— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/08
Kreppan vs. Pixies

Hey!

Í dag var ég að keyra eitthvað spölkorn á bíl mömmu minnar. Nú, eins og í flestum bílum fór útvarpið strax í gáng án þess að biðja um leyfi. Það kviknaði á Rás 2 (frekar en bylgjunni) og eitthvað fólk var að tala um hina leiðinlegu kreppu, umfjöllunina um hana og hvað umtalið væri allt svo neikvætt og andrúmsloftið í landinu eftir því. Einhver kvenspekingur sagði að fólk gæti ekki þrifist í eintómri neikvæðni og eitthvað jákvætt yrði því líka að vera í deiglunni sem mótvægi. Hún sagði að það mætti t.d. leggja meiri áherslu á umfjöllun um góða tónlist. Þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn svo leiður á þessu krepputali að ég hrópaði upp yfir mig:

HEY! TALANDI UM GÓÐA TÓNLIST!

Á sama augnabliki skipti ég beint yfir á geisladiskinn sem var í tækinu. Ég var ekki viss um hvaða diskur það yrði (er með nokkra diska í bílnum) en ég var viss um að hann væri góður vegna þess að ég hlusta bara á góða tónlist. Það reyndist vera meistarastykkið Doolittle með þeirri eðalhljómsveit Pixies. Upphafsstefið í Monkey Gone To Heaven ómaði í tækinu og ég fílaði sjálfan mig, lagið og lífið í botn og saung síðan hástöfum með þegar viðlagið birjaðy. Tveimur mínútum og fimmtíuogsjö fullkomnum sekúndum síðar áttaði ég mig á sannleikanum. Ég fékk uppljómun og allt í einu skildi ég allt.

Við erum öll apar á leið til himnaríkis!

La La Love Jú!

Kveðja, Mr. Grieves
Crackity Jones prófarkalesti

   (8 af 49)  
1/12/08 16:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hér kemur ykkar maður; mæl þú manna heilastur.

Einhversstaðar á ég víst eintak af téðum ljósálfadiski... ætli maður megi ekki tilmeð að grafa kvikindið upp & skella undir geislann. Skál !

1/12/08 16:02

Wayne Gretzky

Birjaðy.

1/12/08 16:02

Tina St.Sebastian

Birjaðy. Birjaðy? <Klórar sér í hausnum>
Hvernig er þetta hægt?

1/12/08 16:02

Hóras

Hann hlýtur að hafa verið fullur

1/12/08 16:02

Don De Vito

Hey, það var ekki ég sem prófarkalas þetta!

1/12/08 16:02

Hóras

Þarftu prófarkalesara?

1/12/08 16:02

Don De Vito

Nei, Mr. Grieves.

1/12/08 16:02

Hóras

Æ, hann er ennþá fullur - og meira en ég bjóst við - þettað fer g að vera hættulegt skaft!

1/12/08 17:00

Huxi

Pixies eru svo sem ágæt. Engir stórmeistarar samt...

1/12/08 17:01

Villimey Kalebsdóttir

Þú ert fyndinn.

1/12/08 19:01

Skabbi skrumari

Meynfindyð... Skál

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.