— GESTAPÓ —
Krókur
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 6/12/04
Nýkominn

Ég hef oft skoðað Baggalútíu en aldrei haft mig í að taka hér upp bólfestu. Það er samt kominn tími til að leggja orð í belg. Fyrst þarf því að skrifa tíu sinnum inn á spjallið og þá munu meiri upplýsingar munu fylgja.

   (10 af 10)  
6/12/04 08:01

Skabbi skrumari

Velkominn, en rosalega mætirðu seint... Baggalútur lokar eftir nokkra daga og opnar ekki aftur fyrr en í haust... en þú mætir bara aftur þá... Skál

6/12/04 08:01

B. Ewing

Velkominn í mælendahópinn. Þú ratar væntanlega um hinn margþætta heim Baggalútíu. Skelltu inn svosem einni kynningu á Vjer ánetjaðir og furðu fljótt verða 10 innlegg að baki skyldi ég ætla. [tekur kurteisilega ofan]

6/12/04 08:01

Krókur

Lokar eftir nokkra daga! Æi, ég verð þá að líta á þetta sem æfingu og mæta svo galvaskur aftur. Skál.

6/12/04 08:01

Þarfagreinir

Já, skál. Taktu þessu bara rólega og komdu svo aftur hress og kátur í haust.

6/12/04 08:01

hundinginn

Velkominn Krókur!

6/12/04 08:01

Galdrameistarinn

Velkomin Krókur.

Á að loka Gestapó í sumar? Hvurslagseiginlegaeretta?

6/12/04 08:01

Hóras

Galdri: Ef við hlekkjum Ritstjórn og læsum niðri í kjallara á árshátíð, þá verður sko ekki lokað...

6/12/04 08:01

Dr Zoidberg

Vertu velkominn. Betri er Krókur en Kelda.

6/12/04 08:01

Krókur

Já kærar þakkir!

6/12/04 08:01

Galdrameistarinn

Hóras: Framkvæmum verknaðinn.

Krókur:
  • Fæðing hér: 8/6/05 14:20
  • Síðast á ferli: 15/11/15 19:21
  • Innlegg: 37
Eðli:
Afar friðsamur og helst til feiminn. Á erfitt með að skilja af hverju fólk er alltaf að rífast en hefur samt gaman af að rífast sjálfur.
Fræðasvið:
Er þeirrar skoðunnar að "Hve mörg köst þarf til að ná 6 sexum?" sé í rauninni dulbúinn krikketleikur hér á Baggalúti.
Æviágrip:
Heyrst hefur að foreldrar mínir hafa verið sannir Sálin hans Jóns míns aðdáendur, en það eru getgátur einar. Eftir langt og strangt uppeldi í Windows höllinni, hef ég um alllangt skeið verið fyrirliði Sörrei krikketliðsins ásamt þess að vera konuglengur pólóþjálfari og rúðuþurrka.