— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/05
Pottaplómið

Svikari með meiru.

Fyrir rúmum þremur mánuðum keypti ég mér mitt fyrsta pottablóm, þvílík ábyrgð sem mér fannst það vera. Það gekk vel svo að ég ákveð að fara í IKEA og kaupa mér mitt annað pottablóm, ég var í ábyrgðar stuði þá.

Ég hlúði að blómunum af mikilli ástúð, ég vökvaði þau vikulega, setti þau útí glugga til að fá birtu og ég skipti um mold á fyrsta blóminu, en ekki hinu, því að það var hvort eða er í svo mikilli mold.

Svo liðu dagarnir og fyrsta blómið fer að stækka mér til mikillar gleði, IKEA blómið heldur þó áfram að vera í sömu stærð og áður.

Liðu svo enn fleiri dagar og fyrsta blómið fer að fölna, en IKEA blómið er enn í sömu stærð og enn fallegt. Svo að ég tel að fyrsta blómið sé drasl og heiti því að versla öll mín blóm í IKEA.

Í dag var ég að vökva blómin mín, fyrsta blómið liggur á hillunni en IKEA blómið stendur enn fallegt og virðulegt, ég vökvaði það og sé svo að potturinn er fullur af vatni, ég skildi þetta ekki alveg. Drakk blómið ekki vatn? Svo komst ég að því mér til mikils ama að fullkoma IKEA blómið er gerviblóm! Eftir alla þessa daga þá var ég að hlúa að GERVIblómi.

Ég er brjáluð, hvernig gat ég verið svona heimsk?

   (37 af 56)  
2/12/05 07:02

Þarfagreinir

[Verður orðavant. Skellir svo uppúr]

Æi ...

[Flissar meira]

Þú lærir vonandi af þessu aulinn minn.

2/12/05 07:02

Furðuvera

Heeeehehehe...

2/12/05 07:02

U K Kekkonen

Gerfiblóm hafa alltaf reinst mér best! Hin fölna bara... svo ekki vera of stressuð yfir þessu.

2/12/05 07:02

Don De Vito

Gengur bara betur næst...

2/12/05 07:02

Hexia de Trix

Gerviblóm eru bestu blómin. Þá fær maður ekki samviskubit yfir að hafa drepið eitthvað af tómri vanrækslu.

2/12/05 07:02

blóðugt

Hahahahhahaah! Snillingur!

2/12/05 07:02

Ívar Sívertsen

Mér tókst einu sinni að drepa gras í potti...

2/12/05 07:02

Hexia de Trix

Ívar minn, ég var búinn að segja þér að bursta tennurnar!

2/12/05 08:00

Kondensatorinn

Ekta gerfiblóm eru góður kostur.

2/12/05 08:00

Jarmi

Nennir einhver málfræðingurinn að taka fyrir muninn á "gerfi" og "gervi". (Ekki svo að skilja að ég viti ekki muninn, ég bara nenni ekki að reyna að gubba útúr mér vitneskju, það mistekst venjulega (hvort sem það býr sannleikur að baki eður ei),)

2/12/05 08:00

dordingull

Eins gott! Fattaði en gleymdi að laga.

2/12/05 08:00

dordingull

Hahaha. Er með hér við hliðina á mér,fléttu, úr plasti sem er það vel gerð að oft hefur fólk káfað á blöðunum kíkt ofan í pottinn. en spurt svo enn í vafa: Er þetta gerviblóm?
Stundum er maður lokaður fyrir einföldustu hlutum og fyrst þú taldir í upphafi að um lifandi blóm væri að ræða og hugsunin um plast var víðsfjarri er þetta kannski ekki eins heimskt og virðis í fyrstu.
En spaugilegt er það!

Ertu búin að athuga hvort páfagaukurinn étur fræin sín?

2/12/05 08:01

Sloppur

Ekki senda mér plastblómið þitt aulinn minn! Mér tækist að drepa það á nokkrum dögum!

2/12/05 08:01

B. Ewing

Svona er hægt að blekkja augað kæri auli. Það eina sem þig vantaði að gera til að geta átt myndarblóm í mörg ár var að spyrja út í blómabúðinni (þessarri sem er ekki í IKEA og ilmar af blómum en ekki tréhúsgögnum) og fá upplýsingar um hvernig ætti að hlúa að blóminu.

Sum blóm þurfa mikla vökvun og mikla birtu, og litla birtu og litla vökvun, enn önnur litla birtu og mikla vökvun o.s.frv.
Enn önnur þurfa að vera í myrkri og kulda hluta ársins.

Besta byrjendablómið er kaktus, bara einhver krúttlegur kaktus. Þegar þú nærð góðum tökum á að hlúa að kaktusi þá er mál til komið að færa sig ofar, í t.d. burkna eða gúmmítré eða alparós.

2/12/05 08:01

Hexia de Trix

[Rifjar upp kaktusinn sinn sáluga]

2/12/05 08:02

ZiM

hehehehehe. Skil reyndar ekki hvernig er hægt að ruglast á gerviblómi og lifandi blómi.

2/12/05 09:00

Dexxa

hmmm... aulinn er greinilega þitt rétta nafn hahaha

2/12/05 10:02

Jóakim Aðalönd

[Hlær sig máttlausann]

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.