— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/04
Jólaboð-aulinn dónleg.

Get ekki staðist undir væntingum asna.

Að fara í fjölskylduboð er það erfiðasta sem ég geri, þá sérstaklega hjá föðurfjölskyldu minni. Þar sem allir krakkar á mínum aldri eru svo "fullkomin" eða svo finnst fullorðna fólkinu.

Hið árlega jóladagsboð ömmu var einmitt á jóladag. Ég hef ekkert of mikið fé á milli handanna og er sérvitur á klæðnað. Því versla ég oftast í Kolaportinu eða öðrum ódýrum stöðum og geri svo eitthvað við fötin mín sjálf. Frænda mínum finnst það rosalega fyndið og á það til að gera grín á minn kostnað. Ekki það að það fara í mig... hann er bara svo þrönghugsaður og heimskur karl svo að hann veit ekki betur... greyið.

Mér finnst verst þegar það er verið að ræða einkunnir, og allir krakkarnir í fjölskyldunni með 8 og 9, á meðan ég rétt næ eða fell. Ég hef reynt að útskýra fyrir þeim að fólk er með mismunandi greindir, og mín sé á listasviðum. Þau neita og segja að þetta sé leti.

Frænka mín sem ég ólst upp með og elskaði er nú orðin allt öðruvísi en ég. Allt í lagi, ég mæti í "glansandi strigapoka" í boðið, eins og frændi minn orðaði svo fallega en hún mætir í hvítum, flegnum, gegnsæum og stuttum kjól... er það ekki verra? Svo hef ég líka verið að sjá hálfnaktar myndir af henni um allt net. En hún fékk 9 í stærðfræði svo að hún er fullkomin.

Ég var að segja þeim frá verkefni sem kvikmynda/leiklista klúbburinn minn vorum að gera í sumar, tókum 10 gúmmíendur og settum í tjörnina og tókum það upp. Þeim fannst það fáranlegt að eyða tímanum í svoleiðis vitleysu og að ég þyrfti að fara að reyna að finna mér starfsferil.

Frændi minn leiðinlegi var einmitt að gera grín að þessari mynd þegar ég sagði við hann... "Djöfulsins píkulykt er af þér maður". Hann varð orðlaus og pabbi dró mig út í bíl á stundinni...

Við pabbi hlógum alla leiðina heim.

Það er gott að standa með sjálfum sér. En ég þarf að fara að finna fágaðari leiðir til þess að svara fyrir mig. Ég er bara svo stolt að hafa móðgað þennan leiðindar kall.

Ég þarf ekki að vera eitthvað sem ég er ekki, ég geri það sem ég vil, ég er sú sem ég er ... alltaf.

Ykkar einlæg.

Aulinn.

   (41 af 56)  
3/11/04 03:00

Hilmar Harðjaxl

Flott hjá þér að svara fyrir þig, þó þú hefir ekkert verið að fara fínt í það. Þekki þetta með matarboðin, hryllingur. Hef verið blessunarlega laus við þetta núna yfir jólin samt.

ES. Kolaportið er einn heitur staður. Held mikið upp á þær flíkur sem ég hef fengið þar.

3/11/04 03:00

Ferrari

Glæsileg frammistaða

3/11/04 03:01

Offari

Þú átt að vera kurteis í Jólaboðum. Og brosa eins og engill. En þar sem pabbi þinn gat hlegið með er líklegt að þetta hafi bara verið í fínu lagi hjá þér.

3/11/04 03:01

Furðuvera

Snilld, algjör snilld. Það er gaman að ögra fólki, ekki hika við það. Mættu í ennþá skrítnari fötum næst og segðu öllum sem gera grín að þér hvað fötin þeirra eru púkó. Einkunnir endurspegla ekki manneskjuna.

3/11/04 03:01

Seinheppinn

Eða píkó?

3/11/04 03:01

Jóakim Aðalönd

Einkunnir eru handbendar djöfulsins og ætti enginn að sækjast eftir þeim háum. Annars var gott hjá þér að setja ofan í við frænda þinn. Þú veist líka af því að þetta er dónalegt, en það er ekki líklegt að hann viti það.

3/11/04 03:01

hlewagastiR

Þú er bara sama ruddinn og þessi dóni hann Hlebbi, svau mér þá!

3/11/04 03:01

Don De Vito

Í fjölskylduboðunum mínum er maður skotinn fyrir að segja eitthvað þessu líkt. Bókstaflega!

3/11/04 03:02

Leibbi Djass

Rækallinn!

3/11/04 04:01

albin

Ég er sammála... maður segir helst ekki "Djöfulsins " í jólaboðum, það þykir dónalegt. Betra hefði verið að segja "mikið svakalega er mikil"... eða "gasaleg"... "píkulykt er af þér maður"

3/11/04 04:01

Ormur-Stormur

Hvernig haldið þið að heimurinn liti út ef við værum öll eins,enginn mætti vera öðruvísi.
Vinur minn sagðist vera svo öðruvísi að hann væri næstum hinsegin.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.