— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/07
Krossinn

Eins og svo margir vita þá ólst ég upp í Krossinum. Allt okkar líf, mitt, mömmu og pabba snérist um Krossinn. Foreldrar mínir (þá) voru óvirkir alkahólistar og sóttu því í þessa svokallaða kirkju. Svo virðist sem óvirkir alkahólistar þurfi eitthvað annað til þess að gera öfgakennt... og oftast eru það trúmál.

Fyrsta minning mín af Krossinum er þegar ég og mamma sátum á aftasta bekk, ég var þá um 6 eða 7 ára. Fólk hljóp í hringi, hoppaði, öskraði og lyfti upp höndum... já allt gott og blessað við það. Það segir nú í Biblíunni að ef fólkið hrópar ekki þá hrópi steinarnir (ég veit nú ekki um það en jæja).

Móður minni leist á Krossinn og skráði okkur fjölskylduna í hann. Við helguðum á okkur hárið svo ekki mátti klippa það. Móðir mín fór að ganga eingöngu í síðum pilsum, svo var hefðin. Ég mátti ganga í buxum í skólanum en ég lét ekki sjá mig í buxum á samkomum.

Fyrsta vinkona mín í Krossinum var ágætis stelpa, ég fékk að gista hjá henni eitt kvöld þar sem hún hræddi mig með sögum af djöflum, púkum og Lúsífer. HELVÍTI VÆRI SKO TIL OG ÞAÐ ÞARF AÐ SEGJA FÓLKI FRÁ ÞESSU! Ég var 7 ára og ég var skíthrædd.

Ég mátti ekki fara í bíó. Fullorðin kona teiknaði skýringar mynd af því fyrir mig af hverju ekki. Hún teiknaði mynd af húsi sem átti að vera kvikmyndahús og svo mynd af djöfli ofan á þakið, það átti að útskýra það fyrir mér hversvegna ég mætti ekki fara í bíó, stað þar sem ég átti einungis góðar minningar frá.

Ég mátti ekki hlusta á backstreet boy, Britney Spears eða Jóhönnu Guðrúnu (ég gerði það nú samt) Því ef þetta var ekki kristinleg tónlist þá var þetta tónlist djöfulsins... "en þetta eru nú flest allt bara ástarlög", "alveg sama, djöfullinn notar svona tónlist gegn okkur".

Hverri viku heyrði ég predikanir Gunnars um refsingar helvíti, einstaka sinnum um kærleik guðs, ekki nógu mikið um kærleik guðs. Gunnar var þó góður maður, var alltaf brosandi og hlæjandi. Gunnar er maður með sterkar skoðanir og er snillingur að koma þeim á framfæri, burt sé frá því hversu sammála ég sé honum.

Nokkur ár liðu, ég var táningur. Flestir jafnaldrar mínir máttu ekki fara á diskótek í skólanum sínum... ég fékk þó að fara, en þá var ég í fráfalli (svo kallað fráfall er þegar frelsuð manneskja fer út af vegi guðs). 13 eða 14 ára gömul fékk ég nóg, foreldrar mínir skildu, ég fermdist í venjulegri kirkju.

Þið getið ekki ýmindað ykkur slúðrið og eitrið sem fer/fór þarna um, ég veit ekkert um þetta nú í dag. Eiginkona Gunnars er með þeim mestu nöðrum sem ég veit um, hún baktalar og fór illum orðum um hana móður mína og aðra.

Ef einhver er ekki fullkominn er hann syndugur, ef barn einhvers ákvað að hætta kunnu foreldrarnir ekki uppeldi. Ég var kannski lítil, en ég var með ansi forvitin eyru og heyrði ég margt.

Þegar maður er saklaust barn er algjör óþarfi að ræða um refsingar Helvítis!

Í dag er ég þakklát, þakklát fyrir að hafa getað myndað mínar eigin skoðanir, þrátt fyrir heilaþvott frá svona ungum aldri.

Í dag trúi ég á æðra afl, æðra afl sem enginn veit hvað er. Í dag trúi ég á það góða í manninum.

Sama hvaða trúar við erum þá erum við öll að biðja til hins sama, bara á mismunadi hátt.

   (16 af 56)  
2/12/07 21:01

Dula

Amen fyrir þig Auli góð, haltu áfram að mynda þér sjálfstæðar skoðanir, þú ert bara ansi góð í því[gefur Aulanum fimmu]

2/12/07 21:01

Tigra

Allar trúarskoðanir eru slæmar ef þær eru of ýktar og teknar of bókstaflega.
Frábært hjá þér að geta komið upp sjálf með svona heila skoðun og trú. Það virðist flestum erfitt að rífa sig úr bókstafstrúnni.
Knús!

2/12/07 21:01

B. Ewing

Þú ert ekki frelsuð fyrr en þú hættir í Krossinum. Til hamingju með frelsið ! [Ljómar upp]

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Mikið djöfull er ég andskoti feginn að hafa ekki þurft að blessa á mér helvítis hárið, þá liti ég nú fjandi fáránlega út. Ekki er helvítið hann Gunnar búinn að gera það, hann er ekki einsog góðvinur hans Páll Rósinkrans var hér um árið. Þetta allt saman er bara samansafn naðra og ógeðsmanna og ég hef enga trú á þessu. Vottar Jehóva eru óvinir mínir, þeim þykir ekkert skemmtilegra en að koma oft í heimsókn og reyna að snúa mér til þeirra en mér finnst ekkert skemmtilegra en að blása tóbakreyk í smettið á þeim á móti. Ég er feginn því að hafa sagt mig úr þjóðkirkjunni, þeirra stofnun valdaníðs og hrakfara.

Einsog ég segi, kirkjan er verkfæri djöfulsins. [Teiknar mynd af húsi] - "hér má sjá kirkjuna". [Teiknar djöfulinn á húsið] - "Hér má sjá hvað gerist þegar þú ferð í kirkju, djöfullinn ríður okkur öllum hvar sem við erum, andskotinn hafi það."

Góður texti kona! Skúl!

2/12/07 21:01

hvurslags

Lýsandi dæmi um skaðsemi trúarhugmynda. Hugtakið um erfðasyndina finnst mér vera með ógeðfelldari og siðlausari ranghugmyndum sem maður sér. Það þarf að hvítþvo ungabörn af erfðasyndinni með skírn svo þau fari nú örugglega ekki til helvítis. Í leiðinni er þetta lúmskt bragð til að gera fólk háð kirkjudeildum, það þarf að fara reglulega og "þvo" af sér "skítinn". Ótrúlegt rugl.

2/12/07 21:01

Útvarpsstjóri

Það má vel vera að trú geri einhverjum einstaklingum gott, en ég er á því að trúarbrögð séu það versta sem hefur komið fyrir mannkynið.

2/12/07 21:01

Furðuvera

Jæja Þarfi, syngjum saman, einn tveir og þrír!
VIÐ EIGUM EKKI AÐ BJÓÐA SYNDINNI Í KAFFI!

Annars er ég fegin að þú hafir losnað úr þessu Auli, þetta hljómar eins og klikkað lið þó það sé kannski mögulega ágætis manneskjur innst inni...

2/12/07 21:01

Þarfagreinir

VIÐ EIGUM EKKI AÐ BJÓÐA SYNDINNI Í KAFFI!

Ágætis punktur varðandi alkana ... það er eins og þeir leiti mikið í svona tegund trúar þegar þeir þurrkast upp. Frá einni fíkn í aðra.

2/12/07 21:01

Brauðfótur

Fökk!
Verandi trúlaus og fengið trúlaust uppeldi, hljómar þetta mjög framandi og undarlegt allt saman í mínum eyrum.

2/12/07 21:02

Nermal

Ég hef nú bara mína túlkun á trú og þessháttr. Ef Brittney og þessháttar er tónlist djöfulsins, hvað þá með t.d Iron Maiden??? Ég hlýt að fara til Helvítis með hraðlyftu þegar minn dagur kemur. Ég hef bara áhyggjur af því þegar þar að kemur. En í þessum efnum svo og svo mörgum öðrum eru öfgar ekki af hinu góða.

2/12/07 21:02

Huxi

Nú skil ég þig u.þ.b. 100 sinnum betur en ég hef gert hingað til. Mér þykir þú vera verulega sterk manneskja að hafa sloppið svona tiltölulelga óbrjáluð úr heilaþvottastöð Gunnars og fylgiliðs hans. Það er alveg skelfilegt, hversu auðvelt það virðist vera að veiða þá sem veikir eru fyrir, s.s. alka, geðsjúka og fórnarlömb misnotkunnar og eineltis. Ungur maður með geðklofa sem ég þekki vel, lenti í klónum á Omega liðinu og þó að öllum væri ljóst að hann væri mikið veikur þá skirrtust þeir ekki við að hafa af honum fé og hræða hann frá því að taka lyfin sín. Það var sagt við hann alveg blákalt: "Lyfin eitra sálina, biddu til guðs og hann mun lækna þig og reka út djöflana sem stjórna þér. Mundu svo að borga tíundina, þá biðjum við fyrir þér líka." Það er eitt sem kætir mig þegar ég huxa um þetta hræsnisfulla hyski, og það er hversu undrandi það verður þegar það drepst og uppgötvar að það er ekki í himnaríki.

Auli, þú ert frábær og fyrirgefðu ef ég hef einhvertíma verið leiðinlegur við þig.

2/12/07 21:02

Kondensatorinn

Takk fyrir þessa guðdómlegu dagbókarfærslu.

2/12/07 21:02

Hvæsi

Hey þetta er bara mögnuð lesning.
Ég á systur þarna, nenniru að ná í hana fyrir mig ?

2/12/07 21:02

Tina St.Sebastian

Jahá. Þetta útskýrir assgoti margt. [Starir þegjandi út í loftið]

2/12/07 21:02

Kargur

Ég mun biðja fyrir ykkur öllum.

[flissar]

2/12/07 22:00

Regína

Sagði ég ekki einhvern tíma að þú værir frábær Aulinn?

Að öðru leiti finnst mér margir hér taka full sterkt til orða um trúarbrögð almennt. Þau eru langt í frá alslæm, þó ég eigi erfitt með að umbera bókstafstrú og trúarofstæki. Helsta hlutverk trúarbragða er að sjá fyrir athöfnum við meiri háttar breytingar í lífi fólks, og þó fólk segi sé ekki í kirkjusöfnuði þá finnur það sér samt leiðir til að hafa slíkar athafnir þó þær séu ef grannt er skoðað óþarfar.

2/12/07 22:00

Vladimir Fuckov

Þjer eruð mjög heppnar að hafa sloppið út úr þessu - þetta skýrir jafnframt ýmislegt eins og aðrir hjer hafa bent á.

2/12/07 22:00

Skreppur seiðkarl

Gunnar í Krossinum má vel vera góður í sínu hlutverki og þykir af mörgum vera góður með sig að auki. Það er ein af syndunum en ég ætla ekki út í það. Það sem hann gerir sér ekki grein fyrir virðist vera það að hann er sjálfur valdur að einelti barns síns með þessum nornaveiðum sínum.

2/12/07 22:00

Aulinn

Hvernig útskýrir þetta margt? Það eina sem ég geri er að tala upp tittlinga og áfengi... hvernig bendir það til þess að ég hafi eitt sinn verið strangtrúuð???

2/12/07 22:00

Skreppur seiðkarl

Rebel!

2/12/07 22:00

Kiddi Finni

Alveg sammála Reginu: hér taka margir frekar sterklega til orða i garð trúarbragða. Maður þarf ekki að dæma allt sem maður þekkir ekki og skilur ekki. Ekki er öll trúin slæm þó bókstafstrúin er það eflaust, getur verið ansi þungt að lifa við hana.
En Auli: til hamingju að hafa komið til byggða aftur. Öll höfum við okkar kross að bera, og bernskan í Krossinum er eflaust einn slikur. því getur þú ekki breytt, en þú getur breytt því hvernig þú lifir með þetta. Það sem margir benda á að það útskyrir eitthvað í fari þínu er að minu mati þetta: sumir þeirra sem alast upp hjá strangtrúuðum þurfa svo seinna fríka út, td. með kynif og áfengi. Og sumir sem upplifa óöruggi td. í alkóhólisku heimilli, finna öruggi í faðmi sértrúarsafnaðarins. Og sumir sem brenna sig í ofsatrúnni, gerast svo ofsafullir guðleysingjar og hatast við allt sem kemur trúnni við. Mér finnst flott að þú hefur þina sjálfstæða skoðun í þeim málum lika og fórst ekki úti reiðina.

2/12/07 22:01

krossgata

Trú tel ég að maður eigi að velja og ala börnin sín upp í því að þau muni sjálf velja þegar og ef þeim finnst vera tími til. Því er ekkert nema gott um það að segja að Aulinn vinnur úr sinni reynslu án þess að trúarsamfélagið eða aðrir segi henni hvernig hún á að gera það.

Ég tek undir með Regínu og Kidda, ekki eru öll trúarsamfélög slæm. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Verst að ekki er alltaf tekið tillit til viðkvæmra barnssála og predikanir um helvíti og djöfla eru ekki besta fæðan fyrir þá hugi. Þó er þetta kannski spurning um hvernig þetta er matreitt ofan í okkur, börn eða fullorðin. Maður heyrði og las alls konar hrylling í þjóðsögum og ævintýrum, um forynjur, drauga og skrímsl. Ég man ekki til að það hafi gert mér svo slæmt. Enda eru þjóðsögur og ævintýr venjulega "matreidd" sem skáldskapur ofan í okkur. Svo kom raunsæistímabilið og börn máttu ekki heyra eða sjá nokkurn skapaðan hlut nema það væri um óléttar 15 ára stelpur eða lyklabörn, ævintýri og ímyndunarheimur var alveg út. Það fannst mér afar dautt tímabil og ferkantað. En ég las nú samt ævintýr og þjóðsögur óútþynnt fyrir börnin mín.

2/12/07 22:01

Garbo

Ég hef nú aldrei skilið hvers vegna þú valdir þér nafnið Aulinn því það á alls ekki við þig. Geri það hér með að tillögu minni að þú sækir um nafnbreytingu og veljir þér nafn sem hæfir þér betur. Þú ert nefnilega frábær! Maður á ekki að uppnefna fólk, ekki heldur sjálfan sig. Knús!

2/12/07 22:01

Vladimir Fuckov

Varðandi að þetta útskýri margt þá var það aðallega jákvætt meint. Sum skrif yðar hjer sjást t.d. í öðru ljósi en áður þegar haft er í huga að þjer eruð nýlega sloppnar út úr strangtrúarsöfnuði þar sem alltof margt á að leiða fólk beina leið til djöfulsins. Þar á meðal sjálfsagðir hlutir sem fólki er þar innrætt að hafa sektarkennd út af.

2/12/07 22:01

~*Gelgjan*~

Ég var líka í svona svipaðri kirkju þegar ég var lítil táta. Furby tuskudýrin voru sögð dímonar, pokémon var af hinu illa og ponyhestar einnig.

2/12/07 22:02

B. Ewing

Gelgja. [Glottir] Þú varst ekki í neinni sérstakri kirkju. Mamma þín og pabbi voru bara svona nísk... [Glottir eins og siðlaust fífl]

2/12/07 23:00

Rattati

Aulinn minn. Ég hef haft mikið álit á þér allt frá byrjun og ekki minnkaði það við þessa lesningu. Trúarbrögð eru í eðli sínu góð, að mínu áliti eru það nákvæmlega einstaklingar eins og Gunnar í Krossinum sem að koma óorði á trú. Ég er talsvert sigldur, hefkynnst fólki í öllum heimsálfum og get það eitt sagt að ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum, sama hvaða nafni sem þau nefnast. Ég ber virðingu fyrir frelsi einstaklingsins til að skrá sig í söfnuð sem þennan og hegða sér gersamlega eins og hálfviti (álit mitt). En ég dreg mörkin við að mér sé ýtt inn í söfnuð sem þennan. Ég er til í að spjalla við alla einstaklinga um trúarbrögð, en þegar trúarbrögðin eru farin að fjalla um hefti á frelsi einstklingsins (sbr Krossinn) þá er mér öllum lokið. Hér í Bandaríkjunum er náttúrulega frægasta gróðrarstía sértrúarsöfnuða sem fyrirfinnst, söfnuða sem að Krossinn sækir fyrirmynd sína að milu leyti til. Heilaþvottur, vinnuþrælkun, tíundargjöld og Guð einn veit annað á sér stað þarna. Og Krossinn, eins og systursöfnuðir hans erlendis byggjast upp á einu markmiði. Völd. Völdunum fylhja peningar og svo ég vitni í texta Suicidal Tendencies um þetta:
Here comes another con, hiding behind a collar. His only god is the almighty dollar.

Það summerar tilfinningar mínar til sértrúarsöfnuða nokkuð vel upp.

Aulinn minn, ég er stoltur af þér að hafa tekið svona sjálfstæða og meðvitaða ákvörðun. Þú átt eftir að ná langt.

2/12/07 23:01

Syndinnur

Af hverju vill enginn bjóða mér í kaffi?
Það er ljótt að leggja fólk í einelti.

3/12/07 00:01

Lopi

Glæsilegt félagsrit.

Ég skal bjóða þér í kaffi Syndinnur.

3/12/07 00:01

hundinginn

Baknag og slíkt er aum mynd af því hvernig fólk bregst við hlutum sem það fær ekkert ráðið um. Flott rit.

3/12/07 00:02

Skoffín

Ég trúi þér alveg með þessa ektakvinnu hans Gunnars, hún hefur aldrei virkað vel á mig naðran sú. Fór eitt sinn mikinn um það á Omega hvað hún hefði mikla ánægju af því að rassskella börnin ærlega ef þau færu út af sporinu, þ.e.a.s. hugsuðu óvart út fyrir rammann, og ollu þau orð mér hugarangri. Hvers eiga börn svona rugludalla að gjalda? Svo komu þau hjón í viðtal í Vikunni að snökta yfir því að börn þeirra hefðu lent í einelti, agalega hissa.

3/12/07 02:01

Dexxa

Flott félagsrit.. :D

3/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Að fullorðið fólk skuli ekki skammast sín fyrir að trúa á eitthvað æðra máttarvald og hulduheima. Hvert sem það er: Álfar, gvuð, reiki, stjörnuspeki eða jólasveinninn: Þetta er allt bull. Trúið á sjálf ykkur og ykkur mun farnast vel. Hver er sinnar gæfu smiður.

3/12/07 04:01

Offari

Fræbært félagsrit hjá þér samt er þetta ekki þitt besta rit því þú hefur áður komið með frábær rit hér. Ég er samála Garbo að nafnir hæfir þér ekki því mæli ég með því líka að þú fáir þér fallegra nafn.

3/12/07 11:01

Skreppur seiðkarl

Það vantar fleiri félagsrit frá þér Auli! Ég er orðinn hundleiður á að bíða eftir snilldinni sem vellur útúr kuntunni á þér!!

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.