— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Blýantur

Dæmisaga

Einu sinni var maður, en þessi maður var líka gaur, gæji, kauði, karl og náungi.

Gaurinn var mjög hamingjusamur og lifði góðu lífi með konunni sinni. Eða alveg þangað til að konan hans tók yfir uppáhaldsþáttinn hans af Everybody Loves Raymond. Þá breyttist allt. Kauðinn fann hvernig hann missti allan tilgang með lífinu og viljann til að lifa. Þannig að náunginn ákvað að lemja konuna sína með sófasettinu. Áður en hann vissi af lá greyið konan öll skrambúleruð með hausinn inni í sjónvarpinu og öll stofan komin á annan endann. Hann hafði drepið hana.

Gæjinn áttaði sig ekki alveg strax á því hvað hann hafði virkilega gert, en svo fór náunginn fljótlega að átta sig á þessu öllu saman og loks fór hann að sjá svolítið eftir þessu. Karlinn lagst nú í mikið þunglyndi og íhugaði að taka sitt eigið líf. Að lokum lét hann til skarar skríða. Hann hafði hugsað stíft um það hver væri besta leiðin til að framkvæma þetta. Að lokum ákvað maðurinn að éta blýant og vonast þannig til að deyja úr blýeitrun.

Þannig að gaurinn ákvað nú að fara að leita að hentugum blýant til að snæða og fann að lokum einn hentugan í skúffunni sem hann byrjaði nú að smjatta á. Hann gretti sig á meðan hann var að tyggja sig í gegnum tréflísarnar, bragðið minnti svolítið á speltbrauðið sem konan hans var vön að baka. En að lokum komst hann að blýinu og hann fann fyrir einhverjum ljóma leika um líkama sinn og hann fann hvernig honum leið einhvern veginn betur í maganum. Gaurinn bjóst auðvitað við að þetta væri dauðinn að koma yfir hann í formi blýeitrunar. En svo var nú aldeilis ekki! Nei, ónei...

Kauðinn varð nú heltekinn af blýöntum og át hvern einasta sem hann komst í tæri við. Fljótlega fór hann þó að átta sig á því að best væri að kaupa bara stök skrúfblýantablý enda gat hann þá sloppið við að tyggja sig í gegnum tréflísarnar sem fylgja yfirleitt blýöntum. Maðurinn hafði fundið nýjan tilgang í lífinu og lifði hamingjusamur það sem eftir er.

   (9 af 49)  
1/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Everybody Loves Raymond eru góðir þættir.

1/11/07 07:01

Tigra

Það er ekki alvöru blý í blýöntum lengur.

1/11/07 07:01

Don De Vito

Ég veit það, það er tilgangurinn með sögunni. Það sem ég er að reyna að koma hérna til skila er að blý (hreint kolefni) hressir, bætir og kætir. Og er gott fyrir meltinguna. Þið eruð svo heimsk...

1/11/07 07:01

krossgata

Dúúúd. Alltaf svo penn. Lemur kjelluna bara með sófasettinu. Einstaklega smekklegt og hófstillt.
5 stjörnur.

1/11/07 07:01

Regína

[Borðar blýant] Virkilega vel stílað og villulaust. Þar að auki skemmtilegt.

1/11/07 07:01

Hexia de Trix

Íbbi lamdi mig með hornsófa og tveim hægindastólum í vor.

1/11/07 07:01

Huxi

Alltaf sami flottræfils hátturinn á sumu fólki. Flestir láta sér nægja að berja kjéllingarnar með eldhússtólunum...

1/11/07 07:01

Hexia de Trix

Jáneinei, hornsófi skyldi það vera hjá Íbba. Hann meiraðsegja tók sófann í þrjá parta til að fá þrjár tilraunir. Það var áður en hann náði í hægindastólana!

1/11/07 07:02

Andþór

Skemmtilega skrifað.

1/11/07 07:02

Skabbi skrumari

Tréflísar eru fínar fyrir meltinguna... [Borðar blýant]

1/11/07 02:01

Álfelgur

[Grenjar úr hlátri] Frábær saga! Húrra!

1/11/07 02:01

Finngálkn

Helvíti skemmtilegt rit - ekki allur húmor horfinn!

1/11/07 02:02

Vladimir Fuckov

Það hlýtur að vera kóbalt í þessu sk. 'blýi' miðað við áhrifin sem það hefur [Ljómar upp og tæmir skrúfblýantinn til að prófa].

1/11/07 03:00

Einstein

Þetta er áhugavert. Ég ætti að prófa að skúbba í mig nokkrum blýföntum.

1/11/07 03:01

Rattati

Best að kaupa hornsófa.

1/12/08 17:02

Skreppur seiðkarl

Er Blíðfantur ekki víbrador?

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.