— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/07
Auli var getinn.

Byggt á stuttri frásögn móður minnar.

Leyfið mér að fara með ykkur í enn annað ferðalagið. Við förum til ársins 1989, kaldan febrúar mánuð. Ungt par helst í hendur í aftursæti gamallar Lödu, bílstjórinn þarf að halda í hurðina sín megin til þess að hún fjúki ekki upp. Welcom To The Jungle með Guns N' Roses er stillt á hæstu stillingu þrátt fyrir léleg gæði, snældan er pínu slitin. Hópurinn í bílnum syngur hástöfum með og flaska af Jack Daniel's gengur á milli þeirra fjögurra, líka bílstjórans.

Stúlkan dillar sér svo brakar í svarta plastjakkanum, stuttbuxur í stíl. Gat er á sokkabuxunum en henni var alveg sama. Hún hristir höfuðið en hárið fer hvergi, það er knallstutt og lýsir næstum í myrkrinu. Mamma mín.
Strákurinn strýkur höndinni í gegnum hárið og lagar rauð, kringlótt gleraugun á nefinu, buxurnar rifnar og slitnar og bolurinn ekki verið þrifin í tvær vikur. Pabbi minn.

Loks leggjum fyrir utan blokk nálægt miðbænum, þau stíga út úr bílnum og veifa nokkrum krökkum sem standa út á svölum á efstu hæð. Tónlistin heyrist út á götu. Stúlkan hleypur á undan og er fyrst inn í illa lyktandi íbúðina. Strákarnir ganga hægt á eftir og kveikja í sígarettu fyrir utan, skítt með það að megi ekki reykja á stigaganginum. Þegar þeir koma inn fyrir sjá þeir að stúlkan er strax komin á mitt stofugólfið, dansandi með Jack Daniel's flöskuna í hægri höndinni, sígarettu í þeirri vinstri. Strákunum er boðið að fá sér drykk úr bollunni, hún er inn á baði, baðkerið er skálin. Hverskonar sull þetta er veit enginn. Allir hafa eitthvað að bæta við. Orðrómur var að einhver hefði migið í hana, skítt með það.

Teitið heldur áfram, jóna gengur á milli. Fólk sofnaði á ýmsum stöðum. Strákurinn finnur ekki kærustuna sína þegar Ladan ætlaði af stað. Hann fer án hennar. Stúlkan heldur áfram og dansar eins og enginn sé morgundagurinn.

Á víð og dreif má sjá fólk sofa, á gólfinu, í sófanum. Sjá má stutthærða stúlku með aflitað hár í plastjakka sofandi ofan á eldhúsborðinu. Nokkru síðar rankar hún við sér og byrjar leit að kærastanum sínum. Eftir nokkra stund áttar hún sig á því að hann er ekki þarna, hann er kominn heim hugsar hún. Ladan er farin og enginn vakandi. Skítt með það, hún gengur heim.

Höfuðverkurinn segir til sín um leið og út er komið. Plastjakkinn hlífir henni ekki fyrir frostinu hvað þá plaststuttbuxurnar. Kuldinn bítur kinn og þegar við höfum fylgt henni alla leið á Kleppsveginn sjáum við lögreglubíl stoppa hjá henni. Hún fær far.

Fyrir utan Krummahólana stoppar bíllinn. Gamall lögreglumaður áminnir stúlkuna um að klæða sig betur, kveður og segir henni að fara vel með sig. Þegar stúlkan gengur út úr bílnum eftir að hafa þakkað fyrir sig má heyra lögreglu mann tauta um ungt fólk við félaga sinn.

Íbúðin sem við komum nú inn í er mun snyrtilegri en sú fyrri, þrátt fyrir óhreint uppvask og föt á víð og dreif. Stúlkan kemur að kærastanum steinsofani í rúminu, hún kyssir hann og við það vaknar hann.

Auli var getinn.

   (13 af 56)  
3/12/07 19:02

Herbjörn Hafralóns

Enn ein snilldarsagan frá þér. Haltu áfram á þessari braut.

3/12/07 19:02

Rattati

Það verður að segjast að Aulinn er einhver skemmtilegasti sagnaþulurinn hér um slóðir.

Bittinú.

3/12/07 19:02

Regína

Plaststuttbuxur?

3/12/07 20:00

Kargur

Nei takk Regína.
Prýðisgóð saga. Takk.

3/12/07 20:00

Hvæsi

Alveg magnað að eftir þetta partý hafði settið orku í að flengja undir morguninn.
Ekki nenni ég því svona seint.

Flott saga.

3/12/07 20:00

Grýta

Það er eins og þú hafir verið á staðnum svo góð er frásögnin.

3/12/07 20:00

Huxi

Ekki meig ég í bolluna, það var helvítið hann Gunni.

3/12/07 20:00

Rattati

Fannst ég kannast við bragðið....

3/12/07 20:00

Grágrímur

Flott saga... eins og alltaf.

3/12/07 20:00

Bölverkur

Aulalegur stíll. Ekki meir.

3/12/07 20:00

Jóakim Aðalönd

Þú ert barasta með betri félaxriturum sem sézt hafa hér lengi. Skál fyrir því!

3/12/07 20:00

Galdrameistarinn

Snilld í einu orði sagt.
Áfram með þig stelpa þú ert að gera góða hluti.

3/12/07 20:00

Amma-Kúreki

Síðasta fíflið er ekki fætt ,, annars hélt ég að það væri ég

3/12/07 20:00

Rauðbjörn

Þetta var akkúrat nógu langt til að ég nennti að lesa það í heild sinni.

Sem betur fer(fyrir mig) þá notaði móðir mín hettuna, ekki áreiðanlegustu getnaðarvörn í heimi. Það er mín saga í hnotskurn, þó að ég geti sennilega bætt við nokkrum lýsingarorðaþrungnum náttúrulýsingum, en ég nenni því ekki.

3/12/07 20:00

Regína

Þau voru flink, foreldrar þínir. Þau bjuggu til fallega kjaftfora stelpu sem getur raðað saman orðum í skemmtilegar örsögur.

3/12/07 20:01

Garbo

Skemmtileg saga!

3/12/07 20:01

krossgata

Ég kann vel við þinn stíl örsagna. Finnst þetta vera skyndimyndir. Verður örugglega athyglisvert myndasafn á endanum.

3/12/07 21:01

krumpa

Flott saga - verð samt að viðurkenna að ég man ekki eftir plastbuxum á þessum tíma - en það gæti verið minn feill.

3/12/07 21:01

Kiddi Finni

Eitthvað gott gerðist jafnvel á þeim tíma... þú ert góð í því sem þú ert að gera.

3/12/07 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ágætt

3/12/07 22:00

Bægifótur

Plís

4/12/07 03:00

Andþór

Alltaf gaman þegar þú skrifar.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.