— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Kurteisi við afgreiðslufólk.

Almenn kurteisi.

Ég vinn í verlsun í Smáralind (stundum Kringlunni ef það vantar þar). Og þarf ég auðvitað að bjóða góðan daginn og bjóða fram aðstoð.

Nú jæja, fólk ýmist heilsar til baka brosir, þegir eða hunsar mann. Það er afar mikilvægt að maður fái að minnsta kosti viðbrögð... jafnvel bara "daginn". Hunsið er t.d. afar vandræðalegt og getur það valdið því að þú fáir verri þjónustu. Afgreiðslufólk eru jú manneskjur eins og allir aðrir.

Þegar maður býður góðan daginn þá skellir maður stundum inn "Get ég nokkuð aðstoðað þig?" sumir taka vel í það og þiggja eða hafna. En of margir halda að afgreiðslufólk vilji bara selja, selja, selja sem er svo alrangt. Kúnnin ræður auðvitað. Ég er bara að vera kurteis.

Og svo eins og reglur innan þessa ákveðna fyrirtækis eða bara verslunna yfir höfuð. T.d. að skila útsöluvöru, skila án kvittana, fá greitt fyrir skilavöru beint úr kassanum svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru bara einfaldlega hlutir sem ég og samstarfsfólk mitt megum ekki gera, og kemur okkur ekkert við í raun. En þegar ég neita fólki um þetta þá hef ég ýmist verið kölluð "mella", "vitleysingur", "´fáviti", "hálfviti" og mörg önnur leiðindar uppnefni.

Fólk með börn eru líka óttarlega kærulaust lið. Börnin koma inn með ís, gos eða eitthverskonar matvæli (sem eru auðvitað bönnuð í flestum verslunum)... skíta búðina út, sem þýðir auðvitað meiri vinna fyrir okkur afgreiðslufólkið. En það er ekki allt, börnin toga vörur af pinnum og skoða allt á meðan sumir (ekki allir) foreldrar labba um kærulaus og skoða. Svo kemur kannski að því að barnið skemmir eitthvað, og þegar maður ætlar að rukka, kannski 7000 kr. handgerða postulínsdúkku þá neita þau að borga! "Hann er nú bara óviti"... Hvað á ég þá að segja eigandanum? Ef þú eða barnið þitt eyðileggur eitthvað þá áttu að borga.

Ég nenni nú ekki að fara útí þjófnaðinn, hver stelur hlutum á 100 kr?! Of mikið af þessu, alltof mikið.

Ég sem afgreiðslumanneskja reyni því að vera afar kurteis við annað afgreiðslufólk. Eins og þegar afgreiðslufólki misheyrist hvað ég segi hreyti ég ekki í það eins og svo oft hefur verið gert við mig, bara endurtaka það í rólegheitunum. Ég passa mig líka alltaf að bjóða góðan dag, við afgreiðslufólk jafnt sem strætóbílsjóra. Mér finnst leiðinlegt þegar fólk gengur framhjá strætóbílstjóra án þess að segja svo mikið sem "daginn" tvö atkvæði, getur ekki verið erfitt.

Það vantar líka að fólk brosi til fólks meira. Ég elska að brosa til allra (þó svo að karlmenn miskylji það stundum).

Verum hlýrri við hvort annað!

Ykkar einlæg.

Aulinn.

   (44 af 56)  
2/11/04 06:01

Sverfill Bergmann

Ah, þaðan þekki ég þig.

2/11/04 06:01

Heiðglyrnir

Brosir hlýlega til Aulans og býður henni góðan dag. [já ekkert vera að misskilja þetta neitt]

2/11/04 06:01

Offari

Er afgreiðslufólk bara venjulegt fólk inn við beinið?
Þakka góða ábendingu reyni að bæta mína famkomu .Daginn!

2/11/04 06:01

Limbri

Bros eru góðra gilda verð. En sumir (eins og ég) brosa ekki að engu. Ég brosi mjög gjarnan að sniðugheitum og fíflagang. Þá brosi ég þegar ég sé eitthvað sætt. En að brosa að engu nema "góðan daginn" frá stelpu-skottu í verslun út í bæ... tjah, nei, það bara virkar ekki fyrir mig.

Annars er ritið sæmilegt. Gæti fengið fólk sem á annað borð er gefið fyrir að brosa til að gera meira af því og sýna jafnvel þá kurteisi að bera ábyrgð á börnum sínum. Maður verður að vona.

2 stjörnur og íssletta.

-

2/11/04 06:01

Sæmi Fróði

Já góðan daginn, þetta er þarft og taki þeir það til sín sem eiga.

Ég er svo yfirmáta kurteis að það er stundum vandræðalegt. Þegar búið er að afgreiða mig þá er yfirleitt sagt takk fyrir komuna (eða eitthvað slíkt) og þá segi ég yfirleitt, þakka þér fyrir mig, þá fæ ég yfirleitt vandræðalegt takk sömuleiðis og þá er kominn vítahringur sem erfitt er að slíta sig úr og ég segi, Nei, þakka þér og svo framvegis þar til allir í röðinni eru orðnir fúlir og pirraðir.

2/11/04 06:01

Aulinn

Hvað er Limbri bara orðinn félagsrits-dómari?

2/11/04 06:01

Limbri

Það hef ég alltaf verið.

Merkilegt ef þú hefur ekki tekið eftir því fyrr.

-

2/11/04 06:01

aðdáandi

Ég er mjög sammála, kurteisi kostar ekkert. Mér finnst það almennt kurteisi að bjóða fólki góðan daginn, þó vissulega gangi ég ekki um og heilsi öllum þeim er á vegi mínum verða. Hins vegar er til önnur hlið á þessu máli og það er ókurteisi afgreiðslufólks. Ég veit fátt leiðinlegra en þegar afgreiðslufólk er of upptekið til þess að sinna kúnnanum, jafnvel of upptekið til þess að bjóða góðan daginn eða þakka fyrir viðskiptin. Kurteisi kostar ekkert um að gera að nota hana.

2/11/04 06:01

Stelpið

Já, það er t.d. afskaplega óþægilegt að bjóða afgreiðslumanneskjunni góðan dag og fá ekkert svar til baka. Afgreiðlustúlkurnar í líkamsræktarstöðinni sem ég stunda eru líka mjög mikið fyrir það að kjafta saman og hunsa fólk sem bíður eftir afgreiðslu...

En annars held ég að allir ættu að vinna við þjónustustörf einhvern tímann á ævinni til að læra að bera virðingu fyrir fólki sem vinnur þá erfiðu vinnu.

2/11/04 06:01

Nornin

Kurteisi kostar ekkert það er satt.
Ég hef líka verið í afgreiðslustörfum og veit hversu leiðinlegt það er þegar kúninn er dónalegur við mann. Ég er það skapmikil að ef ég lendi í því að vera kölluð einhverjum ónefnum í vinnunni þá rífst ég til baka. 'Kúninni hefur alltaf rétt fyrir sér' er heimskuleg klisja og tímaskekkja. Ef viðskiptavinurinn er farinn að ráðast á þig persónulega (fífl, hálfviti, tík: allt orð sem ég hef verið kölluð) þá hefur maður umsvifalaust rétt sem manneskja til að rífast til baka (finnst mér).

Ég fór yfirleitt þá leið að bjóða góðan dag og ef kúninn brosti og bauð góðan dag til baka þá var ég almennileg. Ef hann var kaldur við mig þá var ég yfirveguð en alveg köld til baka. Þá eyðir maður ekki óþarfa orku í að vera vingjarnleg við einhvern sem kærir sig ekki um það.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Bros frá kurteisum viðskiptavini (jafnt sem afgreiðslumanneskju) getur gert annars ömurlegann dag ágætann.

2/11/04 06:01

Guðmundur

Mér finnst alltaf skemmtilegast að segja "Nei hææææ. Hvað segir ÞÚ gott?" þegar afgreiðslufólk býður mér góðan daginn, þessu er auðvitað fylgt eftir með breiðu, hlýju brosi.
Varðandi þusarana þá er hugsa ég að það sé gott að segja eitthvað í líkingu við "Já, þetta getur komið sér mjög illa, ég get látið þá vita sem hafa einhverju um þetta að ráða, viltu að ég geri það?" og ef svarið er já, þá "viltu að ég geri það núna?"
Þannig kemurðu (hugsanlega) fólki í skilning um að það sé ekkert sem þú getir sjálf gert í þessu og þú gerir það á mjög kurteisan hátt með þeim jákvæðu formerkjum að aðstoða þusarann og gera eitthvað í hans málum.

2/11/04 06:01

Tigra

Ég hef unnið í afgreiðslustörfum í meira en 3 ár og lent í mörgu mjög dónalegu fólki.
Fólk jafnvel öskrar á mann.. og ég er þannig gerð að mér líður mjög illa þegar öskrað er á mig.
Innst inni er ég bara lítil kisa og þegar einhver öskrar á mig eða er dónalegur, yfirleitt út af einhverju sem að ég get ekkert gert í, þá líður mér svo illa að mig langar bara að skríða undir afgreiðsluborðið.
Svo vil ég líka minna á að afgreiðslufólk er ekki bara fólk, heldur tilfinningaverur, sem við höfum yfirleitt ekki hugmynd um hvað er búið að ganga í gegnum.
Sem dæmi get ég tekið að bróðir minn dó að nóttu til, og daginn eftir þurfti ég að fara að vinna.
Ég vildi ekki hringja mig einn veika eða eitthvað slíkt, því mikill mannskortur var á þeim tíma.
Mér leið auðvitað mjög illa... og það kom einmitt ein manneskja og byrjaði að hella sér yfir mig.
Ég gat ekki annað gert en að fá tár í augun og afsakaði mig og gekk afsíðis til að jafna mig.

Sýnum aðgát í nærveru sálar.

2/11/04 06:01

Hugfreður

Ég hef náð ákveðinni bestun í þessu, í staðinn fyrir að segja "daginn" þá segi ég "dæn" sem er fækkun atkvæða um heil 50%. Þá er engin afsökun lengur við að heilsa ekki á móti.

2/11/04 06:01

Hakuchi

Fólk á að vera kurteist við afgreiðslufólk. Nema þegar það býður góðan daginn um kvöld. Þá má draga upp hafnaboltakylfuna.

2/11/04 06:02

feministi

Framvegis ætla ég að heilsa öllum, þakka öllum fyrir,og brosa allan daginn. Vera kurteis og snyrtileg til fara. Þar með ætla framvegis ég að hætta að vita allt betur en aðrir og jafnframt að hætta segja þeim alltaf frá því. Í stuttu máli verð ég framvegis góð

2/11/04 06:02

Hakuchi

Ætlar þú þá að hætta að vera femínisti?

[Hleypur í skjól]

2/11/04 06:02

Bölverkur

Ég tala og tala og tala og tala við afgreiðslufólk.

2/11/04 06:02

feministi

Sæl kæru félagar, ef þið sjáið vin minn hann Hakuchi, viljið þið þá brosa til hans frá mér og segja honum að ég ætli að vera góður feministi rétt eins og hann sjálfur.

2/11/04 06:02

albin

Ég versla oft við afgreiðslufólk, telst það kurteisi?

Ps. Ég geri mér grein fyrir því að ég er samt ekki í raun að gera viðskipti við afgeiðslufólkið, tek bara þannig til orða.

2/11/04 06:02

Nermal

Auðvitað reynir maður að vera kurteis.. það nefnilega kostar ekkert. Ég hef unnið í verslun, en ég lenti aldrei í verulega leiðinlegum viðskiptavinum. Það er samt til fólk sem fer á veitingastaði og ú verslanir næstum til þess eins að vera leiðinlegt...

2/11/04 06:02

Don De Vito

Nermal sagði: ,,Það er samt til fólk sem fer á veitingastaði og ú verslanir næstum til þess eins að vera leiðinlegt...''

Það er nú bara stemning í því...

Nei en svona án gríns þá reynir maður auðvitað alltaf að vera kurteis við afgreiðslufólk (sérstaklega vopnasalanna).

2/11/04 06:02

Dexxa

Ég er þér hjartanlega sammála... Ég reyni nú alltaf að vera kurteis við allar aðstæður... en maður má samt ekki gleyma því að það eru líka til alveg hrikalega leiðinlegt og ókurteist starfsfólk.. það má sko líka taka sig á...

2/11/04 01:00

blóðugt

Ég legg mig alltaf fram við að vera ókurteis, sérstaklega í vinnunni. Það lífgar svo upp á daginn að fá eitt "æi góða haltu kjafti tíkin þín".
Nei, nei segi svona. Auðvitað á maður að vera kurteis, sérstaklega við ókurteisa fólkið, því þykir það svo pirrandi! En eins og Nornin bendir á þá er klisjan "viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér" alveg út úr kú! Ef ég ætti að gera allt sem sumir af þessum ógeðslega blindöskufullu körlum sem ég hitti nú stundum í vinnunni, biðja mig um að gera, þyrfti ég að fá verulega mikla kauphækkun! [flissar]

2/11/04 01:00

Hundslappadrífa í neðra

[Fær virkilega dónalegar og ógeðfeldar myndir í hugan við innlegg blóðugs] Úfff [hristir sig]. En annars góður punktur Auli og án efa þarfur svona rétt fyrir jólageðveikina.

2/11/04 01:01

Galdrameistarinn

Glæsilegur pistill hjá þér og með smá orðalagsbreytingum væri hann flottur í aðsendar greinar í mogganum svona til að minna fólk aðeins á framkomu sína.
Ekki það að sumum er náttúrulega skítsama hvernig þeir koma fram við aðra en ekki hvernig komið er fram við þá.

2/11/04 01:01

Órækja

Varðandi búðarhnupl er vert að benda á það að starfsfólk stelur fyrir hærri upphæðir vörum en viðskiptavinir, á Íslandi í það minnsta.

2/11/04 01:01

Litli Múi

Kannast við að hafa verið leiðinlegur við afgreiðslustúlku hérna einu sinni og bið ég hana innilega afsökunar, lofa að gera þetta aldrei aftur.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.