta þarna úti og stappa svo öðrum fæti í jörðina og þá sé ég að ein afgreiðslukonan opnar óvart rennihurðina (þið vitið, ef maður læsir þeim þá opnast þær innannfrá) og hún spyr "Hvað ertu að gera" þegar hún sér mig muldra eitthvað og snúa mér í hringi. "Uhh.. Bara... Svo fallegt húsið þarna.." segji ég og bendi eitthvert útá götu, spyr hvort ég megi ekki næla mér í snakk og drykk, jújú sé ég að það er fullt af fólki ennþá inni! Ég borga mitt og kem mér aftur út. Ef mögulegt er þá var meiri rigning en áðan, og ég labba heim holdvotur, fér í þurr föt og sest við tölvna. Þá hvarflaði að mér.. Á ég ekki einhverja bíó mynd.. Mig langar ekki að lesa bók! Þá fer ég og kíki inn í skáp... Nei, engin bíómynd sem mig langar að sjá!! Jæja.. hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera, ætli ég verði ekki bara að lesa fjandans bókina eftir allt!

Nema... Nema að þið hérna hafið einhverjar uppástungur?

   (1 af 1)  
8/12/04 09:01

Þarfagreinir

Mér dettur helst í hug hangs á Gestapó. Er það kannski einum of gróft?

8/12/04 09:02

Sjöfn Schiöth

Góð bók með poppi og kóki er nauðsynleg dægradvöl

8/12/04 09:02

Spanjóli

Tja... Ég var frekar að hugsa eitthvað tengt kassa... Með litum já.. En ekki tölvuna...

8/12/04 09:02

Ugla

Já...ég veit ekki með ykkur strákar, en þegar Horatio Cane er væntanlegur á skjáinn þá bara bíður maður andaktugur...!

8/12/04 09:02

Spanjóli

Ætli ég kíki ekki á Imbakassann...

8/12/04 09:02

Spanjóli

Heh, þetta er æðislegt, vann hann strax!!!

8/12/04 09:02

Smábaggi

Reyndu þá að vinna hann aftur! Og aftur! Og aftur!

8/12/04 09:02

Amma-Kúreki

Gerðu nú góðverk röltu niður að tjörn og gefðu Bra bra brauð þetta sem þú verslaðir í þar síðustu viku rétt fyrir lokun
elsku litli kútur

8/12/04 09:02

Smábaggi

Ekki gleyma að gefa ógæfumönnunum!

8/12/04 09:02

Amma-Kúreki

Ahhh rétt gleymdi því ! gamlir rakspírar komnir úr móð eru vel þegnir takk fyrir ábendinguna loðstrympill

Spanjóli:
  • Fæðing hér: 9/8/05 14:35
  • Síðast á ferli: 29/3/06 22:52
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Tja.. Íslensku tala ég ágæta, ég kann þó nokkur orð í spænsku, eitt eða tvö í hollensku, tvö í Latínu, hmm... Jú helling í ensku... Dönsku pínkupons... Eitt eða tvö í þýsku líka, ég þarf að kynna mér frönskuna betur... Finnsku líka pínulítið... Já held að þetta séu flest öll tungumálin sem ég "kann". Svo má ekki gleyma hinum ómótstæðilega sjarma, sem engin sönn dama getur staðist.
Æviágrip:
Sjáum nú til... Ég man fyrst eftir mér sem ungum dreng, kannski 12 ára, vann sem vikapiltur á spánsku hóteli "Hotel el laBella" að nafni, þar hjálpaði ég viðskiptavinum með föggur sínar upp í herbergi þeirra og fékk svo sykurmola eða túkall fyrir, svo var rauður fallegur búningur með húfu, satt að segja leit ég nokkuð vel út í því eins og flestu öðru!Svo liðu árin hratt og ég kláraði skóla og lærði eitthvað þar, svo man ég ekki eftir neinu enn að hafa bara einfaldlega villst inn á þennann ágætis vef!