— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/05
Byrjuð að læra að keyra.

Stórhættulegur ökumaður.

Á sunnudaginn fór ég í minn fyrsta ökutíma, þar keyrði ég 3svar upp á kannt, einu sinni á trégreinar og drap ég á bílnum 2svar. En fyrir utan þessi smá mistök var ég afar klár, enda var ég bara að keyra inní hverfinu. Og á þessum 30 mínútum, (fyrsti tímin er yfirleitt aðeins styttri en venjulegir tímar), tóku 4 frammúr mér. Það fannst mér leiðinlegt. Fólk er alltaf að flýta sér, ég sem var á löglegum hraða!

Svo á mánudaginn fór ég í minn annan ökutíma, þar sótti mig strákur sem einnig var að læra á bíl og keyrði með okkur í Kópavoginn, þar þurfti ég að bakka úr innkeyrslu fyrir utan heimili drengsins. Það tók um 10 mínútur. Svo var ökukennarinn minn alltaf í símanum og sagði mér bara að keyra um, ég hafði jú búið á þessu svæði svo að það var ekkert mál. Svo þurfti ég endilega að keyra framhjá MK, þar sem allir stöööörðiu á mig... en það var allt í lagi þar sem ég var geðveikt "kúl". Í þessum tíma tóku 6 framhjá mér. Ansans hálfvitar.

En annars varið ykkur á aulanum í umferðinni á morgun kl hálf 3.

   (38 af 56)  
2/12/05 07:00

U K Kekkonen

Til Hamyngu, þetta kemur allt eftir 2-3 skypti.

2/12/05 07:00

blóðugt

Til hamingju með þetta auli, skemmtilegt!

Þegar ég tók bílPRÓFIÐ sjálft þá var prófdómarinn í símanum allan tímann við litlu afastelpuna sína og benti mér bara hingað og þangað. Mér varð hálf órótt að hlusta á hann babbla á barnamáli!

2/12/05 07:00

Dr Zoidberg

Til hamingju, undirritaður mun leggja ökutæki sínu stunvíslega kl. 1/2 3 og halda sig innandira.

2/12/05 07:00

U K Kekkonen

Hehe Þegar ég var í bílprófinu, sagði prófdómarin allt í einu "legðu hérna!" maður náttúrulega fór í panik og bakkaði í stæði og hugsaði með mér jæja hven fjand. gerði ég nú að mér... an það var víst ekket hann hljóp bara í bakaríið að kaupa kleinur.

2/12/05 07:00

Hvæsi

Hálfþrjú mun hvæsi verða búinn að segja starfi sínu lausu til að þurfa ekki að vera úti í umferðinni á þesum tíma.

Líklegt þykir mér þó að ég sleppi við alla árekstra frá aulanum, því ég verð að öllu jöfnu staddur á mun hættulegri stað, en nálægt bíl aulans, þ.e.a.s Djöflaeyjunni.

2/12/05 07:00

feministi

Ég hef mikla trú á þér, þrátt fyrir óhefðbundinð aksturslag. Ætti ég bíl myndi ég lána þér hann.

2/12/05 07:00

Ferrari

Ekkim spurning um að minn eðalbíll verður læstur inní bílskúr.Það væri gott að fa´tímastningar á ökutímunum svo það sé hægt að forða sér inn í ljónabúr eða einhvern annan öruggan stað

2/12/05 07:01

fagri

Sem betur fer tók ég bílpróf fyrir daga gsm, hins vegar tók ég rútupróf hjá kennara sem röflaði í símann alla þá aksturstíma sem ég tók, þegar ég svo tók prófið voru dómararnir tveir og báðir í símanum gjammandi hvor ofan í annan um leið og þeir voru að reyna að gefa mér leiðbeiningar.
Óþolandi pakk.

2/12/05 07:01

Offari

Gang þér vel, Passaaði þig samt á vondu bílunum, þeir géta étið þig lifandi.

2/12/05 07:01

Jarmi

Í prófinu mínu fór ég yfir hámarkshraða og svínaði á strætó sem kom á móti. Þetta gerði ég á "bleiku" ljósi.
Ég náði.
Kallinn sagði að ég vissi augljóslega hvað ég væri að gera svo að hann ætlaði ekki að vera grimmur og fylgja reglunum því að í rauninni væri ég með "of marga punkta" eins og hann orðaði það.

2/12/05 07:01

Nornin

Prófdómarinn sem ég fékk var að dæma í fyrsta skiptið. Hann lét mig keyra út á flugvöll (á Akureyri) og þegar ég var komin á um 70 km þá sagði hann mér að keyra hraðar (hámarkshraðinn er, að ég held 70) og ég fór upp í 100 km [Flissar]. Svo stoppaði ég á rauðu ljósi og gleymdi að gíra niður og tók af stað í þriðja gír! Honum fannst það fyndið að ég hefði yfir höfuð getað það og gaf mér fullt hús stiga.
Mér þætti gaman að vita hvort hann er strangari í dag en hann var við sinn fyrsta ökumann!

2/12/05 07:01

Sloppur

Elsku aulinn minn! Ég vil óska þér til hamingju með þann áfanga sem þú ert að taka um þessar mundir.

Ég lenti í því sama og fagri í rútuprófinu, að dómararnir voru blaðrandi í símann allann timann, annar að bóka tíma hjá lækni, en hinn eitthvað að vesenast með hlutabréfin sín. Held að þessir prófdómarar hér á Akureyri eigi voðalega mikið bágt!

En, megi ég gefa þér góð ráð til að nota á þá sem flýta sér svona í umferðinni, skaltu bíða þar til bíllinn á eftir þér er kominn alveg upp að þér og taka svo í skottopnaratakkann og bjóða honum að koma inn, þar sem hann langi svona mikið til þess!

2/12/05 07:01

Furðuvera

Hehe... MK... klikkaður skóli. Ég tek enskutíma þar.

En til hamingju, ég öfunda þig... vildi að ég mætti keyra.

2/12/05 07:01

Nermal

Ég er ekkert smá heppinn að vera með mitt silfraða tryllitæki 400 km í burtu. Mæli með að þú málir bílinn sem þú keyrir í frammtíðini neongrænann og setjir á hann blikkljós öðrum til aðvörunnar. En auðvitað á ökukennarinn ekki að vera babblandi í síman lon og don.

2/12/05 07:01

Rasspabbi

Þakka þér fyrir viðvörunina. Ég mun tilkynna æðstu stjórn öryggismála um fyrirhugaðan akstur um stræti stór-höfuðborgarsvæðiðsins.
Eins mun ég biðja um að elipton sprengjurnar verði í viðbragðsstöðu til að sprengja burt eitthvað sem kann að verða á vegi þínum.

Gangi þér bara annars vel í tímanum.

2/12/05 07:01

Kondensatorinn

Gaman hjá þér. Horfðu bara vel í allar áttir í einu.

2/12/05 07:02

Holmes

T'ja, minn prófdómari var kallaður fallöxin...Helvíti svart útlitið á að ná bílprófi fyrir fimmtugt þar.

2/12/05 01:00

Ívar Sívertsen

Ég var með röntgenaugað í taxa, vörubíls, rútu og trailerprófinu. Ég fékk bara villur í rútunni og það var fyrir að koma í veg fyrir árekstur og einskæran klaufaskap.

Þar sem ég verð á stórum, gulum bíl merktum S (sem sagt ekki langi hummerinn hans Geira á Goldfinger) þá mun ég ekkert hræðast þig. ÉG mun bara aka glannalegar. Ef þú ert í kringum Bókasafn Kópavox um kl. 14.33 og sérð S1 þar á ferð þá máttu alveg flauta og vinka... aldrei að vita nema ég verði þar undir stýri að leita að kennslubifreið til að keyra á... [glottir mikið]

2/12/05 01:00

blóðugt

Ég hef stundum tekið af stað í þriðja [roðnar]

2/12/05 01:01

Myrkur

Er búin að vera með bílpróf í 12 ár og var að lenda í því um daginn, og kæfði bílinn eins og byrjandi. Konan hló mikið að mér. Get svo svarið það að gírstaunginn er biluð (hmmm)

2/12/05 01:01

Jarmi

Að þú segir frá þessu Myrkur!
Karlmenni taka jú af stað í þriðja, en þeir drepa ekki á fjandakornið! Bara ömmur og táningar gera slíkt.
Jæja, hvað er ég svosem að ybba mig, kann ekki að taka almennilega handbremsubeygju.

[Hleypur út]

2/12/05 01:01

Jóakim Aðalönd

Ég var med fína prófdómara í ollum mínum prófum. Ég man ad prófdómarinn í minnaprófinu var alltaf ad vinka ollum ut um gluggann (tók prófid á Selfossi), en svo kom ad thví ad fólk aetladi yfir gotuna. Ég aetladi bara ad keyra áfram, en prófdómarinn snarbremsadi og gaf fólkinu merki um ad fara yfir. Ég rodnadi dálítid og hann taladi um ad gangandi vegfarendur aettu alltaf forgang. Thetta kenndi mér tillitsemi sem ég hef ávallt vidhaft sídan. Magnad!

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.