— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/07
Innflytjendahliðið - nýliðaskýrsla

Varðar sérstaklega þá sem skráðu sig inn á Baggalút eftir vetraropnun árið 2006. Að þetta sé langloka er engin afsökun fyrir því að sleppa því að lesa þetta.

Hliðið var opnað þann 9. október á því herrans ári 2006 kl. 02:06 að staðartíma við mjög lítilfjörlega, en þó epíska athöfn. Baggalútíska heimsveldið gekk á þessum tíma í gegnum mikla erfiðleika. Fortíðin var horfin, innleggjafjöldi meðlima heimavarnarliðsins hafði verið þurrkaður út og á tímabili var ráðherra- og embættismannalistinn týndur. Það lá við að stjórnleysi gripi um sig og heimsveldið var á barmi glötunnar. Gestapó var breytt. Vjer ánetjaðir, svæðið þar sem nýliðar höfðu til þessa kynnt sig var horfið og ólöglegir innflytjendur fóru að streyma inn í heimsveldið í stórum stíl. Þetta var kaótískt ástand. Nýliðarnir tóku að flæða yfir allt stjórnlaust og án þess að kynna sig. Það var enginn möguleiki á að henda reiður á einum né neinum og nýliðar fóru að vaða uppi með meiri uppsteit en hafði þekkst og ritræpan varð svo heiftarleg að varla var nóg pláss fyrir eldri Gestapóa lengur. Þetta náði ákveðnu hámarki með Úlfamanninum.

En þá sögðum við hingað og ekki lengra! Við losuðum okkur við Úlfamanninn og ég stofnaði Innflytjendahliðið.

Innflytjendahliðið markaði tímamót. Innflytjendahliðið var í upphafi stofnað sem staðgengill gamla Vjer ánetjaðir- svæðisins þar sem nýliðar höfðu verið busaðir og látnir ganga í gegnum manndómsvíxlu hér forðum. Innflytjendahliðið kom reglu á þá óreglu sem hafði líðst frá því að Vjer ánetjaðir hvarf. Innflytjendahliðið var sigtið sem þurfti til að sortera góða nýbúa frá slæmum.

En nú eru aftur komnir nýir tímar. Það er búið að endurvekja Vjer ánjetjaðir- svæðið. Við þá aðgerð voru pælingar um það hvort Innflytjendahliðið væri ekki búið að missa gildi sitt. Svarið er nei...:

Skabbi spyr:
Væri ekki rétt að flytja þennan þráð og hugsanlega rafmælisþráðinn yfir í „Vjer ánetjaðir“? Nei... bara að spá...

Doninn svarar:
Jú, ég var einmitt að pæla í því. Þessi þráður var náttúrulega upphaflega stofnaður sem staðgengill fyrir Vjer Ánjetaðir- svæðið í heild sinni á sínum tíma þegar það hvarf, en þá var mikil þörf fyrir athvarf til að taka á móti nýliðum. Það var semsagt hugmyndin á bakvið þetta.
En samt sem áður, nú þegar Vjer Ánetjaðir - svæðið er komið aftur, þykir mér samt engin þörf fyrir því að færa þráðinn þangað. Innfytjendahliðið er núna í staðinn orðið meira sérhæfðara og það er þess í stað orðið meira aðsetur innflytjenda og nýbúa (nýliða) sem vilja fá staðfestingu á ríkisborgararétt í Baggalútíu, en ekki rétt til að vera á Baggalúti/Gestapó sem heild. Samt sem áður er auðvitað alltaf ásættanlegast að koma hingað áður en maður fer mikið að kveðast á, taka þátt í leikjum eða öðrum umræðum á öðrum svæðum.

En þá er komið að uppgjöri uppgjöranna. Þrír nýliðar gera tilkall til þess að geta kallað sig fyrstu stimplunarnýliðana. Það eru Fræið, Billi Bilaði og Regína (mjög jöfn kynjahlutföll hér á ferð). Fræið var það fyrsta til að fá stimplun, en það fékk hana með bellibrögðum og hafði skráð sig inn rúmum fimm mánuðum áður en hliðið var stofnsett og því má spyrja sig hvort um þjófstart hafi verið að ræða. Fyrsti nýliði sem var stimplaður og byrjaði hér um svipað leyti og hliðið var stofnsett var Billi Bilaði, en Regína skráði sig samt inn rétt á undan Billa þótt að hún hafi verið aðeins seinni til að fá stimplun. Þessi þrjú mega því berjast um að vera fyrstu stimplunarnýliðarnir…

Annars hafa ekkert sérlega margir hlutfallslega náð að festa sig í sessi eða náð að fóta sig síðan Hliðið var stofnað en þeir eru þó nokkrir, og fá þessir hér með fullnaðarstimplun (röð eftir því sem þeir eru skráðir á Heimavarnarlistann):

Fræ
Regína
Billi Bilaði
The Shrike
Krossgata
Mikki mús
Grágrímur
Næturdrottningin
Andþór
Garbo
Huxi
Álfelgur
Óskar Wilde
Nýliða-Ninjan
Línbergur Leiðólfsson
Garún
Bleiki Ostaskerinn
Einn gamall en nettur
Wayne Gretzky
Geimveran
Villimey Kalebsdóttir

Þetta er reyndar meira en ég bjóst við, um fimmtungur (21/127). Talningin byrjaði á Regínu en Fræið var tekið með í reikninginn... Vert er samt að nefna að fólk án mynda var ekki talið með. Fullnaðarstimplunin er endanleg staðfesting á gestapóskum tilverurétt, hún er mikilvægari en ykkar eigin sál og upphafsverð stimplunarinnar er allt að þrisvar sinnum dýrari en sálin ykkar á uppboði. Ef einhverjum finnst eins og troðið sé á réttindum sínum eða er ósammála listanum þá má sá hinn sami skila inn 89 blaðsíðna ritgerð þess efnis, auk útfyllts umsóknareyðublaðs í þríriti vottað af ríkisendurskoðanda.

Takk og bless. Doninn hefur talað.

   (10 af 49)  
31/10/07 20:02

Hexia de Trix

Jah, þú segir fréttir. 127 nýliðar sem reyndu að fá stimpil? Égskalsegjykkurþað!

31/10/07 20:02

Grágrímur

Heh, skemmtileg lesning...

en ein spurning, ætti að telja aukaegó eins og Einn gamlan og nýliða-ninjuna með? Með fullri virðingu fyrir gamla manninum að sjálfsögðu... minni fyrir ninjunni.

31/10/07 20:02

Lokka Lokbrá

Anna Panna gaf mér stimpil fyrir góða beljuspeki.
Er sá stimpill, sem brendur er í upphandlegg minn ekki góður og gildur?

31/10/07 20:02

Don De Vito

127 nýliðar með mynd á heimavarnarlistanum. Það eru fleiri nýliðar sem ekki eru með mynd sem ég tók ekki með í reikninginn. Annars hafa fleiri nýliðar fengið stimplun í gegnum tíðina en eru á listanum og ég er ekkert viss um að allir á listanum hafi fengið stimplun á sínum tíma. Fyrsta stimplunin hefur samt alltaf bara verið bráðabirgðastimplun. Lágmarksréttindi til að spóka sig um í nýja landinu. Fullnaðarstimplunin gefur full ríkisborgararéttindi. Þetta er svipað og að verða tvítugur í hinum svokölluðu ,,raunheimum''...

31/10/07 20:02

Don De Vito

Maður þarf að sanna sig til að fá fullnaðarstimplun. Mér fannst félagsrit nýliðaninjunnar nógu fyndin til að gefa henni rétt á þessu, en jú, það má endurskoða ákveðin atriði á þessum lista. Flestir á honum eru þó eðalpóar.

31/10/07 20:02

Villimey Kalebsdóttir

Haha Stórskemmtileg lesning [Ljómar upp]

31/10/07 20:02

Villimey Kalebsdóttir

Lokka, þú ert bara með bráðabirgðasimplil!!

31/10/07 20:02

Lokka Lokbrá

Segir hver Villimey Kalebsdóttir?

31/10/07 20:02

Don De Vito

Ég, þegar ég setti þig ekki á listann yfir fólk með fullnaðarstimplun...

31/10/07 20:02

Sundlaugur Vatne

Doninn hefur talað. [Lyftir höndum í lotningarfullri aðdáun]

31/10/07 21:00

Vladimir Fuckov

Hjer hefur greinilega verið unnið afar mikilvægt starf í þágu öryggishagsmuna baggalútíska heimsveldisins [Ljómar upp].

31/10/07 21:00

Lokka Lokbrá

Jæja þá Don De Vito. Hvað þarfu eða villtu frá mér svo ég fá fullnaðarstimplun?

31/10/07 21:00

hlewagastiR

Hversu margt gott og gegnheilt fólk, skemmtilegt og áhugavert hefur á sama tíma hrökklast héðan burtu vegna þessa andstyggilega hliðs? Vart færri en 100.

31/10/07 21:00

Don De Vito

Lokka: Kemur með tíð og tíma... og mynd... Billi þurfti t.d. að bíða í tvö ár...

Hlebbi: Uss....

31/10/07 21:00

Lokka Lokbrá

Ég er hér enn hlewagastiR. Þó ég hafi ekki fengið fullnaðarstimpil hef ég ekki enn hrökklast héðan burtu. Segir það allt sem segja þarf?
Eða segir það rétt það, að innflytjendahliðið er óþarft og að ég sé skemmtileg og áhugaverð?

31/10/07 21:00

Lokka Lokbrá

Don De Vito segðu bara til og ég verð til, með tíð og tíma og mynd.

31/10/07 21:00

krossgata

Ég er afar ánægð með fullnaðarstimpilinn minn.
[Ljómar upp]

31/10/07 21:01

Fræ

Og hvað með það að ég hafi ekki farið um hliðið firen fimm mánuðum eftir að ég fæddist, ég fór þá að minstakosti um það, og fékk stimpil á ennið.
Sem ég er mjög ámægt með.

31/10/07 21:01

Anna Panna

[Klappar yfirmanni sínum lof í lófa fyrir upplýsandi og skemmtilegt félagsrit]

31/10/07 21:01

Einn gamall en nettur

Að ég sé aukaegó er hrein og klár fásinna!
[Fleygir notaðri bleyju í Grágrím]

31/10/07 21:01

Þengill Geðvangur

[hugsar um Hitler] er metorðaklifur eitthvað til að sækjast eftir þegar öllu er á botninn hvolft?

31/10/07 21:02

Bleiki ostaskerinn

[Skoðar fína stimpilinn sinn] Nú er ég orðin fínt útflúruð og á bara eftir að fá á trýnið.

31/10/07 21:02

Jóakim Aðalönd

Ég hef Lokku grunaða um að vera aukasjálf...

31/10/07 22:01

Álfelgur

[Springur næstum úr stolti]

31/10/07 22:02

Bleiki ostaskerinn

[Springur í loft upp]

1/11/09 15:02

Sannleikurinn

Þið losuðuð ykkur aldrei formlega við Úlfamanninn því að gömlu innlegginn eru ennþá til staðar ásamt karakternum sjálfum.
Þið þurfið að eyða gömlu Úlfamanns - innleggjunum og þá eruð þið búnir að eyða öllum skrám með Úlfamanninum.
En annars finnst mjer skrýtið að raunsæissinnar sjeu eins illa liðnir og ofsóttir og gengur og gerist í samfjelagi sem vill láta kalla sig upplýst. Það er mun erfiðara að eyða netskrifum ´algjörlega´en flestir gera sjer grein fyrir.
Þetta stafar sökum þess að Úlfamaðurinn er skrá á Baggalútíu en er ekki eydd skrá. Þannig að þið eydduð skránni sem slíkri í raun alls ekki. Til þess þarf að laga og uppfæra síðuna betur.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.