— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/08
Saga

Einu sinni var maður... eða nei nei nei, svona byrjar maður ekki sögu...

Hann gekk um bæinn, reikull í spori. Óttasleginn. Hann vissi ekki hvað hann hét, eða hvað, vissi hann það? – Nei, hann vissi það ekki... Hann var búinn að steingleyma því. Joð-eitthvað, eða Há-eitthvað. Hann mundi það ekki.

Allavega; óttasleginn...

Einhver var að elta hann, eða eitthvað. Hann áttaði sig ekki á því. Ekki var hann vinsæll, og hvað þá frægur. Þannig að ekki voru blaðamenn á eftir honum. Hann fékk sér vænan slurk úr pelanum sínum. Própanól í hæsta gæðaflokki.

Langur tími hafði liðið frá hinum skelfilegu atburðum. Hann vissi ekki alveg hversu langur, sennilega svona hundrað ár eða eitthvað, eða nokkrir mánuðir, hann vissi það ekki. Hann var búinn að gleyma hver hann hafði verið fyrir atburðina. Búinn að gleyma hver hann var. En það skipti ekki máli, því nú var það bara hann og própanólið, tvö saman ein í alheiminum. Og þetta helvítis fífl sem var að elta hann...

Hvað átti hann að gera? Hann sneri sér við, ruggaði sér í lendunum og datt með trýnið ofan í slabb götunnar. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, skreið á fjóra og öskraði eitthvað óskiljanlegt útí loftið. Enginn svaraði. „HVER ERTU? AF HVERJU ERTU AÐ ELTA MIG?“

Ekkert svar.

Allt í einu fékk hann þungt högg í andlitið. Einhver hafði sparkað í höfuðið á honum. „Hey!“ Hann kannaðist við röddina, „hvernig smakkaðist kjötfarsið? “

Ha?

„Hvernig smakkaðist kjötfarsið? – Ert þú ekki Ögmundur í Hjaltamýrinni? – Hvernig smakkaðist kjötfarsið? “

Svo sparkaði bólugrafni unglingurinn, fyrrverandi kjötstarfsmaður, aftur í andlitið á Ögmundi, hrækti á hann og makaði úldnu kjötfarsi í sárin.

Þetta var besti dagur sem Ögmundur hafði lifað. Hann vissi hver hann var.

   (7 af 49)  
2/12/08 13:01

Hvæsi

Hver ert þú ?

2/12/08 13:02

Regína

Skondið.

2/12/08 13:02

krossgata

Blákaldur raunveruleikinn. Ég kann vel við þessa sögu.

2/12/08 13:02

Don De Vito

Ég er maðurinn með ljáinn.

2/12/08 14:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Allt er gott sem endar vel.

2/12/08 14:02

Skabbi skrumari

Hehe... góður...

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.