— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/07
Apótek

Í dag var ég á kaffihúsi með tveimur vinkonum og kærustu vina míns (kalla hana ekki vinkonu þar sem helvítið er óþolandi smápíka, já verri en ég). Og fóru umræðurnar út í kynlíf og komumst við að þær þrjár héldu alltar að þær væru ófrískar. Og engin af þeim þorði að kaupa þungunnarpróf. Eftir rökræður fengur þær mig til þess að segja já við að kaupa þessi próf. Ég rölti út í apótekið þegar kaffið var búið og ætluðu þær að koma heim til mín um kvöldið og pissa saman á prikin.

Þegar ég kom í apótekið rölti ég sallaróleg að óléttu og egglosarprófunum eins svöl og ég er. Gríp þrjú stykki próf og skelli þeim á afgreiðsluborðið með látum. Ég var sko ekkert feimin við að kaupa svona próf.

"Nei hæ"

Lít ég til vinstri og sé ég þá ekki strákinn sem ég er búin að vera hitta í nokkrar vikur við hliðin á mér.

"Mamma þetta er stelpan sem ég var að segja þér frá"

Réttir kona fram höndina og tekur í mína og babblar eitthvað um hvað hún sé búin að heyra margt um mig. Líta þau svo bæði á afgreiðsluborðið og kellingin segist bara ætla að bíða eftir syni sínum út í bíl.

Fáum við svo lokst bæði afgreiðslu og ég mumbla um að þetta sé sko alls ekki handa mér, eldrauð og vart skiljandi því það er erfitt að tala dönsku þegar maður er í uppnámi. Rýk ég síðan út út apótekinu eftir að hafa kvatt frekar fljótt.

HVERNIG GERIST SVONA?! HVERNIG GERIST SVONA?!

   (5 af 56)  
31/10/07 21:00

krossgata

Nú það gerist svona.

31/10/07 21:00

Finngálkn

Þessar sögur þínar... geta verið helvíti góðar! - En svona er að vera glyðra!

31/10/07 21:00

Anna Panna

Þetta rit hefði kannski mátt heita Auli IV. Held að svona gerist bara þegar maður tekur viljandi upp nafnið Aulinn!

31/10/07 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Íslendingar eiga jú vissulega erfitt uppdráttar á erlendri grundu um þessar mundir... en svona predíkament er með hreinum ólíkindum, verður maður að segja.

31/10/07 21:00

Kiddi Finni

Ekki varstu sérlega heppin.

31/10/07 21:00

Offari

Og hað kom svo út úr testinu? Nýja tengdamamman vill vita hvort hún sé að gerast amma.

31/10/07 21:00

Jarmi

Mikið er ég nú ánægður að strákarnir biðja mig aldrei um að eyða kvöldstund í að míga á prik með þeim.
Það er eitthvað með kvenkynið og hlandlosun í samveru. Kvenfólk er spes.

31/10/07 21:00

Billi bilaði

Amen, bróðir Jarmi. Amen!

31/10/07 21:01

Tigra

Jarmi minn, hefur þú aldrei pissað í kross?
Gott rit annars Auli! Þú ert snilld.

31/10/07 21:01

Andþór

[Hlær dátt]

31/10/07 21:01

Huxi

[Hlær sig í keng]

31/10/07 21:01

Hvæsi

<Skellihlær>
Sammála Jarma samt, aldrei myndiru heyra stráka plana firirfram að hittast og míga.
Prumpa kanski, en þetta að pissa í kross er eiginlega bara feðga"thing" meðan unginn er enn lítill, eða hauslaust fyllerísdjók.

Persónulega finnst mér ógeðslegt að pissa í kross, skvettist allt útum allt og dropar á buxur og skó.

31/10/07 21:01

Texi Everto

Við Blesi pissum aldrei í kross, en við gerum það stundum að leik að pissa í stjörna.
Skemmtilegur Aulansskapur.

31/10/07 21:01

Rattati

Góð að venju.

31/10/07 21:01

Regína

Þú ert óborganleg. Þetta eru bara laun þess að vera töffari. [Heldur áfram að hlæja]

31/10/07 21:01

Nermal

Helst vil ég pissa í einrúmi. Kvennfólk er skrítið að þessu leiti sem og mörgu öðru leiti.

31/10/07 21:01

Galdrameistarinn

[Fær hláturskrampa, iðrakrampa og slefar]

31/10/07 21:01

Garbo

Ég pissa líka alltaf í einrúmii. Ekki alhæfa svona um kvenfólk strákar.
Góð saga annars.

31/10/07 21:02

Skabbi skrumari

[Springur úr hlátri]... frábært...

31/10/07 21:02

Bleiki ostaskerinn

Bentu samt vinkonum þínum á að niðurstöðurnar af þessum prófum eru öruggastar ef þau eru tekin á morgnanna.

31/10/07 21:02

Næturdrottningin

æi.. það er nú ekki annað hægt en að brosa að þessu. (Flissar góðlátlega)

31/10/07 21:02

Kargur

Frábær saga. Svona lagað á náttúrulega ekki að geta gerst.

31/10/07 21:02

Jóakim Aðalönd

Féxtu hláturskast?

31/10/07 22:01

Álfelgur

[Deyr úr hlátri] Þú ert ÓTRÚLEGA ÓHEPPIN -þetta er bara fáránlegt, hefurðu einhverntíman pælt í því hvort þú sért aðalpersóna í raunveruleikaþætti, svona eins og í The Truman Show?

1/11/07 00:01

Dexxa

Úff.. en vandræðalegt.. og alveg rosalega skemmtilega skrifað [hlær dátt]

1/11/07 01:01

B. Ewing

Góð saga, en strákinn færðu aldrei að sjá aftur..... mamman sér til þess að hann verði hlekkjaður við rúmfótinn inni hjá henni hér eftir.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.