— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/07
Martin

Hún kveikti ljósin á hjólinu sínu og leit á plan kvöldsins. Ein heimsókn og hún gæti farið heim. Hún settist á hjólið heldur klaufalega, enda ekki hjólað síðan hún var barn, þetta átti eftir að venjast. Ferðin tók ekki meira en tvær mínútur og mætti hún ekki einum bíl né einni manneskju á leiðinni, bærinn sem hún var nýflutt í breyttist í draugabæ eftir klukkan níu... allir fóru víst snemma að sofa.

Aftur leit hún á planið „Hjálpa úr sokkum og smá spjall" og svo stóð „Getur ruglast". Getur ruglast? Af hverju skrifa þessar kerlingar ekkert meira? Fyrsta vaktin og hún fær svona smá upplýsingar. Hún gekk inn, best væri að ljúka þessu af svo hún komist sem fyrst heim. Súr lykt fyllti vitin, hvað er málið með gamalt fólk og vonda lykt?

"Góða kvöldið!" kallar hún fram. Ekkert heyrist. Hún leggur frá sér töskuna og hengir upp úlpuna. Allt í einu heyrir hún óskýrt hvísl úr stofunni. Kannski er hún með gest.

„..nei ekki núna.. suss... hættu.... koma...."

„Maria? Hæ þetta er Elísabet frá heimaþjónustunni"

„Komdu bara inn elskan mín"

Þegar inn í stofuna var komið sat María ein, sjónvarpið var á svo Elísabet hugsaði að það sem hún heyrði hafi verið frá sjónvarpinu.

Maria var grindhoruð, föl og óhamingjan sást í andlitinu á henni. Kaffibolli sat á borðinu og sígaretta brann í öskubakka. Stofan var dæmigerð stofa fyrir gamla konu, blúndudúkar, brúnt sófasett, litlar óþarfa styttur á útskornum hillum... eitt fannst Elísabetu undarlegt... ekki var ein mynd af manneskju, engar brúðkaupsmyndir, fjölskyldumyndir og ekki ein fermingarmynd eins og fylltu yfirleitt hús eldra fólks.

„Hefuru haft það gott í dag?" spurði Elísabet til þess að koma samræðum af stað.

„Jájá, bara þetta sama, ekki mikið að gera fyrir gamla konu" svaraði Maria og píndi fram bros.

Þurfti hún að segja. Hvernig svarar maður þessu?

„Svooo, ég á að hjálpa þér úr teygjusokkum"

Maria dró fram fótskemil og lagði fæturnar ofan á hann. Verkið tók enga stund. Spjall í fimm mínútur og svo gæti Elísabet lagt af stað heim. Hún settist í sófann við hliðiná gömlu konunni sem gerði alltaf það sama. Vandræðaleg stund leið og báðar brostu þær.

Maria braut þögnina og spurði hversu lengi Elísabet hafði unnið hjá heimaþjónustunni. Eftir það byrjuðu þær að spjalla um ómerkilega hluti, veðrið, vinnuna, smáhunda og þá staðreynd að ef manni er kalt á tánum þá er manni kalt allstaðar, sokkar eru mikilvægir.

Nokkrum mínútum seinna heyrðust skarkalar fram á gangi.

„Hvað var þetta?" sagði Elísabet og stóð upp og ætlaði að fara fram.

„Ekki fara fram, þetta er bara Martin, hann Martin minn er alltaf með svo mikil læti"

Elísabet settist rólega niður. Þetta hlítur að vera ruglið sem stóð á planinu. Þetta varð að vera það.

Elísabet reyndi að tala um eitthvað annað en María sagði ekki orð, hún var alveg svipbrigðalaus. Skuggi fór yfir andlit hennar. Maria leit á Elísabetu.

„Ó nei"

Tíminn leið hægt. Stofuhurðinn rykktist upp, kuldi kom á fleyji ferð að konunum tveim. Báðar festust þær við bakið á sófanum. Elísabet náði ekki andanum.

Næsta dag.

„Góðan daginn Maria, þetta er Katrine frá heimaþjónustunni!" Kallar dökkhærð miðaldra kona fram í stofu, ekkert heyrðist eins og vanalega. Úlpan var hengd yfir aðra úlpu, taska var lögð við hliðiná annari tösku. Katrine þurfti ekki að opna stofuhurðina, hún var nú þegar opin.

Katrine öskraði og hrundi niður. Ung stúlka lá föl á gólfinu með opinn munninn, látin.

Maria brosti, augun tárvot, hún leit niður.

„Hann Martin minn er alltaf með svo mikil læti".

   (15 af 56)  
3/12/07 13:02

Kondensatorinn

Takk fyrir þessa frábæru sögu.

3/12/07 14:00

Nornin

Úúú... fékk hroll! Það er jákvætt.

3/12/07 14:00

Tigra

Vá. Þetta var svakalegt. Þú ert magnaður penni.

3/12/07 14:00

Jarmi

Krípí stöff. Hún er í svakalegu áhættu-starfi þessi Elísabet. Flott saga.

3/12/07 14:00

Álfelgur

Góð saga!

3/12/07 14:00

Offari

Góð saga.

3/12/07 14:00

krossgata

Stórgóð saga. Mér krossbrá.

3/12/07 14:00

Galdrameistarinn

Flott hjá þér. Bestasta félagsritið þitt til þessa og mögnuð saga svo ekki sé meira sagt.
Haltu áfram á þessari braut og þú átt eftir að ná langt.

3/12/07 14:01

B. Ewing

Hrikalega flott.

3/12/07 14:01

Skreppur seiðkarl

Hver er þessi Elísabet?

3/12/07 14:01

Garbo

Frábær saga !

3/12/07 14:01

Fætter Højben

|Fær innblástur| Hver er þessi Martin?

3/12/07 14:01

Huxi

Og hvað svo... er framhald? Þetta er verulega hrollvekjandi.

3/12/07 14:02

Hvæsi

Þessi saga fékk mig til að hrökklast afturábak á hrasa við.
Flott Auli.

3/12/07 14:02

Furðuvera

Úffff, nú á ég eftir að sofna erfiðlega.

Mjög vel skrifað, og flott hugmynd.

3/12/07 14:02

Herbjörn Hafralóns

Fín saga hjá þér! Ég held að það sé tímabært að þú þvoir af þér Aulastimpilinn, sem þú gafst þér sjálf og skiptir um nafn. Bravó!

3/12/07 15:00

Næturdrottningin

Já, ég verð að viðurkenna að þetta er alveg helv... flott saga hjá þér. Og já örugglega besta innleggið til þessa. En já ég spyr, Hvað svo.. er ekkert framhald??

3/12/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Vá! Tvist og læti í þessari sögu...

Sammála um að þessi saga er ein af þeim betri sem hafa sézt hér og megir þú halda áfram að senda svona lagað inn hér.

Skál og prump!

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.