— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/07
Ást?

Að ná augnsambandi er fyrsta víman, fiðringur... ég lít undan og finn hita koma fram í kinnarnar. Fyrsta samtalið er spennandi, allt við hinn aðilann er áhugavert, allt sem hann segir er fyndið.
Fyrsti kossinn er önnur víman, sterkari en áður og ekkert virðist réttara.. þrátt fyrir að tennurnar skella saman og ekkert virðist vera í takt. Víman eykst svo við snertingu handa, handa á mjöðmum, kossa á hálsi.
Fyrsta skiptið þegar hann fer inn í mig er sterkasta víman, losti. Ég tel mig aldrei hafa upplifað annað eins, hann er bestur, hann er sá rétti fyrir mig. Í hvert skipti held ég þetta.
,,Ég elska þig" kemur stuttu eftir, ég svara sömuleiðis og tel mig gera það. Í hvert einasta skipti tel ég mig gera það. Ég ætla mér allt að gera fyrir þessa manneskju. Svona á þetta að vera, við eigum að vera saman.

Tíminn líður og augnsamband skiptir mig engu máli. Kossar ætla að kæfa mig. Kynlífið kremur mig. Orðin ,,Ég elska þig" brennimerkja mig og mig svíður undan.

Ég fæ útbrot af kúri, sótthita af keleríi, niðurgang af munnmökum, hálsbólgu af hrósi, fótsvepp af nuddi, ælupest af því að leigja spólu og ef minnst verður á barneignir eða framtíðina fæ ég innilokunarkennd.

Ég hata aldrei... þetta bara gerist, ég veit ekki hvernig eða af hverju.

,,Fyrirgefðu, en þetta er bara ekki að ganga. Ég held ég sé bara ekki tilbúin í samband. Ég þarf að einbeita mér að sjálfri mér eins og er. Þetta er ekki þú, þetta er ég."

   (17 af 56)  
2/12/07 17:02

Tigra

Úff... eins og orð úr mínum munni. Ég sem hélt að ég væri bara e-ð tilfinningalega heft eða e-ð.
Það hlýtur samt að koma að því að við finnum einhvern sem - eins og Andþór sagði á mínu félagsriti - bræðir ísinn.
[Knús]

2/12/07 17:02

Dula

Já elskurnar mínar ég kannast við þetta. Það er alveg ástæða fyrir því að ég er búin að vera einhleyp í tvö ár, kannski er bara málið að vinna betur í sér sjálfum og kynnast sínum innri manni sem er að passa uppá ísklumpinn .

2/12/07 17:02

Hvæsi

Mér heyrist þið þurfa góð skyndikynni.

<Forðar sér>

2/12/07 17:02

Hexia de Trix

Ef maður er ekki tilbúinn til að vakna við hliðina á viðkomandi eftir 40 ár og vita að maður hefur eytt ævinni, bókstaflega, í að gera viðkomandi næstum allt til geðs (innan skynsamlegra marka kannski), þá er óþarfi að vera að eltast við ástina.

Hinn möguleikinn er að vera bara frjáls og leika sér, án allra skuldbindinga. Ég held það sé ekkert sem er þarna á milli.

2/12/07 17:02

Dula

Það er ekkert til sem heitir góð skyndikynni..... ekki neitt.

2/12/07 17:02

krossgata

Mamma einnar vinkonu minnar átti ágæt skyndikynni (við sama manninn) svo árum skipti eða þar til hann safnaðist til feðranna. Það eru alltaf til undantekningar sem sanna regluna.

En kannski er rétt að láta þetta - "Ég ætla mér allt að gera fyrir þessa manneskju. Svona á þetta að vera, við eigum að vera saman." - ekki vera þungamiðjuna frá fyrstu stund og leyfa öllu að fara sinn veg.

Ég skal ekki segja. Það er væntanlega ekkert eitt rétt í... samdrætti.

2/12/07 18:00

Dula

já merkingin sem ég hef lagt í orðið skyndikynni er að hitta ókunnugan mann, fara með honum á afvikinn stað, hafa samfarir við hann og forða sér sem fyrst. Endurteknar samfarir við sama manninn bjóða líklega uppá lengri kynni en það í mínum huga og er þess háttar samband alveg prýðilegt á meðan báðir fíla það.

2/12/07 18:00

Garbo

Ástin er svo flókið fyrirbæri og ekki rugla henni saman við losta. Þetta er svolítið eins og kaffi og mjólk, gott saman em líka ágætt sitt í hvoru lagi.

2/12/07 18:01

B. Ewing

ERtu byrjuð að skrifa fyrir Rauðu seríuna ?

2/12/07 18:01

Tina St.Sebastian

Víst eru til góð skyndikynni. Alveg eins og er til gott skyndikaffi - svona ef ekkert annað er í boði.

2/12/07 18:01

U K Kekkonen

Það er nú einusinni svo að það er ekkert sem heytir ást við fyrstu sýn...

2/12/07 18:01

Texi Everto

Ahhh, veiðieðlið! Ekkert er ritað dýpra í frum eðli okkar en að veiða og fjölga okkur - okkur er því ljúft að uppfylla þessar frum hvatir, báðar í einu.

2/12/07 18:01

Nermal

Það er bara eitt að gera í svona tilfellum..... Bara PRUMPA !!!!!

2/12/07 18:02

Huxi

Mikið helvíti ert góð í að orða hlutina þannig að orðin hitta í mark. Ég get varla skrifað þennan orðabelg þannig að hann skilst.. eða skiljist.. eða eitthvað...

2/12/07 19:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Sögulega séð er polygami mun algengari enn monogami

2/12/07 19:01

Texi Everto

Sögulega séð er dauði eðlilegra ástand en líf.

2/12/07 19:01

Jóakim Aðalönd

Hexia er vitur mjög og hittir ekki bara naglann á höfuðið, heldur rekur hann í kaf í einu höggi! Ég er t.d. einn af þeim sem ætla að vera bara frjáls og leika sér, án allra skuldbindinga. Skál!

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.