— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Jafnrétti.

Karlar eru körlum bestir- Skilti úr kröfugöngunni.

Ég gekk útúr tíma kl. 14:08 ásamt nokkrum bekkjasystrum. Ég og Rauðhaus vorum að fara í þeim tilgangi til að mótmæla launamun kynjanna. Rúta beið fyrir utan til þess að keyra okkur Msinga niður í bæ. Mig grunaði að flestar kynsystur mínar þarna voru bara að gera þetta til þess að frá \"frí\", og það var rétt hjá mér, þær létu sig hverfa skömmu seinna.

Í rútunni voru allir aldurshópar, stelpur, konur og svo eldri konur. Mér fannst að á þessum degi ættu allar konur að standa saman. En ég varð heldur betur fyrir vonbrigðum á leiðinni, jafnaldrar mínir sátu fyrir framan mig og voru að gagnrýna hár á konu fyrir framan þær. Sú kona var með mikið permanett og fannst þeim það \"gegt halló\" ef ég vitna nú aðeins í þær. Þetta fannst mér leiðinlegt og ég hugsaði með mér að þessar ungu dömur skilja ekki alvöru málsins.

Þegar það var komið niðrí bæ hurfu nær allar skólasystur mínar \"Æjj við nennum ekki að vera hérna\". Það fannst okkur Rauðhausi vera hrikalegt. En við héldum áfram, skref fyrir skref, því ekki komst maður hraðar en það í öllum troðningnum. Það var mikil stemmning og töluðum við við nær allar konurnar í kringum okkur eins og það væri bara eðlilegt, hví er það ekki alltaf svoleiðis? \"Hver kona hefur sögu að segja\" stóð á einu skiltinu og komst ég að því að það er rétt. Að hugsa sér að þarna vorum við 16 ára pollar að tala við fullorðnar konur sem að við höfðum aldrei séð, konur brostu til okkar, við brostum til þeirra. Þetta var svo sannalega góður dagur.

Konurnar sungu \"áfram stelpur\" og þess háttar og var mikið fjör, kemur þá ekki ungur strákur, hugsanlega á mínum aldri og söng \"Farið heim að þrífa\". Ég þoli ekki stráka á mínum aldri sem hrauna yfir feminísta! Þeir hafa aldrei lesið feminísta stefnuna og vita ekkert um hvað málið snýst! Og hvað þá með stelpur sem eru alveg sama um réttindi sín \"Omg ég er ekki rauðsokkur sko\". Ég afneita aldri mínum!

Það er alltof mikið um það að ungu konurnar vita ekkert um þetta, þær hafa ekki kynnst þessu sjálfar. Afhverju ekki að mótmæla áður en þær kynnast þessu sjálfar?!

Eftir gönguna þurfti ég að fara, maki minn og vinur hans biðu eftir mér. Þegar ég kem inní bílinn byrja þeir að gera grín að þessu. Ég þagði. Djöfull getur fólk verið óþroskað og asnalegt. Þegar fólk berst fyrir einhverju, þá á fólk að virða það og segja sína skoðun ekki gera grín af því.

Takk fyrir.

Ykkar einlæg
Aulinn.

   (53 af 56)  
1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Gott hjá þér Aulinn, þú ert fyrirmyndarkrakki.

1/11/04 01:00

Þarfagreinir

Já, þetta mættu sko sannarlega fleiri taka sér til fyrirmyndar. Ljótt að heyra að gert skuli grín að svo merku fyrirbæri sem kvennabaráttan er.

1/11/04 01:01

feministi

Að gera grín að skoðunum er öflugt tæki, notað til að draga úr mönnum kjark og þor. Stundum eru grínararnir ekki einu sinni meðvitaðir um hvað þeir eru að gera, þú ættir að ræða jafnréttismál við hann þegar þið eruð tvö ein. Líklega kemur þá annað hljóð í blessaðan drenginn.

1/11/04 01:01

Jörnljótur

En afhverju að eru konur að tala um að þær fái eitthvað minni laun en karlar þetta er bara eintómt rugl, t.d. ef karl er að vinna á leikskóla eins og sumar konur eru þá karlar að fá einver hærri laun en þær þetta er bara eintómt kjaftæði.

1/11/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Já, svipað og punkta- og kommusetning...

1/11/04 02:00

Aulinn

Þegi þú, þú óbreytti gestur með ritstíflu.

1/11/04 02:00

Narfi

sko þarna ert þú að gera grín á kostnað annarra.

1/11/04 02:01

Jörnljótur

Heyrðu góða..

1/11/04 02:02

Jóakim Aðalönd

Ég er ekkert óbreyttur gestur með ritstíflu! [Hlær við]

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.